Lög Kiwanisklúbba

Lög Kiwanisklúbba

 

 

Lög Kiwanisklúbba

Kafli 1. NAFN OG MARKMIÐ

1.1 Samtökin heita :

Kiwanisklúbburinn___________________________________________________________,

Klúbburinn er aðili að Alþjóðahreyfingu Kiwanis og starfar samkvæmt stofnskrárskjali útgefnu af

Kiwanis International (KI).

1.2 Megintilgangur klúbbsins er að bæta lífsgæði barna og fjölskylda um allan heim með því að

starfa í anda markmiða KI:

- Að láta andleg og mannleg verðmæti skipa æðri sess en verðmæti af veraldlegum toga

spunnin.

- Að hvetja til þess að dagleg breytni manna á meðal byggist á hinni gullnu reglu: „Allt sem þér

viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra".

- Að beita sér fyrir bættum viðskiptaháttum, starfsháttum og félagslegri hegðan.

- Að efla borgaralegar dyggðir með góðu fordæmi.

- Að skapa með stofnun Kiwanisklúbba leiðir til þess að binda varanleg vináttubönd, veita

ósérplægna þjónustu og stuðla að betra samfélagi.

- Að vinna saman að mótun og eflingu heilbrigðs almenningsálits og göfugrar hugsjónarstefnu,

sem er undirstaða aukinnar ráðvendni, bættrar réttvísi, vaxandi þjóðrækni og bræðralags.

Kafli 2. FÉLAGAR

2.1 Fullorðnum einstaklingum (18 ára og eldri) með óflekkað mannorð má bjóða klúbbaðild.

Hægt er að flytja aðild milli klúbba. Klúbbaðild telst samþykkt greiði meirihluti allrar stjórnar henni

atkvæði sitt.

2.2 Virkir félagar njóta allra klúbbréttinda. Virkir félagar eru þeir sem standa skil á félagsgjöldum

og öðrum gjöldum, sem skilgreind eru í klúbbsamþykktum og fara eftir öllum öðrum ákvæðum í téðum samþykktum. Við mat á umsóknum um félagsaðild er Kiwanisklúbbum óheimilt að mismuna einstaklingum með tilliti til uppruna, litarháttar, trúarskoðana , þjóðernis, aldurs og kyns, þar með talið kynhneigðar og kynvitundar.  Hið sama á við um alla innri og ytri starfsemi Kiwanisklúbbs. Hvað þessa grein varðar ber Kiwanisklúbbum  einnig að fylgja þar að lútandi íslenskum lögum og lagaákvæðum.  

2.3 Meirihluti allrar stjórnar getur samþykkt að víkja óvirkum félaga tímabundið eða varanlega úr

klúbbnum. Sé slík ákvörðun á döfinni verður að tilkynna viðkomandi félaga hana með minnst

fjórtán (14) daga fyrirvara. Félagi hefur fullan rétt til að sitja og tala máli sínu fyrir stjórn á eða

fyrir fund þar sem ákvörðun í máli hans verður tekin.

2.4 Félagi getur sagt upp félagsaðild með skriflegri tilkynningu til klúbbsins. Félagi sem sagt

hefur sig úr eða verið vikið úr klúbbnum, fyrirgerir öllu tilkalli til eigna klúbbsins og allra réttinda til

að bera hvers konar merki Kiwanis.

 

Kafli 3. STARFSEMI

3.1 Stjórnar- og reikningsár klúbbsins skal vera það sama og KI eða 1. október – 30. september.

3.2 Klúbbfundi skal halda minnst einu sinni í mánuði, en klúbbstjórn ákveður stað, tíma og fjölda

reglulegra funda. Með samþykki meirihluta stjórnar eða klúbbfélaga og með minnst fjörtíu og átta

(48) tíma fyrirvara, má boða til auka klúbbfunda eða aflýsa boðuðum fundum. Klúbbfélagar geta

fundað og rætt málefni klúbbsins með hverjum þeim hætti sem gerir öllum þátttakendum kleift að

eiga rauntíma samskipti sín á milli (hér er átt við símafund eða fund með fjarbúnaði s.s. Skype).

