Misskilin forræðishyggja gagnvart börnum!!!!!!!

Misskilin forræðishyggja gagnvart börnum!!!!!!!


Í framhaldi af umræður um gjafir til grunnskólabarna vegna ýmissa forvarnaverkefna sem eru í gangi í samfélaginu þá kemur í ljós yfirgengileg forræðishyggja stjórnvalda og enn og aftur er eins og ekki sé hægt að byggja upp samskipti af virðingu og skynsemi, það er orðið að venju að hoppa öfganna á milli. 

Stjórnvöld hafa ekki burði til að láta hlutinia ganga upp, rammi um skipulag og fjármál er alltaf of lítil til að málin gangi upp þarf að leita stuðning félagasamtaka og fyrirtækja. Hvar væri barnaspítali staddur ef ekki nyti við stuðningur Hringsins og fjölda félagasamtaka og fyrirtækja gefa árlega stórar gjafir til spítala og hjúkrunarstofnanna, Kiwanishreyfingin hefur stutt Geðvendarmál með fjárstuðningi og opinni umræðu um geðverndarmál og var einnig upphafsaðili að ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Hér má einnig nefna Lions sem vinnur markvist að mannúðarmálum. Einstaklingar hafa einnig lyft Grettistaki í söfnun og minni ég hér á Bláa naglann sem dæmi.

Gjafir hafa borist til skóla í formi tölvubúnaðar og ýmissa tækja og gagna, en nú er verið að búa til reglugerðir til að vernda börn en gegn hverju, er það hætta vegna aðsteðjandi ógna? Eins og ofbeldi, eiturlyfjum, eða misnotum, en þar ætti fókusinn að vera. En hvað er þá hæst í umræðunni, það er bann gegn skynsamlegri aðkomu félagasamtaka og fyrirtækja að forvörnum til hagsbóta fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Búum við þær aðstæður að stjórnvöld sjái til þess að rammi um hverja grunnstarfsemi samfélagsins gangi upp? Nei er svar mitt og það vantar mikið upp á, því er okkur þörf á samstarfi og samhjálp til að hlutirnir gangi upp og þá skiptir miklu máli að laða aðila til samstafs enn ekki hrekja þá frá.

Því er það ábending til stjórnvalda eða ætti að vera krafa að láta af ofurforræðishyggju og í þess í stað að bjóða aðila velkomna til samstarfs til heilla fyrir samfélagið í heild. Tannvernd og reiðhjólahjálmar eru forvarnarverkefni sem ber að fagna og þakka og liðka fyrir á allan hátt í stað þess að hindra.

Gylfi Ingvarsson