Gellan 2015

Gellan 2015


Við hjá Kiwanisklúbbnum Ölver í Þorlákshöfn höldum upp á okkar árlegu Gellu þann 21.mars næst komandi.

Hvað er Gellan spyrja nú einhverjir, það er ekki kona í þetta sinn heldur er það árshátíð okkar Ölversmanna og að þessu sinni einnig afmælishátið þar sem klúbburinn varð 40 ára þann 15.nóvember.2014. Þar verður á boðstólnum fiskmeti og tilheyrandi meðlæti með því. Höfum við fengið til okkar matreiðslumanninn Böðvar Sigurvin Björnsson en hann starfar sem yfirmatreiðslumaður á veitingarstaðnum Lifandi Markaður.

Veislustjórn verður í höndunum á honum Sólmundi Hólm. Sólmundur Hólm er einn vinsælasti veislustjórinn og skemmtikrafturinn um þessar mundir. Sólmundur hefur verið iðinn við að skemmta út um allt land við frábærar undirtektir. Hann hefur stjórnað þó nokkrum sjónvarps og útvarpsþáttum við góðan orðstýr.

Hið árlega pakka uppboð verður á sínum stað ásamt skemmtiatriðum.

Hið fornfræga gullaldarrokkband frá Selfossi Bjórbandið mun svo slá loka tóninn á þessa skemmtun okkar með skemmtilegri tónlist fram á nótt.

Miðaverð verður still í hófi og er það einungis 5500 krónur.

Hvetjum við alla Kiwanisfélaga að koma og samgleðjast okkur og fagna þessum tímamótum.             Að sjálfsögðu er betri helmingnum velkomið að koma með ykkur.

Þeir sem hafa áhuga á að mæta vinsamlegast skráið ykkur hjá Gústaf Ingva Tryggvasyni í síma 660-1443 eða á netfangið gustafingvi@gmail.com fyrir 16 mars.

 

Fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Ölver                                           

Gústaf Ingvi Tryggvason                                            

Formaður blaða og ljósmyndarnefndar.