Umdæmisþing

Umdæmisþing

54. umdæmisþing verður haldið í Þórshöfn í Færeyjum dagana 13. – 14. september 2024

Næsta umdæmisþing verður haldið á Hotel Føroyar í Þórshöfn í september á næsta ári. 
Það var mjög mikill áhugi á heimsókn til Færeyja í september 2021 þegar halda átti þingið þar og þá. Sem því miður þurfti að hætta við á síðustu stundu. En við erum reynslunni ríkari. 
Undirbúningur er hafinn fyrir ferð næsta haust og þó enn sé tími til stefnu væri gott ef við getum fljótlega áttað okkur á mögulegum áhuga. Þ.e.a.s. fá hugmynd um líklegan heildarfjölda frá klúbbum (eðlilega með fyrirvara) til að skipuleggja nánar og undirbúa gistingu og annað ferðaskipulag. Með öðrum, hvort áhuginn er mögulega sambærilegur og var ́21 (yfir 300 skráðir) eða kannski mun minni. 
Þingið verður haldið á Hotel Føroyar og við erum búin fyrir nokkru að láta taka frá þann fjölda herbergja á hótelinu sem var laus. Við erum að tala um góð standard herbergi og til viðbótar nokkur í næsta klassa. Það fer eftir áhuga/þátttöku hvort þetta dugar en ef ekki, þá eru fleiri kostir í boði/fyrir hendi. 
Á þessu stigi er lagt upp með að þátttakendur fari með flugi og inn í ferðaskipulagi er þá rúta frá flugvelli að hóteli í Þórshöfn – og til baka. Tvö flugfélög fljúga á milli Íslands og Færeyja og hafa verið samskipti undanfarið við þau bæði og verður áfram meðan mál skýrast betur. Aðrir mögulegar eru vissulega fyrir hendi og við skoðum það ef áhugi er fyrir því. 
Fyrir tveimur árum var misjafnt hvað þátttakendur hugsuðu sér að vera lengi/gista margar nætur. En gerum ráð fyrir að það séu 2-3 nætur og einhverjir lengur. 
Verð eru enn með fyrirvara þar sem m.a. er verið að horfa til flugáætlana og skipulags og inn í það getur líka spilast áætlaður heildarfjöldi. Þessi verð geta því mögulega breyst, raunar bæði upp eða niður. 


Verð miðað við hjón/tvo í herbergi í: 
2 nætur 204.000
3 nætur 238.000
Innifalið: flug milli landa, flugrúta í Færeyjum, hótel (standard w sea view) með morgunmat. 
Almennir skilmálar eru að óskað verður 20% staðfestingargjalds með skráningum og síðan þurfa greiðslur að berast í maí og júlí – í samræmi við greiðslur til samstarfsaðila. 
Næstu skref. Það er frábært ef klúbbar kynna þessa ferð eins og planið er núna og geta í framhaldinu sent til okkar áætlaðan fjölda – eðlilega með fyrirvara. Þegar við erum komin með áætlaðan heildarfjölda, getum við klárað að setja saman pakkann og þá komin með staðfest verð og sent til frekari kynningar – væntanlega í fyrri hluta janúar. Og um leið opnað fyrir bókanir. 


Gott að fá upplýsingar á netfang gunnar@travelnorth.is og sama þá með ef einhverjar spurningar eru eða ábendingar. 
17. nóvember 2023
Með kærri kveðju,
Gunnar Jóhannesson Framkvæmdastjóri
Sími 894 1470 Scandinavia Travel North ehf Ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi Garðarsbraut 5, 640 Húsavík 

PRENTVÆN ÚTGÁFA

 

______________________________________________________________________________________________________

53. umdæmisþing verður haldið í Reykjanesbæ dagana 15. – 17. september 2023

Dagskrá þingsins

 

53. umdæmisþing Umdæmisins ísland Færeyjar verður haldið í Reykjanesbæ dagana 15. til 17 september 2023, samið hefur verið við Mariott Hótel við Aðalgötu í Reykjanesbæ um gistingu og er búið að opna fyrir pantanir.
Verð á herbergjum er sem hér segir :
Einstaklingsherbergi 22.500kr
Tveggja manna herbergi. 25.000kr
Þingsetning verður á föstudagskvöldi í Keflavíkurkirkju, móttaka í safnaðarheimilinu Kirkjulundi og þingstaður verður í Hljómahöll.
 
Hlökkum til að sjá ykkur:)
Með fylgjandi er bókunarhlekkur fyrir hótelið
 
Thank you for choosing to have your Event with us!
Here's your reservation link your guests can use to make reservations:
 
You will find the information for your online reservation link below. If you have questions or need help with the link, please do not hesitate to ask. We appreciate your business and look forward to a successful event.
Event Summary:
Kiwanis
Start Date: Thursday, September 14, 2023
End Date: Sunday, September 17, 2023
Last Day to Book: Saturday, May 15, 2023
Hotel(s) offering your special group rate:
Courtyard Reykjavik Keflavik Airport for 22,500 ISK per night per single room
Courtyard Reykjavik Keflavik Airport for 25,000 ISK per night per double/twin room
 
 

 

___________________________________________________________


52. umdæmisþing verður haldið á Selfossi dagana 9. – 10. september 2022

 

Hér er þingblaðið með öllum upplýsingum fyrir þingið klikka bara á slóðina !

