Umdæmisþing

Umdæmisþing

 

47.Umdæmisþing
 Kiwanis umdæmisins Ísland - Færeyjar
22. til 23. september 2017 á Akureyri

Ákveðið er að 47. Umdæmisþing Íslenska og Færeyska Kiwanisumdæmisins verði haldið á Akureyri 22.-23. september 2017. Búið er að skipa undirbúningsnefnd og í henni eru, Kristinn Örn Jónsson, Helgi Pálsson og Stefán Jónsson allir félagar í Kaldbaki á Akureyri. Við teljum gott að vera 3 í nefndinni til að byrja með en e.t.v. verður fjölgað þegar nær dregur og Kiwanisfélagar í okkar klúbbi og nágranna klúbbum virkjaðir. Nefndin hefur fundað nokkrum sinnum og unnið ýmsa frum undirbúningsvinnu svo sem að panta þingstað, gistingu og leggja drög að veitingum. 

Þingstaður: Við höfum valið Íþróttahöllina á Akureyri sem þingstað. Höllin hentar vel í svona verkefni og er vinsæl af félagasamtökum og fyrirtækum fyrir árhátíðir og ráðstefnur. Hún hefur margar vistarverur uppá að bjóða, bæði litlar og stórar. Aðalsalinn getum við haft af þeirri stærð sem okkur hentar bæði fyrir þingið sjálft og lokahófið. Margir minni salir eru til notkunar á fræðslu og málstofum ýmiskonar. Við reiknum með að geta haft allt þingjaldið á þessum eina stað. 

Gisting. Á Icelander Hótel (akureyri@icehotels.is) hafa verið tekin frá 40 herbergi. Verð fyrir 2.gja manna er kr. 29.900 og einsmanns 27.900 með morunverði. Hótelið er glæsilegt í alla staði með góðum veitingastöðum sem eru rómaðir af íbúum og gestum bæjarins. Það er mjög vel staðsett í hjarta bæjarins, að minnstakosti finnst okkur Brekkubúum það því þetta er eina hótelið á okkar svæði. Þingstaðurinn okkar er hinu megin við götuna þannig að það hentar mjög vel fyrir þá sem lítið vilja nota bíl. Ekki skemmir að ,,happyhour” er alltaf á föstudögum milli 17 og 19. Bóka þarf fyrir 1. maí 2017 

Hótel Kjarnalundur: (info@kjarnalundur.is) Það er staðsett í jaðri Kjarnaskógar 4,9 kílometra frá þingstað sem tekur 6 mínútut að aka. Það skal tekið fram að þessi tímamæling var tekin af ökukennara og því alltaf ekið á löglegum hraða. Þetta er nýstandsett Hótel með 59 vel búnum og huggulegum herbergjum. Við pöntuðum allt hótelið 59 herbergi og fengum þau á frábæru verði kr. 11.500 pr. nótt með morgunverði. Þetta verð miðast við að við fyllum hótelið og tökum 3 nætur, aðfararnótt föstud.-laugard. og sunnudags. Ef við 

 

fyllum ekki staðinn þessar 3 nætur hækkar gjaldið um 20-25%. Bóka þarf fyrir 1. maí 2017. Reiknað er með rútuferðum milli þessa hótels og þingstaðar. Eins og fyrr segir er hótelið staðsett í Kjarnaskógi með fallegu útsýni yfir Eyjafjörðinn og flugvallarsvæðið. Skógurinn skartar væntanlega sínum fegurstu haustlitum á þessum tíma í margrómaðri haustkyrrðinni á Akureyri. 

