Umdæmisstjórnarfundur 14 nóv. 2015

Umdæmisstjórnarfundur 14 nóv. 2015


Umdæmisstjóri Gunnsteinn Björnsson setti fund stundvíslega kl.10.00 og sagði frá því að hann hefði sent samúðarkveðjur frá okkur til umdæmisstjóra í Frakklandi vegna voðarverkana sem þar hafa verið framin. Gunnsteinn fór síðan yfir sína skýrslu og hvað hefði á daga hanns drifið síðan hann tók við embætti í Vestmannaeyjum í september og síðan voru opnaðar umræðum um skýrslurnar sem nú munu birtast á innraneti kiwanis.is sem verður tekið í notkun nú í vikunni. Nokkurar umræður urðu um skýrslur sem höfðu borist rafrænt fyrir fundinn. Ragnar Örn kom í pontu í næsta lið og fór yfir starf Kynningar- og markaðsenfndar sem er að leggja úr vör með mikið og spennandi starf sem framundan er og mun Ragnar koma á Svæðisráðstefnur og kynna nefndina og væntanlegar

áherslur. Gylfi Ingvarsson kom næstur fyrir K-dagsnefnd og fór yfir áherslur nefndarinar en K- dagur verður í október 2016. Diðrik Haraldsson kom og kynnti fyrir okkur væntanlega ferð til Austurríkis á Evrópuþing en kynningarefni um þessa ferð er hér á vefnum, og er enn eithvað af sætum laus í þessa ferð en vel hefur gengið að bóka. Næst var komið að því að staðfesta nýju umdæmislögin sem kynnt voru á umdæmisþinginu í Vestmanneyjum og Óskar Guðjónsson og hanns fólk hafa verið að þýða og koma í skikkanlegt horf. Óskar fór yfir efnið og að því loknu voru lögin samþykkt samhljóða og munu þau birtast hér á vefnum í endanlegri mynd innan skamms. Eyþór Einarsson formaður fjárhagsnefndar fór yfir drög að ársreikningi og útskýrði stöðuna fyrir fundarmönnum, en stefnt er að því að ársreikningur verði klár á næsta umdæmisstjórnarfundi. Gunnsteinn fór næst  yfir Evrópumálin og vinnubrögðin þar á bæ. Næst var komið að skipun Uppstillinganefndar fyrir kjör- kjörumdæmisstjóraleit , og var samþykkt tillaga stjórnar að nefndina myndu skipa , Óskar Guðjónsson, Raganr Örn Pétursson, og Hjördís Harðardóttir. Nokkurar umræður urðu undir liðnum önnur mál og síðan var fundi slitið.

 

TS.

 

Myndir 
http://kiwanis.is/is/image/83948