Umdæmisstjórnafundur 28 febrúar 2015

Umdæmisstjórnafundur 28 febrúar 2015


Fundur var settur stundvíslega kl 10.00 og byrjað á kynningu fundarmanna. Umdæmisstjóri hóf síðan  fundinn og fór yfir það helsta í skýrslu sinni svo sem fjölgun, hjálmaverkefni málefni klúbba o.fl, og kom það fram í máli hanns að  21 til 24 apríl verður hjálmaafhending og er það í kringum sumardaginn fyrsta. Sigurgeir Aðalgeirsson formaður laganefndar vildi minna klúbbanna á klúbbalögin, og afgreiða það mál . Ástbjörn Eigilsson kom næstur í pontu og  þakkaði fyrir góðar skýrslur og talaði síðan um stífkrampaverkefnið, 75.6 miljón dollara er búið að safna og ljóst að verkefnið kemst í höfn og einnig kom fram í máli Ástbjörns að verkefninu hefur verið framlengt fram í desember n.k Eins og staðan er í dag erum við í 38 sæti í söfnunni. Ástbjörn sagði líka að betri sala væri á stjörnum fyrir styrktarsjóðinn og getur sjóðurinn látið gott af sér leiða á þinginu Vestmannaeyjum.

 

Óskar Guðjónsson kom næstur og sagði Kiwanisfréttir koma út innan skamms en efni er enn að berast. Óskar sendi til fjölmiðla tilkynningar um 100 ára afmæli Kiwanis og hafa þær ekki birst ennþá. Óskar finnst vanta frá umdæmisstjóra hvað á að gera til að halda upp á afmælið á Undæmisvísu.  Óskar vill fá heilstæða umræðu um tillögu Gunnsteins kjörumdæmisstjóra um vorþing, sem Gunnsteinn stefnir í að halda. Óskar vill kanna kosti og galla þess að halda vorþing og ekki hoppa fram og til baka með vor og haustþing. Óskar kallar eftir fjárhagsáætlun um framkvæmdir í húsinu sem umdæmisritari hefur talað um að hrinda í framkvæmd. Kristján umdæmisritari kom næstur og nefndi að hann hefði sent skýrslu um skýrsluskil og fjáraflanir og vantaði smá inn í hana og mun hann senda leiðréttingu. Gunnsteinn kom næstur og svaraði Óskari um vorþing og sagði að ástæðan fyrir vorþingi væri niðurstöður umræðuhópa um tillögur um þingið en það var yfirgnæfandi meirihluti fyrir vorþingi.  Sumarbúðir ungmenna eru framundan og meigum við senda 5 börn ásamt einum farastjóra. Eins er okkur boðið að halda sumarbúiðr hér á Íslandi. Magnús Eyjólfsson næstur, og leiðrétti með framboð Emelíu Dóru sem kjör svæðisstjóri en ekki kjörumdæmissfjóri eins og kom fram í skýrslu hanns. Andrés Hjaltason formaður fræðslunefndar kom næstur og talaði um hjálma og sagði ekki hafa fengið svar frá umdæmi eða tengiliði um fjölda og var Andrés var hræddur um að Vogar hafi orðið útundan. Andrés sagði hugmynd að vera með kynningarbrét til að afhenda handout til kynningar á hreyfingunni til að láta foreldra hafa við hjálmaafhendingu. Andrés spurði um ferð til Indianapolis til umdæmisritara og kemur svar um það erindi undir liðunum önnur mál. Ólafur Jónsson Svæisstjóri Óðinssvæðis kom næstur og talaði um óánægju í klúbbunum þar sem menn nöldra ofan í bringu sína og síðan heyrist ekki meir, en hann segist reyna að koma þessum athugasemdum á framfæri í umdæmisstjórn, Ólafur sagði að við verðum að reyna að ná persónulegum tengslum inn í fjölmiðlanna en það gefur okkur miklum meira. Einnig sagði Ólafur að kvartað væri yfir því að þessi persónulegu tengsl væru ekki lengur til staðar við æðstu embættismenn hreyfingarinnar. Líka er deilt á kiwanisfréttir, og af hverju þær væru ekki komnar út en búið væri að rukka fyrir þetta í gjöldum félaga. Ástbjörn Egilsson  talaði aðeins um vorþing, og sagði þetta lagalega hægt og vill fá góð rök fyrir því að hafa vorþing.  Gunnsteinn talaði um röksemdir vegna vorþings og vitnaði í niðurstöður umræðuhóps á þingi. Gunnsteinn vill meina að starf vetrarinns komi meira til umræðu á þingi ef það er að vori en ekki þegar klúbbar eru búni að vera í sumarfríi. Eyþór Umdæmisféhirðir kom næstur með  sína skýrslu og fjármálin, og framkvæmdir sem þyrfti að fara í á Bíldshöfðanum og sagði að parket væri ónýtt og eins vantar hljóðkerfi í húsið, en  Eyþór vill afgreiða þetta mál á þessum fundi, því okkur vantar að gera húsið 100 % úleiguhæft til að auka leigutekjur til reksturs hússins.
Næst var gert kaffihlé.

