Frá umdæmisritara.

Frá umdæmisritara.


Skýrsluskil með nýja forminu hafa gengið betur en ég þorði að vona, 18 klúbbar hafa skilað skýrslum sínum á netinu. Það tekur tíma að breyta kerfi sem verið hefur við líða í langan tíma. Kiwanis International ákvað að breyta forminu sem við Konráð kynntum á umdæmisþinginu og þurftum við því að breyta öllu fræðsluefninu sem við vorum búin að útbúa fyrir ritara. Á þessu nýja formi eru ekki eins miklar upplýsingar eins og áður var t.d. eru hvorki stjórnarfundir né svæðisráðsfundir skráðir. 

Í samráði við umdæmisstjóra hef ég ákveðið að vera á skrifstofu umdæmisins að

Bíldshöfða 12, þriðjudaginn 1. desember og miðvikudaginn 2. desember milli 17 og 19 og aðstoða ritara við að fylla út skýrslurnar. Einnig mun ég verða á svæðisráðsfundi Óðinssvæðis til aðstoða ritara við útfyllingu á skýrslunum. Hlakka til að sjá sem flesta ritara og/eða aðstoðarmenn, það er ekkert að því að 2 aðilar komi að þessu hjá hverjum klúbbi.

 

Horfum upp ekki niður - horfum fram ekki aftur.

Jóhanna M Einarsdóttir umdæmisritari