Þingið verður haldið á Hótel Selfossi, og einnig annað það sem tengist þinginu enda aðstaðan á Hótel Selfossi til fyrirmyndar. Þingsetning verður á föstudagskvöldi í Selfosskirkju, sem er nánast næsta hús við hótelið.    Að þingsetningu lokinni verður opið hús/móttaka á eftir á hótelinu. Búið er að taka allt hótelið frá fyrir Kiwanisfélaga þessa daga, og er hægt að panta herbergi nú þegar, eða fyrir 1. Júlí.  Við bókun þarf að gefa upp nafn og tengja það Kiwanis.  Verð á tveggja manna herbergi er eina nótt er 27.000 kr., en ef bókaðar eru tvær nætur kostar seinni nóttin 20.000 kr. (23.500 kr. hvor nótt).  Þinghald og þingsetning verður með hefðbundnu sniði, er reynt verður að gera allt yfirbragð þingsins, og Galakvöldsins aðeins „léttara“ ef hægt er.  Miðaverð er áætlað að verði um 10.000 kr.  Makaferð á laugadeginum verður í nágrenni hótelsins.

Drög að dagskrá: (endanleg dagskrá kemur í þingblaði)

Föstudagur 9. September :
09.00 – 16.00 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf
09.00 – 10.00  Umdæmisstjórnarfundur
10.00 – 12.00  Fræðsla forseta
12.00 – 13.00  Matathlé
13.00 – 14.00  Aðalfundur Tryggingasjóðs
14.00 – 16.00  Mál-og vinnustofur

  1. Stefnumótun
  2. Hvernig komum við Kiwanis betur á framfæri

           
20.30 – 21.00  Þingsetning í Selfosskirkju
21.00 – 23.00  Opið hús / móttaka á Hótel Selfoss

 

Laugardagur 10. September.:
08.30 – 15.00 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf
09.00 – 11.00 Þingfundi fram haldið á Hótel Selfossi
                        Skýrslur umdæmisstjórnar og nefnda

                        og umræður um þær.
                        Reikningar 2021-2022
                        Fjárhagsáætlun 2022-2023

                        Kjör skoðunnarmanna reikninga
                        Lagabreytingar og ályktanir
                        Samantekt fra föstudeginum
12.00 – 13.00  Matarhlé
13.00 – 16.00  Þingfundi framhaldið.
                        Aðalfundur Styrktarsjóðs

                        Ávörp erlendra gesta
                        K-dagsnefnd
                        Stefnumótunarnefnd

                        Afhending viðurkenninga
                        Staðfesting á kjöri umdæmisstjóra 2022-2023
                        Kynning og kjör á kjörumdæmisstjóra 2022-2023
                        Kynning og kjör á framboði/um á verðandi kjörumdæmisstjóra 2022-2023
                        Staðfesting stjórnar 2022-2023
                        Kynning á umdæmisþingi 2023

                        Kynning á umdæmisþingi 2024
                        Staðarval / staðfesting á umdæmisþingi 2025
                        Önnur mál
16.00               Þingfundi frestað
18.00 – 19.00  Umdæmisstjórnarskipti á Hótel Selfossi.
19.00 – 01.00  Lokahóf- þingslit  á Hótel Selfossi.

                        
                                    


 

51. Umdæmisþing
Kiwanisumdæmisins Ísland - Færeyjar

Þórshöfn í Færeyjum 10 til 11 september 2021

 
Þingstaður er Dansifrøði, sem er við íþróttasvæðið í Þórshöfn
Þingnefnd veitir/sendir upplýsingar um dagskrá þingsins ofl
 
Ferðatilhögun – Flug
 
Atlantic Airways - áætlunarflug milli Keflavíkur og Þórshafnar (Vágar)
Frátekin sæti frá Kef mánudag 6., miðvikudag 8., föstudag 10., og svo til baka mánudag 13. 
Mán og mið er brottför frá Kef 11:40, lending 14:05/10. Fös er 09:00 frá Kef, lending 11:25. *m.v. áætlun A.A. 
Brottför frá Vágar mán 13. er 10:25
Verð (samtals báðar leiðir) er 53.950 á mann. 
Hópabókun, sveigjanleiki t.d. varðandi breytingar. 
 
Ferðatilhögun – Norræna
 
Brottför frá Seyðisfirði er miðvikudaginn 8. kl 20:00, komið til Þórshafnar fimmtudaginn 9. kl 15:00. Og til baka mánudaginn 13, lagt af stað 14:00
Verð frá 65.340 m.v. 2ja manna klefa, án bíls.
.....
(27.4; vegna mikils áhuga/fjölda bókana erum við komin aðeins á bið í bili með ferjuna)
 
Gisting
 
Fyrr í vetur voru forbókuð herbergi á nokkrum gististöðum. 
Fyrirvari er með staðsetningar en nóg pláss til. 
Dæmi á næstu bls – verð eru m.v. eina nótt með morgunmat
Fleiri möguleikar og endilega vera í bandi ef einhverjar séróskir s.s. 3ja manna.
 
Gisting – dæmi
 
Hotel Brandan – handan götunnar frá þingstað. 2ja manna 23.600. (Fullbókað amk í bili)
Hotel Hilton Garden – ca 600 m frá. 2ja manna 26.500 / 1m 21.300
Hotel Hafnia – ca 1,2 km frá, í eldri hlutanum. 2ja manna 21.500 / 1m 12.000
Hotel Streym – ca 1,6 km frá, rétt við höfnina. 2ja manna 24.600 / 1m 21.300
Hotel Föroyar – ca 2,5 km frá, upp á hæð m góðu útsýni, góðar samgöngur. 2ja m 24.700 / 1m 20.900
62N Hotel city center
 
Skoðunarferðir, afþreying og annað
 
Margt að skoða og gera í Færeyjum.
Skoðunarferðir verða í boði í samstarfi við heimaaðila. 
Sendum fljótlega út upplýsingar um þetta.
Fyrir þá sem fljúga – þá erum við með hugmynd um að vera með sérrútu frá flugvellinum til Þórshafnar – stemming og boðin velkomin.
 
