Fræðsla í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði

Fræðsla í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði


Laugardaginn 9 maí kl 1300.

Ægissvæði, Freyjusvæði, Sögusvæði

 

Andrés Hjaltason formaður fræðslunefndar setti fræðslufundinn og bað fundarmenn um að kynna sig, og endaði kynningin á fræðslunefndinni sjálfri. Andrés fór yfir dagskrá fundarinns, og síðan var Umdæmisstjórn næsta starfsárs kynnt.

Gunnsteinn Björnsson verðandi Umdæmisstjóri ávarpaði næst fundinn og kynnti sýnar helstu áherslur og kjörorðið  “Horfðu upp ekki niður, horfðu fram ekki aftur”

Gunnsteinn sagði að enn yrði  fjölgun sett á oddinn þar sem við þurfum að fjölga upp í eitt þúsund 2016 sem væri hanns takmark. 

K-dagur verður settur aftur inn á næsta starfsári og mun

 

reynsluboltinn Gylfi Ingvarssonar taka að sér að stýra þessu verkefni,en Gylfi gerði það síðast af miklum myndarskap. Gunnsteinn ætlað að vera í símasambandi við klúbba og embættismenn á sínu starfsári og nota rafpóst við tilkynningar og þessáttar.

Næst var farið yfir félagatalið í gagnagrunni KI og það kynnt og sá Konráð Konráðsson um það ásamt Benóný og Jóhönnu. Þetta verður mikil bylting fyrir hreyfinguna og fóru þau yfir hvernig á að fylla út sínar upplýsingar eða profile . Fundarmenn spurðu jafn óðum spurninga úr sal og greinilegt að fundarmenn eru áhugasamir um efnið og fræðslunefnd að leggja mikla vinnu í þetta kynningarstarf.

Næst var farið í kynningu á skýrslugerð í gagnagrunni KI og greinilega mjög spennandi framkvæmd þarna að verki. 

Að þessari kynningu lokinni var tekið kaffihlé, þar sem bornar voru fram veitingar af miklum myndarskap.

Í kaffihléi ávarpaði Gylfi Ingvarsson fundinn og skýrði frá því að hann hafi tekið að sér K-dagsverkefnið á næsta starfsári eins og komið hefur fram og biðlaði til fundarmana að láta sig vita af góðum félögum í klúbbunum til að taka að sér að vera tengiliður við K-dag.

Að loknu kaffihléi var haldið áfram við skýrslukynningu og einnig var sýnt hvenig útfyllt skýrsla lýtur út ef hún hefur verið  send í tölvupósti.

Næst kom fræðsla um hreyfinguna og helstu ártöl o.fl sem Benóny fór yfir og þar á meðal skipurit Kiwanis, dagsetningar á skýrsluskilum og o.fl sem embættismenn þurfa að hafa í huga, bæði sem forsetar og ritarar klúbbanna. Síðasti hluti fræðslunar var eiginlega eingöngu fyrir forseta og auðvitað þá sem vildu sitja áfram sem voru þó nokkurir.

Gunnsteinn Björnsson Umdæmisstjóri 2015-2016 flutti síðan lokaorð og þakkaði mönnum góða mætingu og góða fundarsetu, og að erindi Gunnsteins loknu sleit Andrés Hjaltason formaður fræðslunefndar þessum ágæta fræðslufundi sem ég held að menn hafi verið almennt ánægðir með og frábær mæting.

 

TS.

 

Myndir má nálgast HÉR

 

Myndband má nálgast HÉR