Málverk boðin upp til styrktar Pálma í Garðakoti

Málverk boðin upp til styrktar Pálma í Garðakoti


Eins og mörgum er kunnugt hefur Pálmi Ragnarsson bóndi í Garðakoti í Hjaltadal barist hatrammlega við illvígt krabbamein undangengin þrjú ár. Eftir langa bið og þrautagöngu tókst honum að afla samþykkis heilbrigðisyfirvalda til Proton-geislameðferðar í Munchen í Þýskalandi, í einu örfárra slíkra tækja í heiminum.

 

Ryður hann þar með brautina sem fyrsti Íslendingurinn sem sendur er í viðlíka meðferð. Kostnaður liðinna ára, að viðbættri Þýskalandsdvölinni, hleypur á milljónum vegna vinnutaps Pálma og fjölskyldumeðlima, ferðalaga og uppihalds. Vinir Pálma hafa opnað styrktarreikning hjá Sparisjóði Skagafjarðar til að létta undir með fjölskyldunni. Reikningsnúmer: 1125-26-2015, kennitala: 610269-3979.

Listakonan Sarah-Jane Caird hefur ákveðið að leggja Pálma vini sínum lið með því að bjóða upp málverk eftir hana sjálfa en ágóðinn mun renna til styrktar Pálma. Um er að ræða þrjú málverk af hestum en hún sagði að sér þætti það eiga vel við þar sem Pálmi hefur gaman af hestum.

Uppboðið stendur í tvær vikur, frá deginum í dag 26. febrúar til 12. mars nk. Þeir sem vilja bjóða í þessi fallegu málverk, og jafnframt styrkja Pálma, geta haft samband við Söruh-Jane í gegnum netfangið icevalkyrie11@gmail.com eða í s:844 6156.

Lægsta boð fyrir smærri myndirnar (30×40 sm) er 15 þús.kr. en 25 þús. fyrir þá stærri (80×40 sm).

 

Pálmi er félagi í Kiwanisklúbbnum Drangey

 

www.feykir.is   greindi frá