Bókanir, skilmálar, greiðslur
 
Bókanir berist til gunnar@travelnorth.is eða í síma 894 1470.
Staðfestingargjald; 20.000 á mann (eða 20% af pakka sem er almenna viðmiðið) greiðist í framhaldi af bókun.
Sérstakur sveigjanleiki í skilmálum varðandi breytingar – umfram það sem hefðbundið er. Þannig t.d. fæst staðfestingargjald endurgreitt ef einhver breyting verður innan ákveðinna tímamarka.
Greiðslur: 0567-26-4207, kennitala 420704-2240
Scandinavia Travel North ehf (daglega notað Travel North) er ferðaskrifstofa staðsett á Húsavík. 
 
              Tengiliður/eigandi: Gunnar Jóhannesson
 
 

 

 


50. Umdæmisþing
Kiwanisumdæmisins Ísland - Færeyjar
18. til 19. september 2020 Hótel Selfoss Selfossi !

Okkar 50 Umdæmisþing var slegið af vegn Covid 19, og einungis var haldinn rafrænn kjörfundur á Bíldshöfða 12 þann 19 september 2020

 


49. Umdæmisþing
Kiwanis umdæmisins Ísland - Færeyjar
20. til 21. september 2019 að Ásvöllum í Hafnarfirði

49. Umdæmisþingið verður haldið í Hafnarfirði daganna 20. og 21. september 2019. 
Þingið verður haldið á Ásvöllum og þar fer fram allt sem tengist þinginu, og sjálft þingið. Þingsetning verður
 í Ástjarnarkirkju og móttaka á eftir á Ásvöllum þá verður einnig galaballið haldið þar á laugardagskvöldinu.
 Ásvellir eru í göngufæri við kirkjuna og hótel Velli og tekur aðeins örfáar mínútur að ganga milli staða.

Búið er að taka frá 21 herbergi á Hótel Völlum og er þegar búið að bóka í 9 herbergi og 9 herbergi eru á bið
til viðbótar, á Hótel Norðurey sem fleiri þekkja sem Hótel Hafnarfjörður er búið að taka frá 18 herbergi. 
Ef fólk hefur áhuga núna að bóka sér herbergi verður það að fara í gegnum nefndina þar sem ekki er enn búið
að ákveða hvernig verður staðið að bókunni hjá hótelunum. En það kemur fljótlega eftir áramótin.

Búið er að hanna fyrstu drög að nafnspjöldum en við erum sammála um að hanna þau sjálf og plasta og spara kostnað. 
Tillögur eru komnar að veislustjóra og hljómsveit og eru þær viðræður að fara í gang. Einn þingnefndarmaður
 hefur tekið að sér að tala við bæjarstjóra Hafnarfjarðar vegna þingsetningar á föstudeginum.

Þingnefnd skipa

Þyrí Marta Baldursdóttir formaður
Vilborg Andrésdóttir Sólborg
Árni Sigurðsson Hraunborg
Haraldur Jónsson Hraunborg
Guðjón Gunnarsson Eldborg
og Gunnar Rafn Einarsson Eldborg

 

Dagskrá 49. umdæmisþings

haldið í Hafnarfirði, 20. – 21. september 2019

 

Föstudagur 20. september  

08:45 - 09:30 Umdæmisstjórnarfundur Ásvöllum
09:00 - 16:00 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf Ásvöllum
10:00 - 12:00 Fræðsla: Jafningjastjórnum

                         Umsjón: Eyþór Eðvarðsson frá Þekkingarmiðlun
12:00 - 13:00 Matur  
13:15 - 15:15 Málstofa: Vandamál Kiwanis, hvað getum við gert betur.
                         Umsjón Eyþór Eðvarðsson frá Þekkingarmiðlun
14:15 - 15:30 Aðalfundur Tryggingarsjóðs Kiwanis Ásvöllum

15:30 – 16:00 Málstofa: Sam og Terry Sekhon verða með erindi um fjölgun félaga.
15:30 - 17:00 Kennsla á gagnagrunn KI og Office 365
                         Þátttakendur hafi með sér tölvu.
20:30 - 21:00 Þingsetning Ásvallakirkju
21:00 - 23:00 Opið hús á Ásvöllum 

 

Laugardagur 21. september 

08:30 - 15:00 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf og í makaferð  
09:00          Þingfundi framhaldið á Ásvöllum

  • •    Skýrslur umdæmisstjórnar og umræður um þær.  
  • •    Samantekt frá málstofu.  
  • •    Reikningar 2018-2019
  • •    Fjárhagsáætlun 2019 – 2020
  • •    Kjör skoðunarmanna reikninga 
  • •    Lagabreytingar og ályktanir 
  • •    Samantekt frá fundi Tryggingarsjóðs

11:00 Hlé á þingfundi

  • •    Styrktarsjóður (aðalfundur) 

 

12:00 – 13:00 Hádegishlé – matur. 

