Frá Fræðslunefnd

Frá Fræðslunefnd


regist hefur að setja inn dagskrá Umdæmisþingsins 13-14.mai nk.

 

Enn hvað varðar fræðslu embættismanna.  Forseta, ritara og féhirða þá fer sú fræðsla fram á föstudeginum  13.mai 2016 og hefst stundvíslega kl. 10,00 í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6,  108 Reykjavík.   

 

Mun áhersla vera lögð á í forsetafræðslunni að vinna saman og verða verkefni hjá forsetum 

þar sem þarf samvinnu við  að klára verkefnið.  Forsetum  sýnt fram á hver stjórnar klúbbnum og ábyrgð sú sem því fylgir.  Væntanlegir svæðisstj.  verða fengnir til að hjálpa við að leysa verkefni  og kynnast þá sínum forsetum í leiðinni.     Farið yfir hvernig á að setja upp fund,  innra starfið gert skemmtilegt og hvert er leyndarmálið við að gera ræður.   Vera sýnileg nota Facebook og aðra miðla og

margt fleirra.

 

Í fræðslu ritara verður farið yfir hinar miklu ábyrgð sem fylgir ritarastarfinu og þeir látnir síðan vinna verkefni sem verður sett fyrir þá í lokin.

 

Í féhirðafræðslunni verður farið yfir allar nauðsynlegustu dagsetningar sem féhirðir þarf að hafa á hreinu. Innheimtur klúbbmeðlima,  uppsetn. kostnaðaráætlun og fleirra.  

 

Kl. 10,00 – 11,00   Koma allir saman í einum sal þar sem Haukur Sveinbjörnsson Umdæmisstjóri 2016-7 og Óskar Guðjónsson fyrrv. Umdæmisstjóri og fyrrverandi nefndarmaður heimsstjórnar verða með smá erindi.   Verður farið lauslega yfir tilgang fræðslunar og hvernig hún mun fara fram síðar um daginn.

 

Kl. 11,00 – 12,00    Verður síðan hópnum skipt niður í þrjá hópa.    Forsetar, ritarar og féhirðar.   Mun fræðslan þá fara fram í þremur sölum.

 

Kl 12,00 – 12,30  Matarhlé.

 

Kl.12,30 – 14,00  Fræðsla forseta (framhald)

 

Kl.12,30 – 13,30  Fræðsla ritara (framhald)

 

Fræðslunefndin hlakkar til að hitta ykkur öll þann 13.mai nk.    Gerum þessa fræðslu skemmtilega og lifandi með að taka þátt og mætum hress til leiks.   Því eins og við Kiwanismenn og konur vitum þá er alltaf skemmtilegt að vinna saman. 

 

 

 Fræðslunefnd 2016-2017

 Guðlaugur Kristjánsson form. fræðslunefndar

 gulli@vmh.is