Stöðvum Stífkrampa

Stöðvum Stífkrampa

 The ELIMINATE PROJECT

"Stöðvum Stífkrampa"

Þetta heimsverkefni Kiwanishreyfingarinnar er unnið í samstarfi við UNICEF

 Staða verkefnisinns 18 janúar 2014
Þetta starfsár 2013-14 er hið fjórða sem MNT eða Stífkrampaverkefnið er í gangi í samstarfi Kiwanis International og UNICEF. Þetta er risaverkefni og þeir fjármunir sem safna á eru eitthundrað og tíu milljónir dollara. UNICEF telur að með þessu megi bjarga lífi 129 milljón mæðra og ófæddra barna þeirra. Okkur er ætlað að safna liðlega 400 þús $. Þessi upphæð er ákvörðuð út frá félagafjölda í umdæminu.
Nú eru því aðeins tvö ár eftir af tímanum sem verkefnið á að standa en því lýkur á afmælisárinu 2015, á 100 ára afmæli Kiwanis. Nú veit enginn hvort okkur tekst að safna okkar hlut eða hversu miklu við náum. Það er misjafnt eftir umdæmum hvernig gengur. Sumir eru langt frá markinu meðan aðrir eru búnir að ná því og hafa bætt við. Við höfum nú þegar greitt til söfnuninar 110 þúsund dollara eða sem svara 13,2 miljónum króna. Eitthvað er í pípunum ef svo má segja og allir klúbbar umdæmisins hafa heitið því að greiða sem svarar 2000 kr. á ári pr, félaga. Sú undantekning var í gildi að klúbbar gátu „lágmarkað“ þessa kvöð með því að kaupa silfur eða gullstjörnur og hafa nokkrir klúbbar gert þetta. Þessi samþykkt sjóðsins gilti þó aðeins á síðasta ári og hefur ekki verið framlengd. Styrktarsjóður Kiwanis á Íslandi hefur verið umsjónaraðili með verkefninu fram að þessu. Nú er það breytt.
Það var mín sannfæring að betra væri að hafa sérstak verkefnastjórn en láta stjórn styrktarsjóðsins eftir að vinna að eflingu sjóðsins. Þessu var umdæmisstjóri sammála. Sérstaklega var þetta nauðsynlegt vegna fyrirhugaðs samstarfs við UNICEF á Íslandi. Það varð því að ráði að Óskar Guðjónsson er skráður umsjónaraðili ásamt mér gagnvart Kiwanis International og síðan mynda ásamt okkur þeir Björn Ágúst og Sæmundur Sæmundsson og Guðlaugur Kristjánsson verkefnastjórn sem mun vinna náið með UNICEF. Björn og Sæmundur eru vel inní verkefninu og Guðlaugur einnig vegna Ísgolfsins. Eftir sem áður getur sjóðurinn okkar lagt verkefninu lið með fjárframlögum en um það verður tekin sjálfstæð ákvörðun af stjórn sjóðsins.
Á síðasta starfsári komst á samband við UNICEF á Íslandi um nánara samstarf þar sem þeir voru þegar byrjaðir að safna til verkefnisins m.a. í samstarfi við innflutningsaðila á bleyjum sem láta einhverjar krónur af andvirðinu renna til UNICEF. Á þeim bæ hefur safnast upp mikil reynsla af söfnunum og vinnnubrögð öll til fyrirmyndar. Þeir hafa verið að fara meir
inná að safna með SMS en fjármunir safnast með því að hringja eða senda smáskilaboð í ákveðið númer. Þetta samstarf var kynnt á umdæmisþingi og Kiwanisfélagar almennt jákvæðir fyrir þessu. Ekki lágu þó fyrir nema lauslega hugmyndir um framkvæmd söfnunarinnar. Þó er grunnhugmyndin sú að Kiwanisfélagar kynni söfnunina í sínu bæjarfélagi annars vegar með því að afhenda fólki bækling þar sem fram kemur númerið sem hringja á í og upphæðin sem símtalið kostar ásamt upplýsingum um Stífkrampa og samstarf Kiwanis og UNICEF. Einnig færi fram kynning til fyrirtækja með ítarlegri eða stærri bækling þar sem fyrirtækjum er gefinn kostur á að styrkja verkefnið. Við funduðum með UNICEF á þriðjudag síðasta og höfðum áður fundað með þeim tvisvar eða þrisvar fyrir áramót.
Nú er að verða til frekari mynd á verkefninu og skiptingu í verkþætti og munum við funda með þeim meir á næstu vikum.
Í tengslum við afmæli Heklu nú í janúar fæddist sú hugmynd að setja upp sýningu á fjölförnum stað þar sem kynnt væru verkefni Kiwanisklúbba um landið og gæfust öllum klúbbum kostur á að senda inn efni sem síðan yrði sett upp í ramma líkt og gert er á frímerkjasýningum. Nú þegar hefur þó nokkuð efni borist og er ákveðið að þetta verði sett upp í Kringlunni um miðjan marz og sú sýning marki upphaf átaksins. Fimmtudag,föstudag og laugardag verði sýningin mönnuð Kiwanisfélögum sem létu fólk hafa kynningarefni og upplýsingar um stífkrampa og hvernig fólk getur lagt þessu lið. Einnig er tækifæri til að dreifa kynningarefni um Kiwanishreyfinguna.
Jafnfram yrði haldinn blaðamannafundur þar sem verkefnið yrði kynnt og auglýsingar birtar í framhaldi. Hlutverk Kiwanisfélaga vítt og breitt um landið yrði að koma upplýsingum á framfæri við fólk og fyrirtæki og hvetja fólk til að senda SMS og styrkja söfnunina.
Við þurfum á aðstoð félaga að halda við þetta verkefni sem stendur yfir í raun fram á haust og endapunkturinn myndi verða umdæmisþingi okkar í Kópavogi í september. Við þurfum að fara á svæðisráðstefnur og kynna málið og munum byrja hjá Ægissvæði 15. Febrúar. Við þurfum trúlega að koma á fundi með klúbbum á Freyjusvæði um svipað leiti þar sem ekki er svæðisfundur á dagskrá þar fyrr en seint í apríl. Um þessi mál munum við hafa samráð við umdæmisstjórnafólk eins og raunar allt þetta verkefni. Nú getur enginn gert trúverðugar áætlanir um árangur þar sem við erum að fara inn á nýjar brautir í söfnun. Ef vel tekst til gæti þetta orðið fyrirmynd eða model til næstu K-dagsnefndar sem vonandi verður skipuð fljótlega. Tækifærin eru vissulega til staðar og möguleikar að koma skilaboðum til fólks fjölmargir m.a. um facebook og aðra samfélagsmiðla.
En eins og áður þegar við höfum gengið til sameiginlegra verka skiptir miklu að klúbbar hvetji félaga sína til þátttöku og virkni. Þegar það hefur tekist höfum við unnið afrek. Ég trúi því að við getum það enn.
F.h. umsjónarmanna Ástbjörn Egilsson
 

