Stjórnarskipti í klúbbum Óðinssvæðis

Stjórnarskipti í klúbbum Óðinssvæðis


Vefnum hefur borist góður pistill frá Ólafi Jónssyni svæðisstjóra Óðinssvæðis um innsetningu nýrra stjórna í Óðinssvæði, gaman að fá svona ýtarlegar upplýsingar fyrir okkur til upplýsinga.

Fyrstur var Kiwanisklúbburinn Sjöldur Fjallabyggð á föstudagskvöldinu 3 október. Fór ég þangað með tvo félaga úr Drangey og var smá leiðindi í veðrinu er úteftir var komið og vildu Skjaldarfélagar að við gistum en svo varð ekki.

Það voru höfðinglegar móttökur að vanda hjá Skjaldarfélögum og höfðu þeir maka sína með til hátíðarbrigða. Mér til aðstoðar við innsetningu var þáverandi forseti Drangeyjar Steinn Ástvaldsson.

Gekk þetta eins og best var á kosið og er ný stjórn hafði tekið við héldum við heim í hríðarjaganda.

 

 

 

 

Næst á dagskrá var þriðjudagskvöldið 7 Október og var þá ferðinni heitið faðm þeirra í Kiwanisklúbbnum Embla.  Þar voru hlýjar móttökur og með mér í för frá Drangey var Gunnar Pétursson Drangeyjarfélagi og tveir félagar frá Skildi komu þar einnig.

Mér til aðstoðar við innsetningu var Ómar Hauksson forseti Skjaldar og var kátína mikil er hann rembdist við að koma merkjum í dömurnar og ýmis orð látin falla 

Þá var röðin komin að Kiwanisklúbbnum Kaldbak. Þangað var haldið fimmtudagskvöldið 9 Október og með mér í för var Jóhannes Þórðarson ritaraefni Drangeyjar. 

Kaldbaksfélagar eru höfðingjar heim að sækja og þar sem ég hef verið nokkuð tíður gestur þar varð einum félaganum að orði hvort ég væri genginn í klúbbinn.

Mér til aðstoðar við innsetningu var Kaldbaksfélaginn Stefán Jónsson og gekk sú aðgerð snurðulaust fyrir sig.

Næst var það svo heimaklúbburinn Kiwanisklúbburinn Drangey. Þar var boðað til innsetningar föstudagskvöldið 10 október og var fundurinn haldinn í nýjum vistarverum klúbbsins að Borgarmýri 1. Það var góð mæting og makar margra félaga voru viðstaddir. Einnig komu 3 félagar frá Skildi og sá Ómar Hauksson forseti Skjaldar um að aðstoða mig við innsetningu. Þar var góður fundur eins og á öðrum stöðum.

Þá var kominn laugardagurinn 11 Október og ferðinni var heitið á Mývatn. Þangað var haldið í rútukálfi undir dyggri stjórn Svæðisstjóra. Fór ég þangað við 3ja mann frá Drangey og tók með mér 3 félaga úr Emblum ásamt einum maka og 3 félaga úr Kaldbak.

Á Mývatn var stefnt félögum úr þremur klúbbum. Öskju Vopnafirði, Herðubreið Mývatni og Skjálfanda Húsavík.  Herðubreiðarfélagar skipulögðu fundinn og var þarna mikil og góð stemming. Forsetar allra klúbbana settu fund og svo var tekið til við veislumat að hætti Reynihlíðar fólks. 

Mér til aðstoðar við innsetningu stjórna í þessa þrjá klúbba voru Guðmundur Karl Jóhannesson fráfarandi svæðisstjóri Skjálfanda, Ragnar Guðmundsson og Jóhannes Þórðarson Drangey. Nú var karlinn ( svæðisstórinn ) orðinn vanur og rann þetta í geng eins og smurð vél. 

 

Að venju tóku svo nýkrýndir forsetar til máls og kvöttu félaga sína til dáða á komandi starfsári.

Þá var einungis einn klúbbur eftir Kiwanisklúbburinn Grímur Grímsey.og þangað var haldið sunnudaginn 12 Október. Flogið var frá Akureyri og höfðu tekist samningar við flugrekstraraðila að flugvélin einfaldlega biði eftir mér ( enda merkur maður á ferð  ) á meðan innsetningarfundur stæði yfir.

Í Grímsey var dásamlegt veður og ók kjörforseti mér um alla eyjuna og skýrði frá staðarháttum, síðan var hladið til fundarstaðar og fundur settur.

Þarna var ég einn á ferð og sá um innsetningu alfarið sjálfur og gekk það að vanda afar vel. Þess ber sérstaklega að geta að í Grímsey er von á all nokkurri fjölgun í klúbbnum þar sem 5 vonbiðlar bíða eftir frekari kynningu og síðan inntöku á komandi starfsári.

Þar með var lokið yfirreið til innsetningar stjórna í öllum klúbbunum 8 í Óðinssvæði.

 

Undir liðnum önnur mál hjá öllum klúbbum hélt ég smá tölu, þar sem ég bar félögum og gestum kveðju Umdæmisstjóra og kvatti síða til öflugs starfs á komandi starfsári.

Lagði ég fyrir klúbbana að mitt markmið ásamt Umdæmisstjóra að lágmark 1 félagi yrði tekinn inn fyrir áramót og 1 – 2 félagar eftir áramót.

Það er líka víðast hvar úr svæðinu von á fjölgun fyrir áramót og verður gaman að fylgjast með framvindu mála. Við setjum stefnuna á að lámarki fjölgun um 24 í svæðinu fyrir sumarmál og skulum við bíða vordægra til að sjá hvort það hafi ekki tekist.

Einnig var reifuð svæðisráðstefna er fyrirhugað er að hlada á Akureyri 1 Nóvember og um leið að halda árshátíð Óðinssvæðis.

Vegleg makaferð verður í umsjá félaga úr Emblum og Kaldbak en þessir klúbbar sjá um að skipuleggja ráðstefnuna.

Búið er að fá tilboð frá Icelandair Hótel um gistingu og kvöldverð og er það vel viðunandi verð sem í boði eru þar

Að vanda var slegið á létta strengi í bland við alvöruna og má segja að allar þessar heimsóknir hafi verið afar skemmtilegar og lærdómsríkar og er ég bæði sáttur og glaður að þessu loknu.

Mun svæðisstjóri starfa í vetur undir kjörorðinu

 

Eftir höfðinu starfa limirnir...

 

Eigum frábært starf í vetur og gerum hreifinguna sterkari og skemmtilegri.

 

Með Kiwaniskveðju og von um frábært starf

 

Ólafur Jónsson Svæðisstjóri Óðinssvæðis 2014 -2015

 

Hér má sjá lista yfir allat stjórnir í Óðinssvæði