Eftir hlé kom Óskar Guðjónsson næstur með kynningu á nýjum umdæmislögum. Óskar vill kalla saman rafrænan umdæmisstjórnarfundi til að samþykkja þau ákvæði sem við þufum að samþykkja áður en eiginleg þýðing getur hafist. Að lokinni kynningu Óskars var tekið hlég til að snæða súpu og brauð.

Að loknu matarhléi kom

Gunnstein Björnsson kjörumdæmisstjóri   í pontu og fór yfir markmið sín fyrir næsta starfsár. Sjá myndband HÉR

Umdæmisstjóri sagði frá því að hann hafi  sent bréf út til að athuga hvort það væri hægt að skrá Sinawikkonur sem Kiwanismeðlimi til að auka fjölda en Gulli sagði að hann hefði ekki fengið svar en Óskar Guðjónsson  sagði að þetta væri ávalt slegið út af borðinu í heimsstjórn.

Andrés formaður fræðslunefndar talaði næstur í sambandi við fræðslu og vonast til að menn sýni þann sóma að mæta til fræðslu, nú þegar farið er að færa fræðsluna meira  út í svæðin. Andrés sagði jafnframt að fræðslunefnd þurfi þrjá klukkutími fyrir fræðslu, og mætti þetta ekki rekast beint á Svæðisráðsfundinn sjálfan. 

Hjördís kom næst í pontu og sagði frá skype fundi við fjölgunarnefnd Evrópu en farið er að nota skype í þetta og er tekið eitt umdæmi í einu fyrir hverju sinni. Hjördís ýtrekar að fjölgun fari ekki fram nema með því að reyna að stofna nýja klúbba en það er það sem þarf. Ungt Kiwanisfólk í Evróu er að horfa svolítið öðruvísi á starfsemi hreyfingarinnar eins og að hittast einu til tvisvarsinnum í mánuðu og nota tölvutæknina o.fl sem sagt svolítið breyttar áherslur. Gunnlaugur talaði um styrkt sem veittur er þegar nýr klúbbur er stofnaður.

Stefán Jónsson formaður útbreiðslu og fjölgunarnefndar kom næstur með skýrslu  og segir menn frekar trega í taumi við að svara beiðni um upplýsingar um stöðu fjölgunar í klúbbunum og  m.a hvatti Stefán menn til að taka inn félaga úr Eldfelli í aðra klúbba ef menn hafa áhuga  á að starfa áfram í Kiwanis. Stefán las upp bréf sem hann sendi í klúbbanna, sem allt of fáir forsetar hafa svarað. Síðan sendi Stefán aftur bréf í byrjun febrúar til að ýtreka þessi mál og lét fylgja með þrjár spurningar, og hafa nú borist 22 svör frá forsetum, en þetta er mikilvægt til að vita hvernig staðan er með þessi mál í klúbbunum.

Fyrirlestur frá Þroska og Hegðunarstöð var næst dagskrá en hann flutti  Gyða Haraldsdóttir sálfræðingur til að kynna hreyfingunni starfsemina og jafnvel styrkja þetta verkefni sem er mjög áhugavert, t.d eftir söfnun K-lykils

Gunnlaugur spurði um hvað hún vissi um samstarf  BUGL og Kiwanis og þá styrki sem við höfum veitt til þeirra, og síðan var Gyðu þakkað fyrir . Gulnnlaugur  sagði jafnframt að þetta væri ekki sá fyrirlestur sem hann hefði talað um en það hefði verið frá Geðhjálp og var hann með tölvupóst til staðfesingar, en þetta verkefni og þessi stöð er ekki síður áhugaverð.

