Fyrsti fundur Drangeyjar

Fyrsti fundur Drangeyjar


Fyrsti fundur Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á nýju starfsári var í gækveldi 22 okt. Gunnar S. Sigurðsson forseti setti fund Kl: 20.oo og var það félagsmálafundur.

Við fundarsetningu var ljóst að met mæting væri á þenna fyrsta fund hans sem forseti og var mætin 90,17% engin forföll og tveir með skróp.

 

Það má segja að ef þetta er upphaf vetrarstarfsins þá verður gaman að starfa í vetur.

Þetta var reikningsskilafundur og framlögð fjárhagsáælun og var hvoru tveggja samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Mynnt var á Svæðisráðstefnu á Akureyri 1 Nóv. nk. og félagar hvattir til að mæta þar sem árshátíð Óðinssvæðis yrði um kvöldið á Icelandair Hótel og væntanlega mikil gleði.

Gott fundarefni verður á svæðistráðstefnunni. Þau Hjördís Harðardóttir og Óskar Guðjónsson leiða umræðuhópa um fjölgun og erlend samskipti ásam því að hnikkt verður á

Stífkrampaverkefninu.

Von er á mjög góðri mætingu úr svæðinu en að sjálfsögðu fer það eftir veðri hvort þeir sem lengst að koma komast.

Næsti fundur í Drangey er er 5 Nóvember og er almennur fundur.

 

Lifið heil

Ólafur Jónsson félagi í Kiwansiklúbbnum Drangey