Fréttir

Umdæmisstjórnarfundur

  • 10.09.2010

Umdæmisstjórnarfundur

Í morgun hófst dagskrá 40 Umdæmisþings Kiwanishreyfingarinnar með Umdæmisstjórnarfundi í Eldeyjarhúsinu fundurinn hófst kl 8.00 og var byrjað á því að Umdæmisstjóri Óskar Guðjónsson fór yfir áherslur þingsins og þá breytingu sem gerð hefur verið á Umdæmisstjórn næsta starfsárs þar sem stjórn Óskars mun halda áfram vegna veikindaforfalla kjörumdæmisstjóra.

Galakvöldverður Umdæmisþings

  • 07.09.2010

Galakvöldverður Umdæmisþings

GalakvöldverðurUmdæmisþings 2010 í Kópavogi, þann 11. september 2010.

Dagskrá:
Húsið opnar kl 19:00 með fordrykk á bar 20. hæðar.

Veislustjóri
Hjálmar Hjálmarsson
bæjarfulltrúi næstbesta flokksins í Kópavogi

 Skemmtiatriði
Friends forever: söngur

 Hljómsveitin

Granít spilar dinner- og dansmúsik til kl 02:00

Makaferð i boði Umdæmisstjórnar

  • 07.09.2010

Makaferð i boði Umdæmisstjórnar

Makaferð í boði Umdæmisstjórnar 11. september 2010.

Dagskrá:
Hittumst við Gerðasafnið kl. 11:00

Kl. 11:00 Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn - Leiðsögn um sýninguna niu/nine.

Kl. 11:45 Náttúrufræðistofu Kópavogs - Leiðsögn um safnið.
Kl. 12:15 Tónlistarsafn Íslands - Sýning til heiðurs Sigfúsi Halldórssyni á 90 ára
fæðingarafmæli hans - Fúsi 90 ára.

Kl. 13:00 Safnaðarheimili Kópavogskirkju – hádegisverður kr. 1.500.-

Dagatal Sólborgar

  • 06.09.2010

Dagatal Sólborgar

Kiwanisklúbburinn Sólborg í Hafnarfirði voru að gefa út dagatal fyrir árið 2011 og eru þegar farnar með það í sölu. Það birtist grein á vef Sony World Photography Awards , sjá vefslóð hér að neðan.

Kiwanisklúbburinn Þyrill veitir veglega styrki

  • 03.09.2010

Kiwanisklúbburinn Þyrill veitir veglega styrki

2. september 2010
Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi fagnar um þessar mundir 40 ára afmæli og af því tilefni veitir klúbburinn veglega styrki til líknarmála og félagasamtaka. Fór afhending styrkja fram á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi miðvikudagskvöldið 1. september sl.  Kiwanisfélagar hafa í tilefni afmælisins gefið ýmsan búnað á dagdeild Sjúkrahússins á Akranesi. Hófst athöfnin með því að læknar og deildarstjórar kynntu starfsemi deildarinnar fyrir kiwanisfélögum og gestum. Styrkirnir voru síðan afhentir formlega í matsal sjúkrahússins þar sem boðið var upp á kaffi og meðlæti.

Lutaseðlasølan hjá Kiwanis Tórshavn

  • 19.08.2010

Lutaseðlasølan hjá Kiwanis Tórshavn

Nú er búið að draga út vinninga í happadrætti hjá Kiwanis Tórshavn og má sjá vinningsnúmerin hér neðar á síðunni, Kiwanis Tórshavn þakkar öllum fyrir stuðningin.

Upplýsingamolar

  • 11.08.2010

Upplýsingamolar

Út er komið 3 blað Umdæmismola sem er fréttabréf umdæmisstjóra og má nálgast ritið hér neðar á síðunni.

Hátt uppi í Kópavogi ! ! !

  • 05.08.2010

Hátt uppi í Kópavogi ! ! !

Eldeyjarfélagar, undir forystu formanns þingnefndar, Eyþórs Einarssonar, leggja nú lokahönd á undirbúning umdæmisþings í Kópavogi. Drög að dagskrá liggja fyrir og sérstakt þingblað mun berast félögum í byrjun september. Á þinginu kennir ýmissa grasa og bryddað er uppá nýjungum sem vonandi gera þingið skilvirkara og efnis- og viðameira.

Annasamt sumar umdæmisstjórahjóna

  • 20.07.2010

Annasamt sumar umdæmisstjórahjóna

Viðburðaríku sumri hjá okkur er senn að ljúka. Segja má að við höfum búið í ferðatöskum síðan í lok maí. Á meðan Konný ferðaðist til Sikileyjar með Evrópuþingshópnum fór ég krókaleiðina þangað með viðkomu í Eistlandi á undirbúnigsfund vegna Kiwanissumarbúðanna. Evrópuþingið var frekar tíðindasnautt, umhverfið ægifagurt en skipulag allt frekar lausgirt. Að þingi loknu var framhaldið ævinatýralegri eyjaferð "a la" Böddi og Diddi - frábær ferð með frábæru og lífsglöðu Kiwanisfólki.