Þátttaka telst mæting. Hefðbundin fundarsköp klúbbsins eiga hér við. Atkvæðagreiðsla á slíkum

fundi skal fara fram að viðhöfðu nafnakalli.

3.3 Aðalfund skal halda á tímabilinu 1. janúar - 15. maí. Á aðalfundi eru embættismenn

klúbbsins kosnir. Til aðalfundar skal boða með minnst 30 daga fyrirvara.

3.4 Með meirihluta samþykki klúbbstjórnar og ákvæði í klúbbsamþykktum er klúbbnum heimilt að

hafa fastanefndir. Að fengnu samþykki stjórnar er forseta heimilt að skipa nefndir sem ætlað er

vinna að markmiðum klúbbsins og þjóna starfsemi hans og hagsmunum. Kveðið skal á um

hlutverk, starfstíma og starfsskyldur allra nefnda við skipan þeirra.

3.5 Þriðjungs (1/3) mæting virkra klúbbfélaga uppfyllir skilyrði um tilskilinn meirihluta. Meirihluti

atkvæða þarf að standa að baki öllum ákvörðunum klúbbsins nema kveðið sé á um annað í

lögum þessum eða samþykktum klúbbsins. Tilkynna þarf klúbbfélögum um allar fyrirhugaðar

atkvæðagreiðslur með minnst fjórtán (14) daga fyrirvara.

3.6 Klúbbnum er heimilt að upplýsa klúbbfélaga og nærsamfélagið um mál er varða

almannahag. Hins vegar er klúbbnum óheimilt að taka þátt í eða grípa til aðgerða gegn eða í

þágu frambjóðanda, lagasetningar eða annarra málefna stjórnmálalegs eðlis.

 

KAFLI 4. EMBÆTTIS- OG STJÓRNARMENN

4.1 Embættismenn skulu vera forseti, fráfarandi forseti, kjörforseti, féhirðir og ritari, en einnig

geta varaforsetar verið einn eða fleiri sé kveðið á um slíkt í samþykktum klúbbsins. Samkvæmt

klúbbsamþykktum hefur klúbburinn einnig a.m.k. þrjá (3) meðstjórnendur. Sami félagi getur ekki

gengt tveimur (2) embættum, öðrum en embætti ritara og féhirðis. Enginn félagi getur samtímis

þjónað sem embættismaður og meðstjórnandi. Klúbbnum er einnig heimilt að hafa önnur

embætti. Lagaákvæði um nöfn, kjörtímabil og starfsskyldur viðkomandi embætta auk ákvæða

um hvernig skuli staðið að kosningum og vali í þau, skyldu þau losna á starfsárinu, skulu vera

tilgreind á viðeigandi stað í klúbbalögum og/eða samþykktum klúbbsins.

4.2 Skyldur embættismanna klúbbsins skulu vera sem hér segir og eins og tilgreint er í

samþykktum klúbbsins:

•Forseti er framkvæmdastjóri klúbbsins, stjórnar öllum klúbb- og stjórnarfundum og gerir

reglulega grein fyrir störfum sínum.

• Ritari heldur utan um öll skjöl klúbbsins, gerir KI svo fljótt sem auðið er grein fyrir breytingum á

félagatali klúbbsins, skrifar fundargerðir klúbb- og stjórnarfunda. Ef þörf krefur skilar ritari

tilskyldum skýrslum til yfirvalda og gerir klúbbfélögum og -stjórn reglulega grein fyrir störfum

sínum.

• Féhirðir, í umboði stjórnar, annast og gerir grein fyrir öllum klúbbsjóðum, sér um

fjárhagsbókhald klúbbsins, gerir klúbbfélögum og –stjórn reglulega grein fyrir fjárhagsstöðu

klúbbsins.

• Kjörforseti, fráfarandi forseti og varaforseti (ef einhver er) gegna jafnan þeim störfum er undir

embættin heyra eða þeim eru falin af forseta eða stjórn.

4.3 Meðstjórnendur gegna jafnan þeim störfum er undir embættið heyra eða þeim eru falin af

forseta eða stjórn.

 

KAFLI 5. KOSNINGAR OG LAUS EMBÆTTI

5.1 Sérhver embættismaður og meðstjórnandi (og tilnefndir félagar í þessi embætti) verða að

vera virkir klúbbfélagar. Í samræmi við klúbbsamþykktir er, með samþykki viðkomandi, heimilt að

tilnefna til þess hæfan félaga.

