Frá heimsþingi 215

Frá heimsþingi 215


100. þing KI var haldið með pompi og prakt í Indanapolis í Indianaríki í júnílok. Þetta var jafnframt 100 ára afmælisþing hreyfingarinnar og hátíðabrigði því meiri heldur en á hefðbundnum þingum. Engu að síður voru fastir liðir eins og vanalega, setning, þing og lokaathöfn.

Til þings voru mættir 6-7 þúsund Kiwanisfélagar víðs vegar að úr heiminum. Með í tölunni eru um 1500 ungliðar sem héldu sín þing á sama tíma, þ.e. CKI, Key-Club og Action Club. Óneitanlega settu þessi ungmenni mikinn og öðruvísi svip á þingið!

Öll umgjörð var til fyrirmyndar og ótrúlega mikið af mál- og vinnustofum sem þinggestir höfðu aðgang að. Höfuðstöðvar okkar eru í Indianapolis og þingið þannig á heimavelli.  Mun auðveldara var því um allt skipulag  og framkvæmd, heldur en t.d. í Tokíó árið áður, enda fór ekki á milli mála hverjir voru mættir bæinn þingdagana.  

Íslenska þingnefndin var venju fremur fjölmenn eða 8 manns: Gulli, Kiddý, Gunnsteinn, Óskar, Konný, Steingrímur (Eldey) og Jóhann Ólafur og Ragnar (Helgafelli). Makar voru að sjálfsögðu með í för eða þær: Sigríður, Valgerður, Lea og Maggý. 12 mann hópur er kannski ekki sá fjöldi sem fyrirsjánlegt var að sækti þingið, þegar það bar fyrst á góma fyrir um ári síðan. Margt kom þar til sem ekki verður rakið hér, en ekki þurftum við að skammast okkar fyrir þátttökuna  því margar stærri Evrópuþjóðir stóðu sig lakar en við, t.d. voru þingfulltrúar Norden ekki nema 2 og sami fjöldi frá Hollandi. Ætli íslenski hópurinn hafi ekki verið um 10% af Evrópubúunum á svæðinu!!! 

3 frambjóðendur höfðu áhuga á að gerast varaforseti KI. Öll voru þau mjög frambærileg, en þegar upp var staðið var það Íslandsvinurinn Jim Rochford sem hafði sigur strax í fyrstu atrennu. Framganga kvenn náði nýjum hæðum á þessu þingi því þar var Sue Petresin, endanlega samþykkt seem fyrsti kvenheimsforseti hreyfingarinar! 

Fyrir þinginu lágu 9 tillögur til breytinga á alþjóðalögum. 6 þeirra voru samþykktar en 3 felldar. Sumhverjar þeirra fyrrnefndu snerta okkur ekki mikið.  Helst er það þó tillagan um að hækka erlend gjöld um $10 sem, samþykkt var með um 80% atkvæða. Þessa var vænst, enda gjöldin ekki hækkað í 12 ár. Ef samþykktin hefði ekki komið til hefði hreyfingin nánast orðið gjaldþrota inna fárra ára. Önnur samþykkt snertir tímasetningu umdæmisþinga, en nú má halda þau allt fram til 25. september í stað 15.

Miklar umræður urðu um 2 þeirra tillaga sem voru felldar. Hin fyrri gekk útá að,“ef þess þyrfti“, fengi Heimsstjórn einhliða ákvörðunarvald til að vísitöluhækka gjöldin að hámarki um 5% á ári hverju, í stað þess að koma á 6-10 ára millibili fram með tillögur um stórar hækkanir. Hin tillagan gekk útá að leggja niður kosningar forystusveitar og lagabreytingar á þingum, en að þessir þættir flyttust á vefinn og þingum yrði jafnframt streymt í einhverju mæli. Athygliverð tillaga sem í reynd er framkvæmanleg, en engu að síður er greinilegt að sníða verður af henni ákveðna vankanta áður en heimsþingsfulltrúar eru tilbúnir til að taka slíkt framfaraskref.

Þetta þing markaði upphafið að endi 3ja ára setu undirritaðs í heimsstjórn Kiwanis. Það voru  gleði- og saknaðartilfinningar ásamt sterkum þakklætisstraumum sem fóru um mann þar sem maður stóð á sviðinu og kvaddi! 

[ÓG]