Sumarhátið og heimsókn heimsforseta í Óðinssvæði !

Sumarhátið og heimsókn heimsforseta í Óðinssvæði !


Nú ferð að líða að okkar Sumarhátíð að Ártúnum helgina 19 – 21 Júní.

Vonandi hafa þeir er þar ætla að vera og samfagna með okkur og ætla sér inni gistingu hafi haft samband og bókað gistingu.

Ég þarf mjög nauðsynlega að fá einhverjar tölur frá ykkur um mætingu, þar sem ég mun útbúa matinn fyrir laugardagskvöldið. Gott væri að fá þær tölur í síðasta lagi 

 

þriðjudagskvöldið 16 júní

Eins og sagði í síðasta pósti um sumarhátíðina þá verðum við með sameiginlegan kvöldverð á laugardagskvöldinu og mun ég koma með allt er þar þarf til.

Pylsur ásamt viðeigandi meðlæti verður til staðar fyrir unga fólkið ef það óskar þess.

Ekkert verður rukkað í matinn fyrir 15 ára og yngra

Leggjum áherslu á að sem flestir mæti og verum virk í að kanna hug okkar félaga.

 

Hlakka til að sjá ykkur sem flest.

 

Heimsforseti Kiwanis á norðurlandi.

 

Að loknu Evrópuþingi nýverið í Luxemburg ákvað heimsforseti að koma á Umdæmisþing í Vestmannaeyjum í haust og mun hann koma af Umdæmisþingi Norden í Noregi mánudaginn 7 september.

Hann mun koma síðan á þriðjudeginum í fylgd Gunnlaugs Umdæmisstjóra á Sauðárkrók og um kvöldi þann 8 september verður haldinn kiwanisfundur með honum hjá Drangey.

Fundurinn hefur ekki verið tímasettur nákvæmlega og mun sú tilkynning verða send út er nær dregur.

Það er heiður fyrir okkur í Óðinssvæði að fá slíka heimsókn og væri gaman að sjá félaga frá fleiri klúbbum í svæðinu.

Mun verða gefin út nákvæm tímasetning og dagskrá er líður að hausti.

 

Eftir höfðinu starfa limirnir...

 

Með Kiwaniskveðju og tilhlökkun að sjá ykkur

 

Ólafur Jónsson Svæðisstjóri Óðinssvæðis 2014 -2015