5.2 Með tilvísan til klúbbsamþykkta má skipa eða kjósa ritara. Alla aðra embættis- og

stjórnarmenn skal kjósa á aðalfundi klúbbsins. Kosningu skal hagað í samræmi við

klúbbsamþykktir, en meirihluti atkvæða ræður kosningu.

5.3 Í samræmi við klúbbsamþykktir er kjörtímabil forseta, fráfarandi forseta, kjörforseta,féhirðis,

ritara og varaforseta (ef einhverjir eru) eitt (1) eða tvö (2) ár. Kjörtímabil þeirra hefst 1. október ár

hvert. Í samræmi við klúbbsamþykktir getur meðstjórnandi gengt embætti í allt að þrjú (3) ár.

Kjörtímabil hans hefst 1. október.

5.4 Embætti sem losna á starfsárinu:

•Ef embætti forseta losnar á starfsárinu skal velja einn af eftirtöldum:

- fráfarandi forseta

- fyrrverandi forsetum

-varaforseta (ef einhver er)

- kjörforseta, í samræmi við klúbbsamþykktir.

•Ef embætti fráfarandi forseta losnar á starfsárinu skal því gegnt af síðasta forseta sem tilbúinn

og fær er um að gegna embætti.

•Vegna allra annarra embættis- og stjórnarmanna skulu nýjar kosningar fara fram innan sextíu

(60) daga. Skilyrt er að félögum sé kynnt dagsetning fundar og tilnefningar til embættanna með

minnst fjórtán (14) daga fyrirvara. Ef ritari er hinsvegar tilnefndur, skipar forseti með samþykki

stjórnar í hið lausa embætti.

 

KAFLI 6. STJÓRN

6.1 Klúbbstjórn (í lögum þessum nefnd – stjórn!) skipa forseti, fráfarandi forseti, kjörforseti,

féhirðir,ritari, varaforsetar (ef einhverjir) og allir meðstjórnendur.

6.2 Stjórn ber ábyrgð á:

•Almennri stjórnun klúbbsins utan þess sem klúbbfélögum er falið í lögum þessum eða

klúbbsamþykktum.

•Að tryggja að klúbburinn starfi í samræmi við viðeigandi lög og reglugerðir.

•Að skera úr um virkni einstakra félaga í samræmi við samþykktir klúbbsins.

•Að sinna öðrum skyldum sem henni er falið í lögum þessum og samþykktum klúbbsins.

6.3 Meirihluti allrar stjórnar telst ákvörðunarbær meirihluti, en öll mál þurfa meirihlutasamþykkt

nema kveðið sé á um annað í lögum þessum eða samþykktum klúbbsins.

6.4 Stjórn skal funda reglulega á stað þeim og tíma er hún ákveður. Forseti eða meirihluti

stjórnar getur boðað aukafund stjórnar, að því tilskildu að fundurinn, fundarefni, dag- og

tímasetning sé tilkynnt stjórn með minnst fjörtíu og átta (48) tíma fyrirvara. Stjórn getur fundað

og afgreitt mál með hverjum þeim hætti sem gerir öllum þátttakendum kleift að eiga rauntíma

samskipti sín á milli. Þátttaka telst mæting. Hefðbundin fundasköp stjórnar eiga hér við.

Atkvæðagreiðsla skal fara fram með nafnakalli.

6.5 Stjórn er óheimilt að taka ákvarðanir sem stangast á við ákvörðun klúbbfundar. Öllum

ákvörðunum stjórnar má rifta eða breyta með atkvæðum tveggja þriðju(2/3) klúbbfélaga.

Ákvörðun stjórnar um agamál, samanber 7. kafla, er þó hægt að rifta eða breyta með einföldum

meirihluta atkvæða. Atkvæðagreiðsluna skal tilkynna með a.m.k. fjórtán (14) daga fyrirvara.

 

KAFLI 7. AGAMÁL

7.1 Hegðun sem samrýmist ekki því að vera Kiwanisfélagi er skilgreind sem:

•hvers konar hegðun sem samrýmist ekki almennum hegðunarviðmiðum og gengur í berhögg

við eða gæti skaðað álit og orðspor Kiwanishreyfingarinnar.

