Umdæmisstjórnarfundur 16 maí 2015

Umdæmisstjórnarfundur 16 maí 2015


S.l laugardag 16 maí var haldinn umdæmisstjórnarfundur að Bíldshöfða 12 í Reykjavík, góður og gagnlegur fundur og margt var rætt. Umdæmisstjóri setti fund stundvíslega kl 10.00 og bauð fundarmenn velkomna, og hóf síðan máls sitt og rætti um það sem á hanns daga hafi drifið upp á síðkastið og þá sérstaklega Hjálmaverkefnið. Umdæmisstjóri bað síðan Svæðisstjórana að koma upp og fara með úrdrátt úr sínum skýrslum, og síðan embætismenn einn af öðrum. Síðan var opnað fyrir umræður um skýrslur sem urðu þó nokkurar. Konráð Konráðsson tengiliður við gagnagrunn kom næstur og kynnti nýja gagnagrunninn og skýrslugerð í gegnum hann sem verið er að taka í notkun. Fjárhagsnefnd kynnti fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2015 - 2016 og var síðan opnað fyrir umræður, og voru gerðar nokkurar athugasemdir, og að þessu loknu var gert matarhlé.

Að matarhléi loknu kom fjárhagsnefnd með breytingar á  fjárhagsáætlun eftir þeim athugasemdum sem höfðu borist. Næst var komið að Laganefnd og var það Sigurgeir Aðalgeirsson formaður laganefndar sem kom upp með smá inngang um nýju umdæmislögin og bað síðan Óskar Guðjónsson þýðanda laganna að koma upp og kynna þau sem Óskar gerði vel á glærum og öðrum útskýringum.

Eyþór Einarsson Umdæmisféhirðir kom næstur með sex mánaða uppgjör og voru fundarmenn almennt ánægðir með útkomuna. Undir liðnum önnur mál voru góðar umræður og m.a þakkaði Ólafur Jónsson Svæðisstjóri Óðinnssvæðis fyrir veitta aðstoð við Kiwanishátíðina sem haldin var á Glerártorgi á Akureyri og þótti takast með afbrigðum vel.

Kjörumdæmisstjóri kom að lokum í pontu og sagði undirbúning sinn ganga vel og ágætlega gengi að fá embættismenn til starfa, en eins og áður hefur komið fram ætlar Gunnsteinn m.a að hafa K-dag á næsta ári og ætlar Gylfi Ingvarsson að taka að sér að stýra verkefninu. Að loknu máli Gunnsteins sleit Umdæmisstjóri fundi.

 

Myndir má nálgast HÉR

 

Myndband má nálgast HÉR

 

Fundagerð má nálgast HÉR

 

Skýrslur má nálgast HÉR