Þessi umdeildi hjálmur bjargaði lífi barns

Þessi umdeildi hjálmur bjargaði lífi barns


Mynd dagsins sýnir reiðhjólahjálm sem bjargaði lífi ungrar stúlku sem varð fyrir bifreið. Höfuð hennar varð undir vinstra framhjólinu. „Það skiptir engu máli hvað stóð á hjálminum en hann bjargaði lífi barnsins og það skiptir mestu máli.“
Þetta segir Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður í tæknideild hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Hann bendir á að í þjóðfélagsumræðunni, sem snúist um að feta fingur út í „óskabarn þjóðarinnar“ gleymist að Eimskip hjálpi Kiwanis að gefa öllum sex ára börnun á landinu reiðhjólahjálma. Þeir geti forðað börnunum frá alvarlegum meiðslum og jafnvel dauða.
Hjálmurinn á myndinni tengist máli sem Ragnar segir að hann muni aldrei gleyma. Slysið þar sem hjálmurinn kom við sögu, varð í Hlíðarhverfi í Reykjavík fyrir nokkrum árum síðan þegar stúlka varð fyrir bíl.

„Vegfarandi sýndi ótrúlegt þrekvirki að losa barnið undan framhjóli bílsins og sleit hásin við það. Hefði hún ekki verið með hjálminn hefði hjólið farið beint yfir höfuðið á stúlkunni, það þarf ekki að spyrja að endalokum þar.“

Pressan greindi frá 

Fréttina í held sinni má nálgast hér að neðan

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/mynd-dagsins-thessi-umdeildi-hjalmur-bjargadi-lifi-barns