Gistiheimili: þá er í boði gisting hjá Sæluhúsum sem eru með íbúðir með og án potts. Þarna getur verið um 7 hús, 14 studioíbúðir með potti og 18 án potts. Þar er verðið svolítið rokkandi eftir hvernig gistingu hver velur. (info@saeluhus.is) Þessi hús eru nýleg og mjög vel staðsett fyrir þinggesti í þægilegu göngufæri við þingstaðinn. Þarna er um að ræða góða gistiaðstöðu, vel búið og á mjög góðu verði. Eins og á hinum gististöðunum þarf að ganga frá bókun fyrir 1.maí. Haft verður samband við einhver fleiri gistiheimili sem hægt er að vísa á ef einhverjir vilja nota slíka gistingu. Einnig er ógrynni af orlofsíbúðum í bænum og margir notfæra sé þær ábyggilega. Við munum fylgjast með og bæta við gistiaðstöðu ef þurfa þykir. (Sem vonandi verður) 

Við könnuðum stöðuna með gistinguna nú fyrir skömmu og kom í ljós að Hótel Kjarnalundur er að verða full bókað, 5-7 herbergi laus en lítið sem ekkert bókað hjá Icelander Hótel. Sæluhúsin eru nýlega komin inn þannig að ekki er byrjað að bóka þar en töluvert spurst fyrir um gistingu og hér eftir er allt opið með bókanir. Við erum þarna með samtals í boði gistingu sem samsvarar milli 140 og 150 tveggjamannaherbergjum. Það er okkur mikil hvatning til góðara verka að svo margir eru búnir að bóka sig í gistingu með svo löngum fyrirvara. 

Veitingar: Frumkönnun hefur farið fram og komnar hugmyndir varðandi verð og matseðla fyrir þingið. 

Við í nefndinni höfum fengið spurningar um hvort það þurfi virkilega heila íþróttahöll til að halda þingið okkar. Svar okkar er að við erum ekki með alla Höllina en þó stóran hluta hennar. Eins og áður segir eru þar nægar vistarverur til að funda, hvort sem um fjölmenna eða fámenna fundi er að ræða. Þar er einnig kaffitería sem menn geta sest niður og slappað af frá þingstörfum ef svo vill verkast. Góð aðstaða er þarna fyrir allt sem viðkemur þinghaldinu og hægt að hafa allt á sama staðnum. Einn galli er þó á þessu og hann er sá að þetta kostar peninga, nokkuð mikla peninga. Ég sem hér stend er ekki talsmaður þess að eyða peningum í óþarfa. En ég tel að sá mikli sparnaður og sparnaðarumræða undanfarin mörg ár hafi skaðað hreyfinguna okkar. Við eigum að bera höfuðið hátt og reka okkar félagsskap af reisn. Þess vegna viljum við í Þingnefndinni leggja okkar lóð á vogarskálar og gera Umdæmisþingið að veglegri hátíð sem 

 

menn sækjast eftir að koma á og njóta. En allt kostar þetta peninga. Umdæmisþingin undanfarin ár hafa litast töluvert af þessari sparsemi og goldið fyrir það. Ég held að flestir sjái að það þurfi að lyfta þessu á aðeins hærra plan, bæði hvað aðstöðu varðar og alla umgjörð, einnig er sorglegt að sjá hvernig klæðaburður sumra sem sækja lokahófið er. Það er ekki boðlegt að menn mæti þar í gallabuxum, íþróttaskóm og bol eins og dæmi er um. Ég er þess fullviss að ekki eru allir sammála mér í þessum efnum sem ég hef minnst á hér að ofan og er öll umræða af hinu góða. Gott væri ef þið sem hér eruð kynntu þetta í ykkar klúbbum og við í þingnefndinni sendum svo upplýsingar í alla klúbba eftir áramót. Væntanlega koma upplýsingar frá Þingnefndinni á heimasíðu Kiwanis fljótlega. 

Umdæmisþing sem haldin hafa verið á Akureyri í gegnum tíðina hafa heppnast vel og verið góð mæting Kiwanisfélaga. Síðast þegar þing var haldið fyrir norðan voru um 400 manns á lokahófinu. Við Kiwanisfélagar hér fyrir norðan göngum glaðir og fullir eldmóðs til verka við undirbúninginn og vonum að fjölmennt verði hjá okkur og allir sem sækja þingið eigi góða og notarlega dvöl á Akureyri í september 2017. 

F.h. Umdæmisþingnefndar Kristinn Örn Jónsson, formaður 

 

 

 


46.Umdæmisþing
 Kiwanis umdæmisins Ísland - Færeyjar
13. til 14. maí 2016 í Reykjavík

46 Umdæmisþing Kiwanis föstudag 13 maí kl. 9.00 opið hús Ferðafélagsalnum Mörkinn 6 tekið á móti klúbbfánum og byrjað að afhenda fulltrúum gögnin sín. 