 

 

 

 

13:00 – 16:00 Þingfundi framhaldið  

  • •    Ávörp erlendra gesta  
  • •    Ávarp Forseta KIEF  
  • •    K-dagsnefnd
  • •    Hjálmanefnd  
  • •    Kynningar og markaðsnefnd  
  • •    Stefnumótunarnefnd  
  • •    Fjölgunarnefnd  
  • •    Ferðanefnd
  • •    Staðfesting á kjöri umdæmisstjóra 2019-2020
  • •    Kynning og kjör kjörumdæmisstjóra 2019-2020 
  • •    Kynning og kjör á framboði/um til verðandi kjörumdæmisstjóra 2019-2020
  • •    Staðfesting stjórnar 2019-2020  
  • •    Kynning á umdæmisþingi 2020 
  • •    Staðarval umdæmisþings 2022
  • •    Afhending viðurkenninga  
  • •    Önnur mál  

 

16:00         Þingfundi frestað  

18:00 - 19:00    Umdæmisstjórnarskipti Ásvöllum

19:00 - 01:00    Lokahóf, þingslit og dansleikur Ásvöllum

 

PRENTVÆN ÚTGÁFA

 


 

48. Umdæmisþing
Kiwanis umdæmisins Ísland - Færeyjar
21. til 22. september 2018 í Mosfellsbæ

Okkar 48 Umdæmisþing hefur verið valinn staður í Mosfellsbæ og mun fara fram dagana 21 til 22 september. Þingnefnd hefur hafið störf undir sjórn Sigurðar Skarphéðinssonar. Fræðsla Embættismanna mun fara fram í Hlégarði þann 21 september, en þinghald mun fara fram í Hégarði ásamt Galaballi þar sem gengið hefur verið frá því að hljómsveitin Blek og Byttur munu leika fyrir dansi. Setning þingsins mun síðan fara fram í Lágafellskirkju.

 

Dagskrá 48 umdæmisþings.

Föstudagur 21. september

08:45 – 09:30 Umdæmisstjórnarfundur í Kiwanishúsinu Mosfellsbæ
09:00 – 16:00 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf Hlégarði
09:30 – 11:30 Fræðsla ritara í aðalsal Hlégarði
10:00 – 11:30 Fræðsla forseta í Kiwanishúsinu Mosfellsbæ
10:00 – 11:30 Fræðsla féhirða í sal B í Hlégarði
11:30 – 12:30 Hádegishlé
12:30 – 14:00 Kynning og kennsla á Office 365 í aðalsal Hlégarði
14:15 – 15:30 Aðalfundur Tryggingarsjóðs Kiwanis í Kiwanishúsinu Mosfellsbæ
14:15 – 15:30 Málstofa – Stefnumótun umdæmisins og Formúlan í aðalsal Hlégarði
14.15 – 15.30 Málstofa – Ný persónuverndarlög í sal B Hlégarði
14:15 – 15:30 Málstofa – K-dagur 2019 í setustofu Hlégarði
20:30 – 21:00 Þingsetning í Lágafellskirkju
21:00 – 23:00 Opið hús í húsnæði björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ  

Laugardagur 22. september

08:30 – 15:00 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf og í makaferð
09:00 Þingfundur í Hlégarði

  • Skýrslur umdæmisstjórnar og umræður um þær.
  • Samantekt frá málstofum.
  • Reikningar 2016-2017
  • Fjárhagsáætlun 2018 - 2019
  • Kjör skoðunarmanna reikninga
  • Lagabreytingar og ályktanir
  • Samantekt frá fundi Tryggingasjóðs.

11:30 Hlé á þingfundi

Aðalfundur Styrktarsjóðs

12:00 – 13:00 Hádegishlé.
13:00 Þingfundi framhaldið

  • Ávörp erlendra gesta
  • Ávarp kjörforseta KIEF
  • K-dagsnefnd
  • Hjálmanefnd
  • Kynningar og markaðsnefnd
  • Stefnumótunarnefnd
  • Fjölgunarnefnd
  • Ferðanefnd
  • Staðfesting á kjöri umdæmisstjóra 2018-2019
  • Kynning og kjör kjörumdæmisstjóra 2018-2019
  • Kynning og kjör á framboði/um til verðandi kjörumdæmisstjóra 2018-2019
  • Staðfesting stjórnar 2018-2019
  • Kynning á umdæmisþingi 2019
  • Staðarval umdæmisþings 2021
  • Afhending viðurkenninga
  • Evrópuþing 2019
  • Önnur mál

16:00 Þingfundi frestað

18:00 - 19:00 Umdæmisstjórnarskipti í Kiwanishúsinu í Mosfellsbæ

19:00 - 02:00 Lokahóf, þingslit og dansleikur í Hlégarði.

 

PRENTVÆN ÚTGÁFA

 

Gagnlegar upplýsingar

Gisting:

 

Hótel Laxnes Mosfellsbæ sem er í göngufæri við Hlégarð býður 26 tveggja manna herbergi fyrir kr. 25.000 nóttina með morgunmat. Teknar hafa verið frá aðfararnætur 21. – 23. september. Panta þarf fyrir 15. júní til að njóta þessa verðs og tryggja sér herbergi.

 

Hótel Smári Hlíðarsmára 13, Kópavogi býður eins manns herbergi á kr. 16.900 en tveggja manna herbergi fyrir kr. 19.900. Panta þarf fyrir 15. maí til að njóta þessa verðs og tryggja sér herbergi.

