Umdæmisstjóri fundar í Eyjum !

Umdæmisstjóri fundar í Eyjum !


Gunnlaugur Gunnlaugsson umdæmisstjóri ásamt Eyþóri umdæmisféhirði skelltu sér til Eyja til að kanna aðstæður og funda með Þingnefnd Helgafellsmanna. Allur undirbúningur er á góðu róli og mikið búið að gera, en nú um þessar mundir er verið að setja upp lyftu í Kiwanishúsið þar sem þingsalur er á þriðju hæð, einnig er búið að mála allt húsið. Einnig eru í boði tveir aðrir salir nánast við sömu götu og tölvuver í næsta húsi þar sem boðið verður upp á kennslu í

skýrlugerð í nýja gagnagrunninum. Setning fer fram í Landakirkju og lokahóf verður í Höllinni. Boðið verður upp á rútuferðir á setningu og fleiri viðburði sem verða í gangi og m.a er makaferð í smíðum. Endanleg dagskrá þingsins er komin og er hún hér meðfylgjandi og einnig á þingvefnum.

Við viljum endilega minna þá embættismenn sem eiga að panta sjálfir með Herjólfi að gera það sem fyrst því mikil traffík er með skipinu.

 

TS.

 

Dagskrá má nálgast HÉR