Frá Drangey !!

Frá Drangey !!


Kiwanisklúbburinn Drangey stendur fyrir kynningar og upplýsingafundi þann 13 febrúar nk.

Er það ætlun klúbbsfélaga að kynna starf klúbbsins ásamt því að upplýsa í hvað safnað fé ( styrktarfé ) fer.

Til þess að gera þennan kynningarfund öflugri er ætlunin að fá til sín tæki og búnað er klúbburinn hefur gefið eða staðið í að styrkja kaup á á liðnum árum.

Einnig munu fulltrúar styrkþega koma og segja frá hversu mikilvægt það er þeim að hafa félagasamtök eins og Kiwanisklúbbinn Drangey í samfélaginu.
Sveitarstjóra hefur verið boðið að koma

og segja frá hvað klúbburinn gerir fyrir Skagfirskt samfélag
Fundurinn er haldinn að deginum til svo gestir getið skoða þau tæki og þann búnað er komið verður fyrir fyrir utan fundarstað.
Svo sem bílar þeir er fötluðum var gefin, körfubíll frá slökkviliði, bílar og tæki frá björgunarsveit, yfirlæknir heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki,
fulltrúi frá heimili daagvistunar fatlaðra o.fl.

Þessu til áréttingar höfum við hafið auglýsingaherferð til að vekja athygli á þessu átaki í að ná inn nýjum félögum og styrkja umhverfi okkar til frekari styrksöfnunar.

Móttökunefnd klúbbsins var falið að sjá um þennan fund og er undirbúningur í fullum gangi.

fh. Mótökunefndar Kiwanisklúbbsins Drangeyjar

Ólafur Jónsson formaður