Umdæmisstjórnarfundur

Umdæmisstjórnarfundur


Umdæmisstjórnarfundur var haldinn í dag laugardaginn 15 nóvember kl 10.00 í Kiwanissalnum að Bíldshöfða í Reykjavík.  Gunnlaugur umdæmisstjóri setti fund stundvíslega og bað fundarmenn um að kynna sig, og að því loknu hófust venjuleg fundarstörf. Vegna þess að allar skýrslur bárustu ekki í tíma var byrjað á því að stjórnarmenn fluttu úrdrátt úr sínum skýrslum áður en boðið var upp á umræður um skýrslur stjórnarmanna sem urðu þó nokkurar. Í skýrslum kom m.a fram að félagar í umdæminu eru um þessar mundir í kringum 893, rekstur umsæmissins er réttu megin við núllið og í Stífkrampaverkefni erum við búin að safna 150 þúsund dollurum og erum við aðeins í 36 sæti af umdæmum í heiminum, og verðum við aðeins að spíta í lófana.

 

 

Á næstunni mun koma út bæklingur til leiðbeininga hvernig klúbbar geta unnið verkefninu lið á ýmsan hátt. Búið er að gera áframhaldandi samning við Eimskip vegna Hjálmaverkefnis en nefnd Haraldar Finnssonar kláraðið það áður en ný nefnd tók við. Gunnsteinn kjörumdæmisstjóri er nýkominn frá Indianapolis og sagði að það væri nú þegar búið að stroka út 10 ríki þar sem búið væri að eyða stífkrampa. Ólafur Jónsson svæðisstjóri Óðinssvæðis sagði frá því að þeir fyrir norðann ætla að hafa sérstakann Kiwanisdag vegna þess að 25 ár eru síðan fyrsti hjálmurinn var afhentur og óskaði eftir því hvort ekki væri hægt að fá afmælissýninguna sem var í Kringlunni norður af þessu tilefni. Kristján umdæmisritari sagði frá því að Kiwanisfélagar gætu skráð sig á kiwanis.org og fengið aðgang að sínum upplýsingum á heimasíðu KI og bætt þar við að vild m.a sett inn mynd af sér o.fl.

Óskar Guðjónsson vill fá meira af fræðsluefni inná vefinn ekki bara glærur frá fræðslunefndum heldur fræðandi efni um hreyfinguna. Magnús svæðisstjóri Ægissvæðis vill athuga með að stofna klúbba með útlendingum, en mikið er af erlendu fólki býr hér á landi og hefur m.a tekið til hendinni og safnað fé þegar eithvað hefur bjátað á í þeirra heimalandi og hvort ekki væri rétt að reyna að virkja þetta fólk inn í Kiwanis. Stefán Jónsson formaður útbreiðslunefndar vill að hver Kiwanismaður stefni að því að taka með sér einn nýjan félaga í hreyfinguna á þessu starfsári og snúa við þeirri þróun sem orðið hefur hjá okkur, nefndin býður einnig fram aðstoð sína og er tilbúin að heimsækja klúbba hvenær sem er.

Að þessum umræðum loknum var komið að matarhléi þar sem fundarmenn fengu súpu og brauð ásamt kaffi.

 

Að loknu matarhléi var ungur maður kallaður til leiks en það var Pálmar Guðnason félagi í Mosfelli í Mosfellsbæ en hann fór sem fulltrúi ungu kynslóðarinnar á fjölgunarráðstefnu sem haldin var á dögunum í Prag en frásögn Pálmars má nálgast  hér á vefnum en hún var birt hér um daginn .

Að loknu erindi Pálmars spurði Óskar Guðjónsson um hanns sýn á hvernig ungt fólk lítur til svona hreyfingar eins og okkar og möguleika til að fá ungt fólk inn í Kiwanis ,og hvað það væri sem vantaði uppá til að laða unga fólkið að.

Pálmari fannst hreyfingin ekki vera nógu sýnileg og þá sérstakelga þegar við værum með góð verkefni og fjáraflanir í gangi og einnig væri það peningamál sem hefðu áhrif og sumum fynndist  þetta dýrt að vera í svona félagskap og einnig þetta endalausa tal um peninga sem fældi lika fólk frá og væri hundleiðinlegt t.d á fundum, sem þyrfti að gera skemmtilegri.

Farið var aðeins í lagamál og framkvæmd á vali og kjöri á verðandi kjörumdæmisstjóra sem ekki virðist hafa verið á hreinu að undanförnu vegna ýmissa ástæðna.

Næst varpaði umdæmisféhirðir bráðabirgðaruppgjöri umdæmissinns upp á tjaldið og fór yfir það með fundarmönnum, og er ekki annað að sjá á þessu plaggi allavega að við séum á góðri leið og búið að ná fram sparnaði á ýmsum liðum fjárhagsáætlunar.

Lesin voru upp aðsend bréf um beiðni um styrk og vísað til styrktarsjóðs.

Undir liðnum önnur mál tóku nokkurir til máls og reið Stefán Jónsson á vaðið og mynti menn á að bera á þá þessa fjölgun sem talað var um í fræðslu og ýtreka það á þeim fræðslum sem framundan eru, Kristján talaði fyrir ferðanefnd og sagði að verið væri að vinna í ferð á heimsþing í samstarfi við Vita ferðaskrifstofu en eins og allir vita verður hreyfingin 100 ára og því veglegt og spennandi heimsþing framundann í júní 2015 en það verður nánar greint frá þessu þegar meiri vitneskja er komin með hótel o.fl.

Ólafur Jónsson kom með tillögu um að nýjir félagar í hreyfinguna yrðu gjaldfrjálsir við íslenska umdæmið fyrstu tvö árin og talaði Eyþór umdæmisféhirðir líka fyrir því en þó með því að hafa frítt fyrsta árið, síðan hálft gjald það næsta og á þriðja ári yrði full greiðsla ynnt af hendi, en þetta er hlutur sem þarf að skoða til að trekkja að nýja félaga.

Óskar Guðjónsson við setja á laggirnar embætti markaðs og kynningarfulltrúa hreyfingarinnar í stað fjölmiðlafulltrúa en halda ritstjóra Kiwanisfrétta óbreyttu.

Magnús svæðisstjóri Ægissvæðis kom aðeins inn á flugfargjöld til USA og það sem því fylgir og fór að lokum með léttann brandara fyrir fundarmenn.

Umdæmisstjóri fór síðan með vísur á léttu nótunum og sleit að lokum fundi.