7.2 Sé félagi í Kiwanisklúbbi skriflega sakaður um hegðun sem samrýmist ekki hegðun

Kiwanisfélaga skal forseti þegar í stað kalla eftir reglum um meðferð slíkra mála frá

umdæmisstjórn/KI og skipa sérstakan rannsóknarmann til að kanna málavexti. Séu sakir bornar

á forseta ber ritara að taka af skarið.

a. ef rannsóknarskýrsla leiðir í ljós að grundvöllur sé fyrir staðhæfingum, ber forseta að

tilkynna viðkomandi félaga það og vísa málinu til stjórnar sem skal halda vitnaleiðslur um

málið. Að þeim loknum ræður stjórn ráðum sínum og kynnir ákvörðun sína um hvort

félaginn hefur eða hefur ekki sýnt af sér „óviðeigandi hegðun“. Byggt á þeirri ákvörðun

grípur stjórn til viðeigandi agaúrræða sem gætu verið: óformleg ráðgjöf, munnleg

áminning, skrifleg áminning, tímabundin eða varanleg svifting embættis eða klúbbaðildar.

Agaúrræði skulu taka mið af alvarleika sakarefna. Klúbbur skal skjalfesta öll agaúrræði

sem gripið er til. Ef félaga er vikið úr klúbbi vegna ósæmilegrar hegðunar skulu

umdæmisstjóra og umdæmisritara tilkynnt það.

b. Ef félaginn (hinn ásakaði félagi) eða rannsóknarmaðurinn telja að einhverju

sé ábótavant í rannsóknar- eða ákvörðunarferlinu getur hvor um sig áfrýjað

ákvörðun stjórnar til klúbbfundar. Fundað skal um áfrýjunina með virkum félögum á til

þess boðuðum fundi. Ákvörðun fundarins um að, staðfesta, snúa við eða breyta

ákvörðun(um) stjórnar skal vera endanleg.

c. Ef einhvern tíma í meðferð málsins vaknar grunur um glæpsamlegt athæfi skal málinu

vísað til viðeigandi yfirvalda.

d. Öll málsgögn, staðreyndir og upplýsingar er snerta rannsóknina, ávörðunina og

áfrýjunina (ef við á) skoðast trúnaðarmál allra þeirra sem koma að ferlinu á hvaða stigi

þess sem er.

e. Klúbbi ber að halda öllum opinberum málsgögnum til haga (ásökunarskýrsla,

rannsóknarskýrsla, fundargögn málskots, stjórnarskýrsla og áfrýjunarskýrsla, ef viða á)

svo lengi sem lög kveða á um. Framkvæmdastjóra KI skal sent afrit af málsgögnum og

þau ber að varðveita sem trúnaðarmál.

7.3 Klúbbur skal beita agaákvæðum gagnvart sérhverjum félaga sem í ljós hefur komið að sýnt

hafi af sér ósæmilega hegðun. Að öðrum kosti má álykta sem svo að klúbburinn fylgi ekki

almennum stöðlum KI og eigi þar með á hættu að verða sviptur stofnskrá sinni eða hún verði

afturkölluð í samræmi við ákvæði alþjóðalaga KI.

7.4 Ef forseti eða meirihluti stjórnar sakar embættismann eða stjórnarmann um að uppfylla ekki

starfsskyldur sínar, skal stjórn rannsaka málið og skera úr um það á fundi sem haldinn skal í það

minnsta fjörtíu og fimm (45) dögum eftir að ásökun kemur fram eða eins fljótt og auðið er.

Skrifleg tilkynning um ásakanir og yfirvofandi rannsókn þeirra og fund með stjórn verður að hafa

borist viðkomandi í það minnsta þrjátíu (30) dögum fyrir fund. Viðkomandi skal leyft að sitja

fundinn og taka til varna. Ef ásökunin er studd atkvæðum tveggja þriðu (2/3) hluta allrar stjórnar

verður embættið kunngert sem laust.

KAFLI 8. FJÁRMÁL

8.1 Fjármuna sem aflað er vegna þjónustuverkefna klúbbsins, sama hvernig þeirra er aflað, má

einungis nýta til þjónustuverkefna. Halda verður aðskilda reikninga vegna styrktarsjóðs og

félagssjóðs.

