Sumarhátíð Óðinssvæðis var haldin dagana 19 – 21 júní að Ártúnum við Grenivík.

Sumarhátíð Óðinssvæðis var haldin dagana 19 – 21 júní að Ártúnum við Grenivík.


Mæting var mjög góð og mun hafa verið á milli 90 og 100 mans á svæðinu á laugardeginum.

Fólk fór að tínast á svæðið uppúr hádegi á föstudeginum í brakandi sól og um 20° hita, örlítið kólnaði á laugardeginum þar sem þoka fyllti Eyjafjörðinn en í kringum útivistarsvæðið var þokulaust og sólin yljaði gestum.

Farið var í nokkra fjölskylduleiki eftir að hátíðin var formlega sett á

laugardeginum og skemmtu sér jafnt eldri sem ungir.

Um kvöldið var sameiginlegur kvöldverður í sal er boðið er uppá og var grillað lamb, grís og nýflökuð bleikja ásamt meðlæti.

Svæðisstjóra til aðstoðar voru umdæmisstjóri Gunnlaugur og landhelgisskipherran Einar Heiðar og síðan voru margar góðar hendur kvenna er sáu um inni vinnuna.

Frábær helgi sem tókst að ég tel sérlega vel og gaman var hversu margir mættu á þettan frábæra útivistar stað.

Fólki líkaði svo vel staðurinn að ákveðið var að halda þessa útihátíð þar að ári.

Svæðisstjórinn er stoltur af sínu fólki í svæðinu og þar sést hversu samtaka félagar eru í að gera góða hluti betri.

 

Með sumar kveðju og tilhlökkun að sjá sem flesta í Eyjum

 

 

 

Eftir höfðinu starfa limirnir...

 

 

Ólafur Jónsson Svæðisstjóri Óðinssvæðis 2014 -2015