US$100 milljónir í húsi

 Í ár fögnum við 100. afmælisárstíð Kiwanishreyfingarinnar og töfranna og kraftsins sem býr í tölunni 100. En í dag er talan ekki bara áminning um afturhvarf til fortíðar, heldur um stórt skref fram á við. Í dag hafa safnast meir en US$100 milljónir til Stífkrampaverkefnisins í reiðufé og stuðningsloforðum.  

Þetta þýðir að frá árinu 2010 hefur  Kiwanisfjölskyldan bjargað og varðveitt meira en 55 milljónir lífa. Nú  vantar einungis  US$10 milljónir til að má US$110 milljóna fjáröflunarmarkmiði okkar. Margir héldu að það væri markmið byggt á sandi en raunin og samstilltur kraftur hreyfingarinnar er að leysa annað í ljós.

Fyrir 5 árum skuldbatt hreyfingin sig til ákveðins árangurs.  Núna erum við á barmi þess að breyta sögunni, enn og aftur!  Þegar það augnablik rennur upp ... hvernig ætlar þú þá að láta  minnast þín og klúbbsins þíns í Kiwanissögunni?  Hver er þinn hlutur í þessari stórkostlegu breytingu?

  Enn er nægur tími til þess að láta til sín taka  og vera hluti af breytingunni. Deilið þessum ánægjulegu fréttum með vinum og fjölskyldunni . Tökum svo höndum saman og klárum dæmið!  Látum okkar ekki eftir liggja. [ÓG]

 

Nýr reikningur Stífkrampaverkefnis er :

542-26-7050 og kt. 680303-2820

Allar greiðslur vegna verkefnisins fara á þennan reikning og verið svo væn að setja skýringu við greiðslurnar.
 

 

Tengt efni

 

Heimasíða verkefnisinns http://sites.kiwanis.org/Kiwanis/en/theELIMINATEproject/home.aspx

 

Kynning á MNT verkefninu febrúar 2014

 

Bréf vegna Stífkrampaverkefnisinns mars 2014

 

Bréf vegna Stífkrampaverkefnisinns 16 mars 2014

 

Bréf til klúbba vegna Stífkrampaverkefnid 27 mars 2014

 

www.unicef.is/stifkrampi

 
 
 
 
 
 

Nýjustu færslur

Blog Message

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 50 ára !

Skjálfandafélagar verða með opið hús í Kiwanishúsinu að Garðarsbraut 27 sunnudaginn 24 mars n.k. Kl.15:00 Þar verður boðið uppá kaffi o..
Blog Message

Kynningarfundur á Höfn 7 mars 2024 !

Kristjón Elvar Elvarsson forseti hjá Ós setti fund og ræddi hvernig Ós kemur að þessum fundi. Fól svo Stefán Brandi fundarstjórn en Guðmun..
Blog Message

Hekla 60 ára

Kiwanisklúbburinn Hekla hefur verið að halda upp á afmæli sitt um þessar mundir. Klúbburinn var stofnaður 14 janúar 1964 og á afmælisdagin..
Blog Message

Kveðja frá heimsforseta !

Kæru félagar í Kiwanisklúbbnum Heklu Mig langar að senda ykkur mínar bestu afmæliskveðjur í tilefni 60 ára afmælis klúbbs ykkar. Þetta er..
Blog Message

60 ára afmælið Kiwanis á Íslandi. 

Það var prúðbúinn hópur frá Kiwanisklúbbnum Heklu og fulltrúum umdæmisstjórnar ásamt mökum sem komu saman á Bessastöðum í gær 14. Ja..
Meira...