8.2 Fyrir 15. október skal stjórn samþykkja fjárhagsáætlanir með tekju- og kostnaðarliðum fyrir

styrktarsjóð og félagssjóð og leggja fyrir klúbbfund til afgreiðslu.

8.3 Árlega skal skoða bókhald klúbbsins af a) viðurkenndu bókhaldsfyrirtæki án nokkurra tengsla

við einhvern klúbbfélaga; eða b) skoðunarnefnd, fastanefnd sem skilgreind er í

klúbbsamþykktum. Bókhald klúbbsins skal vera tiltækt til skoðunar af fyrirtækinu eða nefndinni

og, ef þess er óskað, af forseta eða stjórn. Skriflegri skýrslu um skoðun ársreikninga skal skilað

til stjórnar.

8.4 Stjórn ákveður hvernig varðveislu klúbbfjár skal háttað og tilnefnir þann/þá félaga sem

heimild hafa til greiðslu af reikningum klúbbsins.

8.5 Árgjald klúbbfélaga, gjöld og aðrar álögur verða að hljóta samþykki tveggja þriðju (2/3) hluta

klúbbfélaga, svo fremi að fjórtán (14) daga fyrirvari sé hafður á tilkynningu til klúbbfélaga um

atkvæðagreiðslu og tillögur að gjöldunum.

8.6 Klúbbstjórn ber að tryggja tafarlausa greiðslu á öllum álögðum gjöldum til KI, umdæmis og

KI-EF.

8.7 Ef klúbburinn, einhverra hluta vegna, hættir starfsemi, ber klúbbstjórn að ráðstafa

lausafjármunum hans og öðrum eigum í samræmi við umdæmislög. Óskilgreindu fé og eignum

skal ráðstafa til Styrktarsjóðs umdæmisins.

 

KAFLI 9. YFIRVÖLD/STJÓRNVÖLD

9.1 Lög klúbbsins og samþykktir skulu vera í samræmi við landslög.

9.2 Tilvísanir til atriða sem ekki eru skilgreind í lögum þessum má finna í eftirtöldum

forgangsröðuðum gögnum :

•Fyrsta—alþjóðalög KI

•Annað—samþykktir og verklagsreglur KI

•Þriðja —Evrópulög

•Fjórða—Umdæmislög

•Fimmta—almennum fundarsköpum

 

KAFLI 10. LÖG OG SAMÞYKKTIR

10.1 Eftir því sem lagaskylda kveður á um ber innan eins árs (1) frá vígslu klúbbsins, að skrá

hann hjá viðkomandi yfirvöldum og viðhalda slíkri skráningu.

10.2 Þessum klúbblögum er aðeins hægt að breyta til samræmis við Standard Form for Club

Bylaws, eins og þau hafa verið og verða samþykkt af KI. Lagabreytingar má samþykkja með

atkvæðum tveggja þriðju (2/3) hluta klúbbfélaga svo fremi að félögum sé tilkynnt um það með

minnst fjórtán (14) daga fyrirvara. Klúbblög þessi öðlast ekki gildi fyrr en þau hafa hlotið

samþykki KI.

10.3 Ef einhver ákvæði þessara laga reynast ógild, eru önnur ákvæði eftir sem áður í gildi.

10.4 Klúbbnum ber að íhuga og samþykkja þær klúbbsamþykktir sem KI mælir fyrir um og

kveðið er á um í þessum lögum. Það er gert með samþykki tveggja þriðju (2/3) hluta viðstaddra

og atkvæðisbærra klúbbfélaga svo fremi að fjórtán (14) daga fyrirvari sé hafður á tilkynningu um

atkvæðagreiðsluna.

10.5 Klúbbstjórn getur gert frekari klúbbsamþykktir sem ekki eru brot á viðkomandi lögum,

klúbblögum, alþjóðalögum KI og umdæmis- eða Evrópulögum. Allar klúbbsamþykktir skulu hljóta

atkvæði tveggja þriðju (2/3) hluta viðstaddra klúbbfélaga svo fremi að fjórtán (14) daga fyrirvari

sé hafður á tilkynningu um atkvæðagreiðsluna. (ATH: Valkvæðar samþykktir K og L gera ráð

fyrir sérstöku samþykktarferli.)

