Afhending reiðhjólahjálma

Afhending reiðhjólahjálma


Nú er hafin afhending reiðhjólahjálma, sem Kiwanishreyfingin gefur öllum sex ára börnum á landinu  í samstarfi við Eimskip. Umdæmisstjóri Gunnlaugur Gunnlaugsson og umdæmisritari Kristján G. Jóhannsson fóru í dag (föstudag 17. apríl) í sex skóla í Reykjavík og afhentu hjálma. Gleði barnanna yfir því að fá reiðhjólahjálma, ljós og höfuðklúta leyndi sér ekki eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Mikil umræða hefur verið um að reglur skólayfirvalda í Reykjavík kæmu í veg fyrir að hjálmarnir yrðu afhentir á skólatíma.  Þær áhyggjur virðast hafa verið þarflausar því  umdæmisstjóra og umdæmisritara var vel tekið í öllum þeim skólum, sem þeir fóru í.