 

Reykjadalur í Mosfellsdal. Um er að ræða svefnpokapláss í sumarbúðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, samtals 13 herbergi með frá einu rúmi upp í sex rúm í herbergi, þar af 3 með kojum. Sameiginlegt baðherbergi. Þeim sem þar gista býðst afnot af eldhúsi, borðstofu, heitum potti og sundlaug. Verðið er mjög hóflegt kr. 4.500 nóttin fyrir rúmið miðað við tvo í herbergi. Styrktarfélagið lítur á svo á að greiðsla fyrir herbergin sé styrkur til Reykjadals. Geta því klúbbar greitt leiguna úr styrktarsjóði, ef þeim sýnist svo. Gistingu í Reykjadal þarf að panta hjá Sigurði formanni þingnefndar á netföng: thingnefnd@kiwanis.is eða traktor@simnet.is fyrir 1. september.

 

Þingsetning.

Þingsetning verður í Lágafellskirkju með hefðbundnu sniði föstudagskvöldið 21. september.

 

Vinakvöld.

Vinakvöld að lokinni þingsetningu verður í húsakynnum Björgunarsveitarinnar Kyndils að Völuteig 23, Mosfellsbæ. Í boði verða léttar veitingar.

 

Lokahóf – Galaball.

Lokahófið verður í Hlégarði á laugardagskvöldinu. Miðaverðið er 9.500 krónur. Veislustjóri verður Guðni Ágústsson fv. ráðherra.

 

Þetta er árshátíð okkar Kiwanisfélaga og því opið öllum Kiwanisfélögum, ekki bara þingfulltrúum. Hvetjum við því sem flesta Kiwanisfélaga að mæta á góða skemmtun og njóta góðs matar og veitinga. Þar sem aðeins eru í boði 150 miðar er vissara að panta miða tímanlega eða í síðasta lagi 20. september. Miðana má panta hjá Sigurði formanni þingnefndar á netfangið thingnefnd@kiwanis.is eða traktor@simnet.is

Snyrtilegur klæðnaðu á Galaballi.

 

 

 


47.Umdæmisþing
 Kiwanis umdæmisins Ísland - Færeyjar
22. til 23. september 2017 á Akureyri

Ákveðið er að 47. Umdæmisþing Íslenska og Færeyska Kiwanisumdæmisins verði haldið á Akureyri 22.-23. september 2017. Búið er að skipa undirbúningsnefnd og í henni eru, Kristinn Örn Jónsson, Helgi Pálsson og Stefán Jónsson allir félagar í Kaldbaki á Akureyri. Við teljum gott að vera 3 í nefndinni til að byrja með en e.t.v. verður fjölgað þegar nær dregur og Kiwanisfélagar í okkar klúbbi og nágranna klúbbum virkjaðir. Nefndin hefur fundað nokkrum sinnum og unnið ýmsa frum undirbúningsvinnu svo sem að panta þingstað, gistingu og leggja drög að veitingum. 

Þingstaður: Við höfum valið Íþróttahöllina á Akureyri sem þingstað. Höllin hentar vel í svona verkefni og er vinsæl af félagasamtökum og fyrirtækum fyrir árhátíðir og ráðstefnur. Hún hefur margar vistarverur uppá að bjóða, bæði litlar og stórar. Aðalsalinn getum við haft af þeirri stærð sem okkur hentar bæði fyrir þingið sjálft og lokahófið. Margir minni salir eru til notkunar á fræðslu og málstofum ýmiskonar. Við reiknum með að geta haft allt þingjaldið á þessum eina stað. 

Gisting. Á Icelander Hótel (akureyri@icehotels.is) hafa verið tekin frá 40 herbergi. Verð fyrir 2.gja manna er kr. 29.900 og einsmanns 27.900 með morunverði. Hótelið er glæsilegt í alla staði með góðum veitingastöðum sem eru rómaðir af íbúum og gestum bæjarins. Það er mjög vel staðsett í hjarta bæjarins, að minnstakosti finnst okkur Brekkubúum það því þetta er eina hótelið á okkar svæði. Þingstaðurinn okkar er hinu megin við götuna þannig að það hentar mjög vel fyrir þá sem lítið vilja nota bíl. Ekki skemmir að ,,happyhour” er alltaf á föstudögum milli 17 og 19. Bóka þarf fyrir 1. maí 2017 

Hótel Kjarnalundur: (info@kjarnalundur.is) Það er staðsett í jaðri Kjarnaskógar 4,9 kílometra frá þingstað sem tekur 6 mínútut að aka. Það skal tekið fram að þessi tímamæling var tekin af ökukennara og því alltaf ekið á löglegum hraða. Þetta er nýstandsett Hótel með 59 vel búnum og huggulegum herbergjum. Við pöntuðum allt hótelið 59 herbergi og fengum þau á frábæru verði kr. 11.500 pr. nótt með morgunverði. Þetta verð miðast við að við fyllum hótelið og tökum 3 nætur, aðfararnótt föstud.-laugard. og sunnudags. Ef við 

 

fyllum ekki staðinn þessar 3 nætur hækkar gjaldið um 20-25%. Bóka þarf fyrir 1. maí 2017. Reiknað er með rútuferðum milli þessa hótels og þingstaðar. Eins og fyrr segir er hótelið staðsett í Kjarnaskógi með fallegu útsýni yfir Eyjafjörðinn og flugvallarsvæðið. Skógurinn skartar væntanlega sínum fegurstu haustlitum á þessum tíma í margrómaðri haustkyrrðinni á Akureyri. 

