Evrópuþing Kiwanismanna var haldið í Luxemburg dagana 3-7 júni s.l.

Evrópuþing Kiwanismanna var haldið í Luxemburg dagana 3-7 júni s.l.


Fjöldi fólks mætti á svæðið og mikil og góð þátttaka í  þinginu sjálfu.

Vinsent Salamander  Evropuforseti setti það og benti á að um alla borg væru dúkkur sem væru eftir marga fræga listamenn í svipuðum stíl og dúkkur sem hafa verið gefnar í sjúkrabíla víða um lönd til styrktar stífkrampaverkefninu. Það kom í ljós að okkur hefur tekist að útrýma stífkrampa í nokkrum löndum, en betur má ef duga skal og heldur verkefnið áfram. Við höfum því miður ekki staðið okkur sem skyldi við söfnun í verkefnið og var okkur bent á það.

 

Evropuforseti hefur unnið mikið verk að fækka þeim klúbbum sem ekki borga og er allveg ófeimin við það, t.d. voru nokkrir klúbbar í Póllandi  strokaðir út vegna þess að í ljós kom að þeir voru aðeins til á pappírum og þáðu styrkji frá kiwanis aðrir fengu stranga áminningu vegna skulda.

100 ára afmæli hreyfingarinnar var minnst á veglegan hátt  á öllu þinginu.

Margt var til gamans gert t.d. var boðið í heimsókn til klúbba í nágrenninu og fórum við hjónin í heimsókn í klúbb sem er norðan við borgina í bænum. Eisleck og tók ferðin þangað rúman klukkutíma og ekki skemmdi fyrir að sjá hve fallegt var á leiðinni.

Þar voru mættir fulltrúar frá UNICEF til að taka á móti framlögum frá þessum klúbbi, en hann hafði safnað mest.

Farið var með maka í Mosel dalin í vínsmökkun og siglingu á ánni Mósel.

Og síðan var farið í skoðunarferð um borgina.

Þetta var allveg frábær ferð í alla staði veður var gott 25-28 stiga hiti og sól og gott að koma úr snjónum í  fallegt og sólrikt umhverfi.

 Eikunnarorð mitt  þetta kjörtímabil Eflum starf og vináttu átti svo sannarlega rétt á sér þarna,  kostnaður er mikill við svona flott þing og afmæli og hver fyrir sig þurfti að borga á alla viðburði og heimsóknir, en það er þess virði.

Ég vil að lokum þakka samferðafólki okkar hjóna fyrir frábæra ferð.

Kveðja 

Gunnlaugur Gunnlaugsson

Umdæmisstjóri.

 

Myndir má nálgast HÉR

Myndband má nálgast HÉR