 

SAMÞYKKT AF KLÚBBI: SAMÞYKKT AF KIWANIS INTERNATIONAL:

Dagsetning samþykktar: ___________ Dagsetning:___________________

Forseti (nafn): ___________________ Af (nafn):_________________________

Undirskrift: ______________________ Undirskrift:_________________________

Ritari (nafn): _____________________________

Undirskrift: _____________________________________

 

Dæmi um samþykktir klúbbs sem fylgja klúbbalögum

KLÚBBSAMÞYKKTIR

KLÚBBAR ATHUGI: Klúbbalög gera ráð fyrir að samþykkja megi klúbbsamþykktir og breyta með

atkvæðum tveggja þriðju (2/3) klúbbfélaga svo fremi að þeim sé tilkynnt um atkvæðagreiðsluna með

fjórtán (14) daga fyrirvara. Tilgangur klúbbsamþykkta er að auðvelda klúbbnum að skilgreina og

tilgreina stjórnunar- og rekstrarþætti sem eiga sérstaklega við um þennan klúbb (þ.e. þau eiga ekki við

um aðra Kiwanisklúbba).

Lögboðnar samþykktir: Klúbburinn verður að taka tillit til samþykkta A, B, C, og D, samþykkja og

senda KI til samþykktar ásamt klúbbalögum.

Valkvæðar samþykktir: Aðrar samþykktir eru einungis settar fram til skoðunar og klúbbnum er frjálst,

en ber engin skylda til, að samþykkja þær. Klúbburinn hefur allan rétt til að gera fleiri samþykktir, svo

fremi að þær brjóti ekki í bága við klúbbalög, alþjóðalög Kiwanis, umdæmislög eða Evrópulög.

Klúbburinn getur t.d. ákveðið að hærra (en aldrei lægra) vægi atkvæða þurfi til samþykktar ákveðinna

mála. Valkvæðar samþykktir þurfa ekki samþykki KI.

Lögboðnar klúbbsamþykktir

A. ÁRGJALD OG ÖNNUR GJÖLD:

B. SKILGREINING VIRKRA FÉLAGA:

C. KJÖRTÍMABIL EMBÆTTIS- OG STJÓRNARMANNA:

D. FYRIRKOMULAG Á KOSNINGU EMBÆTTIS- OG STJÓRNARMANNA:

E. SKOÐURNARNEFND/FJÁRHAGSNEFND:

Valkvæðar samþykktir (TILBÚIN EN RAUNHÆF DÆMI)

F. AÐILDARFLOKKAR:

G. FREKARI SKYLDUR EMBÆTTISMANNA:

H. FASTANEFNDIR:

I. ÖNNUR EMBÆTTI:

J. SÉRSTAKAR ATKVÆÐAGREIÐSUR:

 

PRENTVÆN ÚTGÁFA

 

Nýjustu færslur

Blog Message

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 50 ára !

Skjálfandafélagar verða með opið hús í Kiwanishúsinu að Garðarsbraut 27 sunnudaginn 24 mars n.k. Kl.15:00 Þar verður boðið uppá kaffi o..
Blog Message

Kynningarfundur á Höfn 7 mars 2024 !

Kristjón Elvar Elvarsson forseti hjá Ós setti fund og ræddi hvernig Ós kemur að þessum fundi. Fól svo Stefán Brandi fundarstjórn en Guðmun..
Blog Message

Hekla 60 ára

Kiwanisklúbburinn Hekla hefur verið að halda upp á afmæli sitt um þessar mundir. Klúbburinn var stofnaður 14 janúar 1964 og á afmælisdagin..
Blog Message

Kveðja frá heimsforseta !

Kæru félagar í Kiwanisklúbbnum Heklu Mig langar að senda ykkur mínar bestu afmæliskveðjur í tilefni 60 ára afmælis klúbbs ykkar. Þetta er..
Blog Message

60 ára afmælið Kiwanis á Íslandi. 

Það var prúðbúinn hópur frá Kiwanisklúbbnum Heklu og fulltrúum umdæmisstjórnar ásamt mökum sem komu saman á Bessastöðum í gær 14. Ja..
Meira...