Tómas Sveinsson erlendur ritari flutti skýrslu þingnefndar í forföllum formanns og fór aðeins yfir undirbúning þingsins í Eyjum.

Eyþór Umdæmisféhirðiðr kom næstur með ársreikning síðasta starfsárs, sem varpað var uppá tjaldið og var útkoman á reikningum góð og hagnaður af rekstir umdæmisinns.

Bréf sem borist hafa var næst á dagskrá og síðan var komið að liðnum önnur mál.

Gunnlaugur umdæmisstjóri  las upp bréf frá forseta Keili um inntöku nýrra félaga gjöldin til umdæmis og hvernig ætti að lækka og í framhaldi kom fram eð þaueru oft rangtúlkuð þar sem matur klúbba er oft inní þessu og telja menn að þetta sé verið að greiða til hreyfingarinnar.

Kistján Jóhannsson Umdæmisritari kom næstur fyrir ferðanefnd og sagði frá því að það verði sent út bréf fljólega og líka til birtingar á vefnum, en grófur kostnaður fyrir hjón í þessa ferð til Indianapolis á 100 ára afmæli Kiwanis  er ca 500 þúsund, bréfið verður vonandi klárt í næstu viku til útsendingar.

Ólafur Svæðisstjóri Óðinssvæðis kom næstur í pontu með ýmasar athugasemdir sem brunnið hafa á mönnum í Óðinssvæðis finnst þeim t.d stífkrampaverkefnið dautt og kannast einginn forseti við að hafa fengið póst um þetta. Verkstjórnin þarf að vera á tánum og stjórna og á það við um öll verkefni. Ólafur spurði lika um ferðajöfnun síðustu ára  og  gjöldin  í klúbbum   Óðinssvæðis og sgaði dýrast á Siglufirði og ódýrast í Grímsey, Ólafur talaði um verkefni þar sem verið er að afhenta speglunartæki og meðfram því kynningar á Kiwanis í Skagafirði og Akureyri.

Eyþór Umdæmisritari þakkaði Ólafi fyrir frábært framtak fyrir norðan, og talaði jafnframt um ferðajöfnun og þingið í Eyjum en þar þurfa alli klúbbar ferðajöfnun, og því verður kostnaður og þinggjald hærra en ella.

Eyþór bar fram tillögu til fundarinns um reikninga og leggur til hluti hagnaðar síðasta starfsárs verði notað til framkvæmda við húsið. Og var tillagan samþykkt,  Önnur tillaga var borin upp af Gunnlaugi en þetta var óafgreidd tillaga  frá Ólafi svæðisstjóra Óðinssvæðís frá síðasta fundi um að fella niður gjöld á nýja félaga, sem verður gert.

Óskar Guðjónsson kom næstur upp og byrjaði að  tala um stífkrampaverkefni til að svara Ólafi og telur að starfið hafi verið öflugt, talaði um fjölgun o.fl, viðvörum að Kiwanisfólk sé ekki að veifa gömlum kjörörðum eins og við byggjum en kjörorð í dag er HJÁLPUM BÖRNUM HEIMSINS.

Gunnlaugur Umdæmisstjóri beinir til svæðistjóra á suðursvæðunum að gera tillögur að hvernig á að halda upp á 100 ára afmælið. Gunnlaugur  er með hugmynd   að halda jafnvel styrktartónleika  á þessum tímamótum.

Ólafur vill að menn beini sjónum sínum að Skjálfand með að ræða innra starf klúbbanna til að kanna stöðu með vinnuálag o.fl.

Magnús Eyjólfsson svæðisstjóri Ægissvæðis kom næstu og talaði um hvernig hvernig á að ávarpa fundi, Magnús þakkaði jafnframt Ólafi fyrir gott starf og áhugavert starf sem verið er að inna af hendi í Óðinssvæði og að venju fór Magnús með smá gamanmál. Jóhanna verðandi Umdæmisritari fékk næst orðið en hún var að koma á þennann Umdæmisstjórnarfund sem gestur og varpaði hún fram gagnrýni á ýmsa hluti í hreyfingunni og sínum hugleiðingum gagnvart niðurstöðum umræðuhópa og hvernig ætti að vinna úr 

þeim.

Ekki vildu fleiri taka til máls og sleit Umdæmisstjóri fundi þegar klukkan var að nálgast þrjú.

 

TS.

 

Myndir má nálgast HÉR