Svæðisráðstefna í Sögusvæði

Svæðisráðstefna í Sögusvæði


Svæðisráðstefna í Sögusvæði var haldin á Kirkjubæjarklaustri sl. laugardag 21 nóvember. Menn fjölmenntu austur og líka vestur í blíðskapaveðri og voru mættir embættismenn frá öllum klúbbum, og einnig var kjörumdæmisstjóri Haukur Sveinbjörnsson mættur í heimsókn í sitt svæði. Svæðisstjóri Tómas Sveinsson setti fund kl 13.00 og fór lauslega yfir sína skýrslu og því starfi sem hefur verið á döfinni frá því hann tók við embætti, og einnig því helsta sem fram kom á umdæmisstjórnarfundi um síðustu helgi. Flestir klúbbar skiluðu skýrslum rafrænt og var forsetum boðið að flytja úrsrátt úr sýnum skýrslum og þei  að lesa sýnar skýrslur sem ekki skiluðu rafrænt, og síðan var opnað fyrir umræður sem urðu nokkurar. Haukur ávarpaði fundinn og  sagði

frá því sem á daga hanns hafi drifið frá því að hann tók við embætti, fræðslu í USA o.fl

Einnig kynnti Haukur kort sem hann er að gera í samstarfin við Olís það sem hreyfingin kemur til með að fá inn  einhverjar krónur þegar við tökum eldsneyti eða verslum annan varning út á kortið, sem verður tengt inn á kreditkortareikning.

Nokkur mál voru rædd eins og fyrirmyndarviðmið klúbba, væntanlegur kynningarfundur um hreyfinguna á Hellu í febrúar, tillöguð aðmkjör- kjörsvæðisstjóra og síðan liðurinn önnur mál. Fundi var síðan slitið um þrjúleytið, og menn héldu heim á leið í blíðunni.

 

TS.