Ferð um Reykjanes með erlendu þing gestina.

Ferð um Reykjanes með erlendu þing gestina.


Föstudaginn 13. maí var farið með erlenda gesti á Kiwanisþinginu um Reykjanes. Það var Gústi hjá Unique Iceland tours sem fór með hópinn á sérútbúnum jeppa sem kemst yfir fjöll og firnindi. Þó Reykjanesskaginn sem ekki mjög stór er þar margt sjá. Hópurinn stoppaði nokkrum sinnum við Kleifarvatn og sá m.a. annars tröllið í vatninu, hellisskúta og jarðhitasvæðið í Seltúni. Þá var keyrt að Geitahlíð og gengið upp á Stóru-Eldborg sem er sérlega glæsilegur hraungígur. Þaðan var svo haldið á Selatanga. Þar má sá má sjá tóftir sjóbúða og fallegar

hraunmyndanir auk þess sem hafið leikur um ströndina. Á leiðinni til Grindavíkur var keyrt um elsta hluta bæjarins þar sem sjá má hvar byggðin stóð eitt sinn og einnig minnisvarða um þau sjóslys sem hafa orðið við bæinn. Á veitingahúsinu Bryggjunni var snædd dýrindis humarsúpa og slegið á létta strengi. Síðasti viðkomustaður í ferðinni var svo Bláa lónið. Gestirnir voru afar ánægðir með ferðina. 

SES.