Gistiheimili: þá er í boði gisting hjá Sæluhúsum sem eru með íbúðir með og án potts. Þarna getur verið um 7 hús, 14 studioíbúðir með potti og 18 án potts. Þar er verðið svolítið rokkandi eftir hvernig gistingu hver velur. (info@saeluhus.is) Þessi hús eru nýleg og mjög vel staðsett fyrir þinggesti í þægilegu göngufæri við þingstaðinn. Þarna er um að ræða góða gistiaðstöðu, vel búið og á mjög góðu verði. Eins og á hinum gististöðunum þarf að ganga frá bókun fyrir 1.maí. Haft verður samband við einhver fleiri gistiheimili sem hægt er að vísa á ef einhverjir vilja nota slíka gistingu. Einnig er ógrynni af orlofsíbúðum í bænum og margir notfæra sé þær ábyggilega. Við munum fylgjast með og bæta við gistiaðstöðu ef þurfa þykir. (Sem vonandi verður) 

Við könnuðum stöðuna með gistinguna nú fyrir skömmu og kom í ljós að Hótel Kjarnalundur er að verða full bókað, 5-7 herbergi laus en lítið sem ekkert bókað hjá Icelander Hótel. Sæluhúsin eru nýlega komin inn þannig að ekki er byrjað að bóka þar en töluvert spurst fyrir um gistingu og hér eftir er allt opið með bókanir. Við erum þarna með samtals í boði gistingu sem samsvarar milli 140 og 150 tveggjamannaherbergjum. Það er okkur mikil hvatning til góðara verka að svo margir eru búnir að bóka sig í gistingu með svo löngum fyrirvara. 

Veitingar: Frumkönnun hefur farið fram og komnar hugmyndir varðandi verð og matseðla fyrir þingið. 

Við í nefndinni höfum fengið spurningar um hvort það þurfi virkilega heila íþróttahöll til að halda þingið okkar. Svar okkar er að við erum ekki með alla Höllina en þó stóran hluta hennar. Eins og áður segir eru þar nægar vistarverur til að funda, hvort sem um fjölmenna eða fámenna fundi er að ræða. Þar er einnig kaffitería sem menn geta sest niður og slappað af frá þingstörfum ef svo vill verkast. Góð aðstaða er þarna fyrir allt sem viðkemur þinghaldinu og hægt að hafa allt á sama staðnum. Einn galli er þó á þessu og hann er sá að þetta kostar peninga, nokkuð mikla peninga. Ég sem hér stend er ekki talsmaður þess að eyða peningum í óþarfa. En ég tel að sá mikli sparnaður og sparnaðarumræða undanfarin mörg ár hafi skaðað hreyfinguna okkar. Við eigum að bera höfuðið hátt og reka okkar félagsskap af reisn. Þess vegna viljum við í Þingnefndinni leggja okkar lóð á vogarskálar og gera Umdæmisþingið að veglegri hátíð sem 

 

menn sækjast eftir að koma á og njóta. En allt kostar þetta peninga. Umdæmisþingin undanfarin ár hafa litast töluvert af þessari sparsemi og goldið fyrir það. Ég held að flestir sjái að það þurfi að lyfta þessu á aðeins hærra plan, bæði hvað aðstöðu varðar og alla umgjörð, einnig er sorglegt að sjá hvernig klæðaburður sumra sem sækja lokahófið er. Það er ekki boðlegt að menn mæti þar í gallabuxum, íþróttaskóm og bol eins og dæmi er um. Ég er þess fullviss að ekki eru allir sammála mér í þessum efnum sem ég hef minnst á hér að ofan og er öll umræða af hinu góða. Gott væri ef þið sem hér eruð kynntu þetta í ykkar klúbbum og við í þingnefndinni sendum svo upplýsingar í alla klúbba eftir áramót. Væntanlega koma upplýsingar frá Þingnefndinni á heimasíðu Kiwanis fljótlega. 

Umdæmisþing sem haldin hafa verið á Akureyri í gegnum tíðina hafa heppnast vel og verið góð mæting Kiwanisfélaga. Síðast þegar þing var haldið fyrir norðan voru um 400 manns á lokahófinu. Við Kiwanisfélagar hér fyrir norðan göngum glaðir og fullir eldmóðs til verka við undirbúninginn og vonum að fjölmennt verði hjá okkur og allir sem sækja þingið eigi góða og notarlega dvöl á Akureyri í september 2017. 

F.h. Umdæmisþingnefndar Kristinn Örn Jónsson, formaður 

 

Dagskrá 47. umdæmisþings
haldið á Akureyri, 22. – 23. September  2017. 
 
Föstudagur 22. september:
09:30 – 10:00 Umdæmisstjórnarfundur i sal Íþróttahallar
09:00 – 16:00 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf 
10:00 – 12:00 Fræðsla í sölum Íþróttahöllinni Akureyri
                       10:00 - 10:30 Fræðsla (forseta – ritarar – féhirðar saman)
                       10:30 - 12:00 Fræðsla forseta (fyrri hluti)
                                                   „         ritara   
                                                   „         féhirðar
12:00 - 12:30  Matur
12:30 - 13:30 Fræðsla forseta framhald- Ritarar - félagatal og mánaðarskýrslur   
13:30 - 14:30  Aðalfundur Tryggingarsjóðs umdæmisins
14:30 - 15:30  Málstofa - Stefnumótun umdæmisins       
14:30 - 15:30  Kynning - Office 365 
15:30 - 16:30  Málstofa - Formúlan
15:30 - 16:30  Málstofa – Ásýnd Kiwanis - Fagmennska í framsetningu efnis
20:30 - 21:00  Þingsetning í Akureyrarkirkju
21:00 - 23:00  Opið hús í Íþróttahöllinni
 