Bein útsending frá heimsþingi Kiwanis

  • 24.06.2010

Bein útsending frá heimsþingi Kiwanis

Í dag verður bein útsending frá Heimsþingi Kiwanis þar sem kynnt verður nýtt heimsverkefni hreyfingarinnar. Útsending hefst kl 3.15 pm á staðartíma í Las Vegas og eftir minni vitneskju er 7 tíma mismunur þannig að útsending ætti að hefjast kl 22.15 á íslenskum tíma.
Til að sjá útsendinguna þá klikkið á linkinn hér að neðan.

Sumarferð Heklumanna með heimilisfólk Hrafnistu

  • 22.06.2010

Sumarferð Heklumanna með heimilisfólk Hrafnistu

“Eftir samráð við félagsstarf Hrafnistu var ákveðið að hafa sumarferðina fimmtudaginn 10. júní og fara um Vesturbæinn, Seltjarnarnes, Skerjafjörð og Nauthólsvík. Bjóða síðan í kaffi á Hótel Loftleiðum. Þetta er 46. ferðin sem Kiwanisklúbburinn Hekla sér um og skipuleggur.

Úrslit í Landsmóti Kiwanis í golfi 2010

  • 16.06.2010

Úrslit í Landsmóti Kiwanis í golfi 2010

Landsmótið árið 2010 fór fram hvítasunnudaginn 23. maí í Vestmannaeyjum. Upphaflega átti að hefja leik kl. 13.00 en viðmiðunarmót öldunga, svokallað LEK-mót, var haldið sömu helgi og voru sumir af heldri kylfingunum heldur lengi í hús. Því hófst leikur um 13.30 og var ekki bjart yfir mönnum..

Fréttabréf K-dagsnefndar

  • 16.06.2010

Fréttabréf K-dagsnefndar

Út er komið fyrsta fréttabréf frá K-dagsnefnd, og má nálgast  bréfið hér að neðan.

Sumarhátíð Ægissvæðis

  • 14.06.2010

Sumarhátíð Ægissvæðis

Sumarhátíð Ægissvæðis verður að Hellishólum í  Fljótshlíð helgina 18-20 júní 2010

Fréttabréf Hraunborgar

  • 08.06.2010

Fréttabréf Hraunborgar

Út er komið 8 fréttabréf Kiwanisklúbbsins Hraunborgar og má nálgast bréfið hér neðar á síðunni.

FRÉTTATILKYNNING

  • 02.06.2010

FRÉTTATILKYNNING

Eimskip og Kiwanis gefa öllum 7 ára börnum reiðhjólahjálma
- tæplega 10% þjóðarinnar hafa fengið hjálma  síðustu sjö ár
Á næstu vikum mun Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands ehf. gefa öllum börnum í 1. bekk í grunnskólum landsins reiðhjólahjálma.  Um er að ræða árlegt átak Kiwanishreyfingarinnar og Eimskips en að   auki nýtur verkefnið aðstoðar Forvarnahússins.  Alls verða 4200 reiðhjólahjálmar gefnir í ár og munu Kiwanisklúbbar og Eimskipafélag Íslands ehf. vítt og breitt um landið sjá um dreifinguna.

Reiðhjólahjálmarnir komnir til landsins

  • 31.05.2010

Reiðhjólahjálmarnir komnir til landsins

Kiwanishjálmarnir sem Kiwanishreyfingin á Íslandi gefur í samvinnu við Eimskip komu til landsins í morgun og verða afhentir öllum börnum sem eru að ljúka 1. bekk í grunnskólum landsins.
Á morgun þriðjudag 1. júní verður  byrjað að senda hjálmana út á land og eru forsvarsmenn klúbbanna beðnir um að bregðast skjótt við til að ná að afhenda hjálmana í skólunum áður en þeim lýkur. Það eru eindregin tilmæli til kiwanisklúbbanna úti á landi að þeir hafi samband við þá fjölmiðla sem gefa út staðarblöð og fái þau til liðs við sig við afhendinguna og segi frá henni.

Frá Umdæmisstjórn

  • 27.05.2010

Frá Umdæmisstjórn

Ágætu Kiwanisfélagar
Meðfylgjandi er tillaga umdæmisstjóra að nýrri svæðaskiptingu umdæmisins Ísland Færeyjar sem samþykkt var samhljóða á sérstökum umdæmisstjórnarfundi 25. maí. Málið er þar með formlega afgreitt, en verður kynnt á umdæmisþingi í haust. Einnig sendi ég ykkur tillögu að mætingarleiðbeiningum fyrir klúbba sem ég hyggst leggja fyrir þing sem tillögu að samræmdum starfsreglum um skilyrði, mælingar og útreikning á fundamætingu Kiwanisfélaga. Þessi skjöl má nálgast hér neðar á síðunni.

KIWflash

  • 26.05.2010

KIWflash

Út er komið maí hefti af KIWflash fréttablaði Evrópustjórnar Kiwanis og má nálgast blaðið í pdf formi hér neðar á síðunni.

Góðgerðargolfmót Eldeyjar

  • 25.05.2010

Góðgerðargolfmót Eldeyjar

Laugardaginn 5. júní 2010
mun Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi standa fyrir góðgerðargolfmóti
á Vífilstaðavelli, sem er völlur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG). 
Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið og eins og í fyrra mun allur ágóði af mótinu renna til Blátt áfram, sem eru sjálfstæð félagasamtök, en tilgangur samtakanna er að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi.
Leikið verður Texas scramble (tveir saman í liði) og ræst út af öllum teigum samtímis kl. 09:00