Frá Emblu Akureyri.

Frá Emblu Akureyri.


Vetrarstarfið hófst með bjartsýni og mikilli gleði hjá okkur i Kíwanisklúbbnum Emblu á Akureyri. Um er að ræða hefðbundið klúbbastarf og þessa dagana er fjáröflunin okkar að fara i gang en það eru hefðbundnar jólaskreytingar sem við gerum og seljum góðum fyrirtækjum á Akureyri.  

Á haustmánuðum fréttum við af lítilli stúlku sem keyrt var á og við óhappið eyðilagðist hjólið hennar og hjálmurinn en hún slapp ómeidd.

Við áttum nýjan hjálm í fórum okkar og fór undirritaður  forseti og formaður hjálmanefndar ásamt ritstjóra Vikudags og afhentum stúlkunni nýjan hjálm, en þar sannaðist eins og oft áður að reiðhjólahjálmar hafa bjargað mörgum börnum og fullorðnum í gegnum tíðina og Kíwanishreyfingin á mikinn heiður skilið fyrir að gefa öllum sjö ára börnum nýja reiðhjólahjálma árum  saman.

Framundan er jólafundur með mökum, jóga í janúar, heimsóknir í klúbba og margt margt fleira skemmtilegt. Við horfum björtum augum til framtíðar og óskum öllum félögum okkar og fjölskyldum gleðilegrar hátíðar og vonumst til að sjá sem flesta á nýju ári.

 

Njótið aðventunnar

 

bestu kveðjur frá Emblukonum

Anna Rósa Magnúsdóttir

Forseti Emblu á Akureyri