Fræðsla byrjar kl.10.00 matarhlé kl.12.00 fræðslu lok kl.14.00 Málstofa kl.14.10 til kl. 16.30.

 

Þingsetning verður í Grafavogskirkju kl. 20:30 föstudagskvöldið 13. maí, dagskrá verður hefðbundin. 
Að setningu lokinni verður opið hús í sal Ferðafélagsins Mörkinni 6, þar sem Kiwanisfélagar og gestir geta fengið sér hressingu undir ljúfum tónum frá harmonikku spilaranum Gunnari Kvaran fyrrum Kiwanisfélaga. 

Þeir Kiwanisfélagar og gestir sem gista á Hótel Smára er boðin rútuferð frá Hótel Smára að Grafarvogskirkju og síðan að Mörkinni 6 eftir þingsetningu og heim aftur á Hótel.

Boðið verður upp á makaferð laugardaginn 14. maí kl. 13.00. Lagt verður af stað frá Ferðafélags salnum Mörkinni 6, farið verður á Þjóðminjasafnið. Þar eru eftirfarandi sýningar; ”Vinnandi folk - ASÍ í 100 ár”, ”Hvað er svona merkilegt við það? - Störf kvenna í 100 ár”, ” Bláklædda konan

Lokahóf verður haldið laugardagskvöldið 14. maí í sal Ferðafégsins Mörkinni kl.19.00. Miðar á Lokahófið verða seldir í afgreiðslunni á Þinginu. Rúta sækir gesti á Hótel Smára á lokahófið. Innifalið í aðgöngumiða er happdrættismiði og í vinning verða nokkrar léttvínsflöskur. Boðið verður upp á forréttarsprengju, hlaðborð með lambi og kalkún og að lokum kaffi með afmælistertu í tilefni 40 ára Kiwanisklúbbsins Bása Ísafirði og 50 ára Kiwanisklúbbsins Kötlu í Reykjavík. 

Boðið verður upp á skemmtiefni Bjarni Ara og dans í lokin og mun hljómsveitin Upplyfting sjá um að leika fyrir dansi.

 Hótel Smári er með sér tilboð á gistingu 12. 13. .14.maí 2016 bóka þarf fyrr en 15 janúar 2016 fyrir Kiwanisfélaga sími 5881900. Einsmanns herbergi kr. 12.900 per dag. Tveggja manna kr. 15.900 per dag og þriggja manna herbergi kr. 19.700 per dag verð með morgunverði. Endilega að panta sem
 

fyrst.Hótel Laxnes lofaði að veita afslátt á gistingu.


 

Dagskrá 46. umdæmisþings

haldið í Reykjavík, 13. – 14. Maí  2016

 

 

Föstudagur 13. Maí:

09:00 – 11:00 Umdæmisstjórnarfundur Bíldshöfða

10:00 – 16:00 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf 

10:00 – 14:00 Fræðsla sal Ferðafélags Íslands Mörkinni 6

                       10:00 – 11:00 Fræðsla (forseta – ritarar – féhirðar saman)

                       11:00 -  12:00 Fræðsla forseta (fyrri hluti)

                                                   „         ritara   (fyrri hluti)

                                                   „         féhirða

12:00 – 12:30  Matur

12:30 -  14:00 Fræðsla forseta frh.

12:30 -  13:30 Fræðsla ritara frh.                        

14:10 - 16:30 Málstofa   Kynningar og Markaðsmál

20:30 – 21:00 Þingsetning í Grafarvogskirkju

21:00 – 23:00 Opið hús

 

Laugardagur 14. Maí :

08:45 – 15:00 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf

09:00 – 12:00 Þingfundi framhaldið Salur FI Mörkinni  6

 • •    Skýrslur umdæmisstjórnar og umræður um þær.
 • •    Niðurstöður umræðurhópa. 
 • •    Reikningar 2014-2015
 • •    Fjárhagsáætlun 2016- 2017
 • •    Kjör skoðunarmanna reikninga
 • •    Lagabreytingar og ályktanir