Laugardagur 23. september :
13:00 – 15:00 Office 365. Hliðarsal
08:45 – 15:00 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf
09:00 – 12:00 Þingfundi framhaldið Íþróttahús
  Skýrslur umdæmisstjórnar og umræður um þær.
  Samantekt frá málstofum. 
  Reikningar 2015-2016 
  Fjárhagsáætlun 2017- 2018
Kjör skoðunarmanna reikninga
Laga og ályktunarnefnd
Lagabreytingar og ályktanir
Styrktarsjóður umdæmis
Tryggingarsjóður umdæmis  
12:00 – 13:00 Hádegishlé – matur 
13:00 – 16:00 Þingfundi framhaldið
  Ávörp erlendra gesta
  Kjörforseti Kiwanis Evrópu
  K-dagur
  Hjálmanefnd
  Kynningar og markaðsnefnd
  Stefnumótun til fimm ára 
  Staðfesting á umdæmisstjóra 2017-2018
  Kynning og kjör kjörumdæmisstjóra 2017-2018
  Kynning og kjör á framboði/um til  verðandi kjörumdæmisstjóra 2017-2018
  Staðfesting stjórnar 2017-2018
  Ferðanefnd 
  Kynning á umdæmisþingi 2018
  Staðarval umdæmisþinga 2019 og 2020
  Afhending viðurkenninga
  Önnur mál
16:00 Þingfundi frestað
19:00 – 02:00 Lokahóf Íþróttahöllinni.
Hátíðarkvöldverður,  ávörp , skemmtiatriði, þingslit, dansleikur.
 
Sunnudagur 24. september :
11:00-12:30 Umdæmisstjórnarskipti í Kiwanissal Kaldbaks, Óseyri 6. Akureyri.
 
 
 

Makaferð

 

Í tengslum við Umdæmisþingið á Akureyri verður ferð fyrir maka Kiwanisfélaga laugardaginn 23.09. Farið verður í rútu frá Íþróttahöllinni kl. 13.00 og  Hótel Kjarnalundi kl. 13.15. Ekið verður um innanverðan Eyjafjörð með viðkomu í Smámunasafninu sem er einstakt í sinni röð, Jólagarðinum og fleiri áhugaverðum stöðum. Veitingar verða á áningastöðum og kostar ferðin aðeins kr. 2.000. Við hvetjum fólk til að nota sér þessa einstöku ferð og skoða Eyjafjörðinn í allri sinni dýrð. Áætlað er að ferðin taki 2 – 2 1/2 klukkutíma.  


Þingnefndin

PRENTVÆN ÚTGÁFA HÉR

 

 

 


46.Umdæmisþing
 Kiwanis umdæmisins Ísland - Færeyjar
13. til 14. maí 2016 í Reykjavík

46 Umdæmisþing Kiwanis föstudag 13 maí kl. 9.00 opið hús Ferðafélagsalnum Mörkinn 6 tekið á móti klúbbfánum og byrjað að afhenda fulltrúum gögnin sín. 

Fræðsla byrjar kl.10.00 matarhlé kl.12.00 fræðslu lok kl.14.00 Málstofa kl.14.10 til kl. 16.30.

 

Þingsetning verður í Grafavogskirkju kl. 20:30 föstudagskvöldið 13. maí, dagskrá verður hefðbundin. 
Að setningu lokinni verður opið hús í sal Ferðafélagsins Mörkinni 6, þar sem Kiwanisfélagar og gestir geta fengið sér hressingu undir ljúfum tónum frá harmonikku spilaranum Gunnari Kvaran fyrrum Kiwanisfélaga. 

Þeir Kiwanisfélagar og gestir sem gista á Hótel Smára er boðin rútuferð frá Hótel Smára að Grafarvogskirkju og síðan að Mörkinni 6 eftir þingsetningu og heim aftur á Hótel.

Boðið verður upp á makaferð laugardaginn 14. maí kl. 13.00. Lagt verður af stað frá Ferðafélags salnum Mörkinni 6, farið verður á Þjóðminjasafnið. Þar eru eftirfarandi sýningar; ”Vinnandi folk - ASÍ í 100 ár”, ”Hvað er svona merkilegt við það? - Störf kvenna í 100 ár”, ” Bláklædda konan

Lokahóf verður haldið laugardagskvöldið 14. maí í sal Ferðafégsins Mörkinni kl.19.00. Miðar á Lokahófið verða seldir í afgreiðslunni á Þinginu. Rúta sækir gesti á Hótel Smára á lokahófið. Innifalið í aðgöngumiða er happdrættismiði og í vinning verða nokkrar léttvínsflöskur. Boðið verður upp á forréttarsprengju, hlaðborð með lambi og kalkún og að lokum kaffi með afmælistertu í tilefni 40 ára Kiwanisklúbbsins Bása Ísafirði og 50 ára Kiwanisklúbbsins Kötlu í Reykjavík. 

Boðið verður upp á skemmtiefni Bjarni Ara og dans í lokin og mun hljómsveitin Upplyfting sjá um að leika fyrir dansi.

