Heklufélagar með Lambaréttakvöld.

Heklufélagar með Lambaréttakvöld.


Föstudaginn 17. október var héldu Heklufélagar í samstarfi við Esjufélaga Lambaréttakvöld.
Að þessu sinni var verið að safna fyrir Bláa naglann sem mun afhenda, endurgjaldslaust, öllum er verða 50 ára á næsta ári skimunarpróf fyrir ristilkrabbamein. Eins og kemur fram hjá Bláa naglanum missum við Íslendingar að meðaltali einn á viku, karl eða konu. Með forvörnum og speglun fækkum við dauðsföllum af völdum ristilskrabbameins um 80%. Kjörorð kvöldsins var „Kiwanis gegn krabbameini“

Það voru vel á annað hundrað gestir sem mættu um kvöldið. Veislustjóri og uppboðshaldari var Gísli Einarsson útvarpsmaður, Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur og ræðumaður kvöldsins var Ásmundur Friðriksson alþingismaður. Lambahlaðborðið var frábært að venju og var því gert góð skil. Listmunauppboð á 20 munum gekk mjög vel og síðan happadrætti í lokin.
Það var samdóma álit gesta að kvöldið hafi tekist einstaklega vel og viljum við þakka öllum sem styrktu okkur, listamönnum og fyrirtækjum.

Kiwanisklúbburinn Hekla.