   Aðalfundur Styrktarsjóðs umdæmisins

12:00 – 13:00 Hádegishlé – matur 

13:00 – 16:00 Þingfundi framhaldið

 • •    Ávörp erlendra gesta
 • •     Kynning á K-degi 
 • •    Staðfesting á umdæmisstjóra 2016-2017
 • •    Kynning og kjör kjörumdæmisstjóra 2016-2017
 • •    Kynning á framboði/um til  verðandi kjörumdæmisstjóra 2016-2017
 • •    Staðfesting stjórnar 2016-2017
 • •    Kynning á umdæmisþingi 2017
 • •    Staðarval umdæmisþings 2019
 • •    Afhending viðurkenninga
 • •    Önnur mál

16:00 Þingfundi frestað

19:00 – 02:00 Lokahóf.

Hátíðarkvöldverður,  ávörp , skemmtiatriði,

þingslit, dansleikur.


PRENTVÆN ÚTGÁFA

 

 

  

Búið er að senda fundarboð og kjörbréf til allra klúbba með tölvupósti fyrir umdæmisþing 13 til 14 maí 2016. 

Eindagi að skila kjörbréfi og greiðslu þinggjalda er 1 mars 2016 

Endilega að láta vita ef gögnin hafa ekki borist til ykkar forsetar !

 46 Umdæmisþingnefnd 
Jóhannes formaður síma 6944772  netfang jkg48@simnet.is


 

ÞINGBLAÐ KIWANISFRÉTTA

Eins og ykkur ætti að vera kunnugt hef ég tekið að mér að sjá um þingblaðið þetta árið. Ég er búin að taka tilboði frá Stapaprent í Keflavík sem er mjög hagstætt.

 

Prentsmiðjan þarf að fá allt efni í síðasta lagi 15 apríl svo hægt verði að koma blaðinu í póst frá okkur 9.maí svo það berist Kiwanisfélögum fyrir þing

Bið ykkur vinsamlegast um að virða þessi tímamörk og senda allt á netfangið mitt eigi síðar en 13. apríl þar sem ég þarf að fara yfir allt og koma í prentsmiðjuna í tæka tíð.

 

Bestu kveðjur og ósk um gott samstarf

Þyrí

KLIKKA HÉR TIL AÐ SENDA EFNI Í BLAÐIÐ

 

 

Eldri þing
 
42. Umdæmisþing í Reykjanesbæ 14 - 16 september 2012
41.Umdæmisþing Höfn 23-24 sept 2011

Nýjustu færslur

Blog Message

Landsmót Kiwanis í Golfi úrslit !

Landsmót Kiwanis í golfi var haldið á Þorlákshafnarvelli í gær sunnudaginn 30. júlí. Leikinn var höggleikur með og án forgjafar fyrir K..
Blog Message

Góðgerðargolfmót Eldeyjar 2017

Góðgerðargolfmótið var haldið í níunda sinn 15. júni síðastliðinn. Eins og undanfarin ár rennur allur ágóði af mótinu til Ljóssins. ..
Blog Message

Ferðalýsing Frakklandsferðar (Gylfi Ingvarsson)

Dagur 1. Lagt af stað frá Leifstöð í 12 daga ferðalag með 40 Kiwanisfélögum og mökum um Frakkland og setu á Heimsþingi Kiwanis 2017 í Pa..
Blog Message

Styrktarsjóður Kiwanis styrkir landsöfnunia “ Vinátta í verki “

Styrktarsjóður Kiwanis hefur ákveðið að leggja hálfa miljón króna í landsöfnunina “Vinátta í verki “ sem er vegna flóðanna í Grænla..
Blog Message

Sterkasti fatlaði maður heims !

18. júní var keppt um sterkasta fatlaðamann heims og fór mótið fram í Hafnarfirði í tengslum við Víkingahátíðina sem haldin er þar árl..
Meira...
Umdæmisþing á Akureyri 22. sept 2017 klukkan 10:00


Umdæmisstjórnarfundur á Akureyri 23. sept 2017 klukkan 12:00


Evrópuþing 2018 24. maí 2018 klukkan 12:00


Sjá alla viðburði