 Hótel Smári er með sér tilboð á gistingu 12. 13. .14.maí 2016 bóka þarf fyrr en 15 janúar 2016 fyrir Kiwanisfélaga sími 5881900. Einsmanns herbergi kr. 12.900 per dag. Tveggja manna kr. 15.900 per dag og þriggja manna herbergi kr. 19.700 per dag verð með morgunverði. Endilega að panta sem
 

fyrst.Hótel Laxnes lofaði að veita afslátt á gistingu.


 

Dagskrá 46. umdæmisþings

haldið í Reykjavík, 13. – 14. Maí  2016

 

 

Föstudagur 13. Maí:

09:00 – 11:00 Umdæmisstjórnarfundur Bíldshöfða

10:00 – 16:00 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf 

10:00 – 14:00 Fræðsla sal Ferðafélags Íslands Mörkinni 6

                       10:00 – 11:00 Fræðsla (forseta – ritarar – féhirðar saman)

                       11:00 -  12:00 Fræðsla forseta (fyrri hluti)

                                                   „         ritara   (fyrri hluti)

                                                   „         féhirða

12:00 – 12:30  Matur

12:30 -  14:00 Fræðsla forseta frh.

12:30 -  13:30 Fræðsla ritara frh.                        

14:10 - 16:30 Málstofa   Kynningar og Markaðsmál

20:30 – 21:00 Þingsetning í Grafarvogskirkju

21:00 – 23:00 Opið hús

 

Laugardagur 14. Maí :

08:45 – 15:00 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf

09:00 – 12:00 Þingfundi framhaldið Salur FI Mörkinni  6

  • •    Skýrslur umdæmisstjórnar og umræður um þær.
  • •    Niðurstöður umræðurhópa. 
  • •    Reikningar 2014-2015
  • •    Fjárhagsáætlun 2016- 2017
  • •    Kjör skoðunarmanna reikninga
  • •    Lagabreytingar og ályktanir

   Aðalfundur Styrktarsjóðs umdæmisins

12:00 – 13:00 Hádegishlé – matur 

13:00 – 16:00 Þingfundi framhaldið

  • •    Ávörp erlendra gesta
  • •     Kynning á K-degi 
  • •    Staðfesting á umdæmisstjóra 2016-2017
  • •    Kynning og kjör kjörumdæmisstjóra 2016-2017
  • •    Kynning á framboði/um til  verðandi kjörumdæmisstjóra 2016-2017
  • •    Staðfesting stjórnar 2016-2017
  • •    Kynning á umdæmisþingi 2017
  • •    Staðarval umdæmisþings 2019
  • •    Afhending viðurkenninga
  • •    Önnur mál

16:00 Þingfundi frestað

19:00 – 02:00 Lokahóf.

Hátíðarkvöldverður,  ávörp , skemmtiatriði,

þingslit, dansleikur.


PRENTVÆN ÚTGÁFA

 

 

 







 

Búið er að senda fundarboð og kjörbréf til allra klúbba með tölvupósti fyrir umdæmisþing 13 til 14 maí 2016. 

Eindagi að skila kjörbréfi og greiðslu þinggjalda er 1 mars 2016 

Endilega að láta vita ef gögnin hafa ekki borist til ykkar forsetar !

 46 Umdæmisþingnefnd 
Jóhannes formaður síma 6944772  netfang jkg48@simnet.is


 

ÞINGBLAÐ KIWANISFRÉTTA

Eins og ykkur ætti að vera kunnugt hef ég tekið að mér að sjá um þingblaðið þetta árið. Ég er búin að taka tilboði frá Stapaprent í Keflavík sem er mjög hagstætt.

 

Prentsmiðjan þarf að fá allt efni í síðasta lagi 15 apríl svo hægt verði að koma blaðinu í póst frá okkur 9.maí svo það berist Kiwanisfélögum fyrir þing

Bið ykkur vinsamlegast um að virða þessi tímamörk og senda allt á netfangið mitt eigi síðar en 13. apríl þar sem ég þarf að fara yfir allt og koma í prentsmiðjuna í tæka tíð.

 

Bestu kveðjur og ósk um gott samstarf

Þyrí

KLIKKA HÉR TIL AÐ SENDA EFNI Í BLAÐIÐ

 

 

Eldri þing
 
42. Umdæmisþing í Reykjanesbæ 14 - 16 september 2012
41.Umdæmisþing Höfn 23-24 sept 2011

Nýjustu færslur

Blog Message

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 50 ára !

Skjálfandafélagar verða með opið hús í Kiwanishúsinu að Garðarsbraut 27 sunnudaginn 24 mars n.k. Kl.15:00 Þar verður boðið uppá kaffi o..
Blog Message

Kynningarfundur á Höfn 7 mars 2024 !

Kristjón Elvar Elvarsson forseti hjá Ós setti fund og ræddi hvernig Ós kemur að þessum fundi. Fól svo Stefán Brandi fundarstjórn en Guðmun..
Blog Message

Hekla 60 ára

Kiwanisklúbburinn Hekla hefur verið að halda upp á afmæli sitt um þessar mundir. Klúbburinn var stofnaður 14 janúar 1964 og á afmælisdagin..
Blog Message

Kveðja frá heimsforseta !

Kæru félagar í Kiwanisklúbbnum Heklu Mig langar að senda ykkur mínar bestu afmæliskveðjur í tilefni 60 ára afmælis klúbbs ykkar. Þetta er..
Blog Message

60 ára afmælið Kiwanis á Íslandi. 

Það var prúðbúinn hópur frá Kiwanisklúbbnum Heklu og fulltrúum umdæmisstjórnar ásamt mökum sem komu saman á Bessastöðum í gær 14. Ja..
Meira...