For­eldra­fé­lög ósátt við for­ræðis­hyggj­una

For­eldra­fé­lög ósátt við for­ræðis­hyggj­una


Öll for­eldra­fé­lög í grunn­skól­um í Breiðholti hafa sent sam­eig­in­lega áskor­un til borg­ar­yf­ir­valda um að end­ur­skoða nú­ver­andi af­stöðu til af­hend­inga gjafa til barna, gjafa sem snúa að ör­yggi, fræðslu og lýðheilsu þeirra, og til kynn­inga inn­an veggja grunn­skóla sem hafa sam­fé­lagsþátt­töku, for­varn­ir og fræðslu að mark­miði. Und­ir áskor­un­ina skrifa stjórn­ir for­eldra­fé­laga Öldu­sels­skóla, Selja­skóla, Fella­skóla, Breiðholts­skóla og Hóla­brekku­skóla. Í henni seg­ir að regl­urn­ar sem gildi í dag séu of strang­ar, þær komi niður á börn­un­um og leiði til mis­mun­un­ar og vinni gegn mark­miði fé­lag­anna um að styðja börn til auk­inna lífs­gæða.

„Við telj­um það full­kom­lega á færi skóla­stjórn­enda, í sam­vinnu við stjórn for­eldra­fé­lags viðkom­andi skóla, að meta og þekkja mun­inn á óæski­legri markaðssetn­ingu ann­ars veg­ar og mál­efn­um er varða ör­yggi og lýðheilsu hins veg­ar,“ seg­ir í áskor­un­inni.

 

Ósátt við for­ræðis­hyggj­una

 

Birna Björk Þor­bergs­dótt­ir, formaður for­eldra­fé­lags Öldu­sels­skóla, seg­ir að þau hafi fengið svör frá nokkr­um borg­ar­full­trú­um við áskor­un­inni. „Við í öll­um for­eldra­fé­lög­un­um erum af­skap­lega ósátt við þessa for­ræðis­hyggju og að okk­ur sé ekki treyst til að dæma um það hvað er heppi­legt og óheppi­legt fyr­ir börn­in okk­ar. Við ætl­um að fylgja áskor­un­inni eft­ir og reyna að fá þessu banni al­gjör­lega aflétt,“ seg­ir Birna Björk. For­eldra­fé­lög­in í Breiðholti voru þau fyrstu til að senda frá sér slíka áskor­un til borg­ar­yf­ir­valda en Birna Björk veit til þess að mörg for­eldra­fé­lög í borg­inni séu afar ósátt við þess­ar regl­ur og hafi rætt mál­in á sín­um vett­vangi.

Skúli Helga­son formaður skóla- og frí­stundaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að ákveðið hafi verið að láta meta reynsl­una af fram­kvæmd þess­ara reglna sem sett­ar voru af skóla- og frí­stunda­sviði haustið 2013 og taka til end­ur­skoðunar ein­stök ákvæði eft­ir því sem til­efni er til. Sú vinna sé að fara af stað og verði leitað eft­ir upp­lýs­ing­um frá stjórn­end­um grunn­skóla, leik­skóla og frí­stunda­miðstöðva um reynsl­una af fram­kvæmd­inni und­an­far­in miss­eri.

 

Mörg sjón­ar­mið komið fram

 

Hann seg­ir ekki fleiri form­leg­ar áskor­an­ir hafa borist inn á sitt borð en þessi mál hafi verið mikið í umræðunni að und­an­förnu og mörg sjón­ar­mið komið fram.

Skúli tek­ur það fram að það séu ekki all­ar kynn­ing­ar og gjaf­ir bannaðar í grunn­skól­um borg­ar­inn­ar en í 4. grein regl­anna seg­ir að gjaf­ir megi þiggja ef þær sam­ræm­ist stefnu skóla- og frí­stundaráðs og með því skil­yrði að ekki séu á þeim aug­lýs­inga­merk­ing­ar. „Ég bendi á að kveikj­an að þess­ari reglu­setn­ingu voru ekki síst ábend­ing­ar frá skóla­stjór­um sem fannst skorta skýr­ar lín­ur um það hvernig ætti að svara fjöl­mörg­um fyr­ir­spurn­um frá fyr­ir­tækj­um og sam­tök­um sem vildu dreifa gjöf­um til skóla­barna.“

Minni­hlut­inn í borg­ar­stjórn hef­ur lýst sig and­stæðan þess­um regl­um. Guðfinna Jó­hanna Guðmunds­dótt­ir borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina seg­ist telja að leyfa eigi gjaf­ir sem hafi fræðslu-, for­varn­ar- eða ör­ygg­is­gildi og ljóst sé að gefn­ar séu vegna hug­sjón­ar en ekki í arðsem­istil­gangi. „Við tök­um und­ir þau sjón­ar­mið sem fram koma í áskor­un for­eldra­fé­laga í öll­um grunn­skól­um í Breiðholti og fögn­um henni. Nú­gild­andi regl­ur eru of strang­ar og eru til þess falln­ar að koma niður á börn­um og leiða til mis­mun­un­ar. Við mun­um beita okk­ur fyr­ir því að þess­um regl­um verði breytt.“

 

Áskor­un­in sýn­ir vel óánægj­una

 

Kjart­an Magnús­son borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir áskor­un for­eldra­fé­lag­anna í Breiðholti sýna vel þá óánægju sem rík­ir meðal for­eldra í borg­inni með bannið.

„Við borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins höf­um margoft gagn­rýnt þetta bann og ít­rekað lagt til að það verði af­numið. Við lögðum síðast til breyt­ingu á regl­un­um með til­lögu í borg­ar­stjórn í upp­hafi mánaðar­ins, sem var á þá leið að gjaf­ir frá fyr­ir­tækj­um, fé­laga­sam­tök­um og stofn­un­um til skóla­barna mætti þiggja ef gjöf­in hef­ur fræðslu-, for­varn­ar- eða ör­ygg­is­gildi. Skóla­stjórn hvers skóla skal skera úr í mál­um þar sem vafi leik­ur á um til­gang gjaf­ar­inn­ar. Meiri­hlut­inn lýsti sig reiðubú­inn til þess að vísa til­lögu okk­ar til skóla- og frí­stundaráðs, sem legði mat á reynsl­una af fram­kvæmd­inni og tæki af­stöðu til þess hvort til­efni væri til end­ur­skoðunar á regl­un­um. Þótt meiri­hlut­inn hafi ekki gefið neinn ádrátt um slíka end­ur­skoðun fagna ég því samt af heil­um hug að hann sé til­bú­inn til að skoða þetta,“ seg­ir Kjart­an.

 

www.mbl.is greindi frá