Óskar Guðjónsson kjörinn til forseta Kiwanis í Evrópu !

Óskar Guðjónsson kjörinn til forseta Kiwanis í Evrópu !


Ánægjuleg tíðindi hafa borist frá Evróðuþinginu í Austurríki en Óskar okkar Guðjónsson úr Eldey í Kópavogi var kjöinn til embættis Evrópuforseta með miklum yfirburðum, ekki nóg með það heldur var

uppskera Norðurlanda í  kosningum  á  Evrópuþing í Villach  mjög góð.

Í kosningum til Evrópu trustee hafði  Paul Inger Paulson sigur í annari umferð og í Evrópuforseta kosningum vann  Óskar okkar stór sigur fékk 135 atkvæði af 176 gildum .

Óskar þarf vart að kynna fyrir

Kiwanisfólki en Óskar er fæddur í Reykjavík 10. júní árið 1952. Hann er giftur Konnýu R. Hjaltadóttur leikskólasérkennara. Þau búa í Kópavogi ásamt dóttur sinni Eddu Ósk (22), en eiga sömuleiðis soninn Sigurð Heiðar (32) sem býr ásamt sambýliskonu sinni og afastráknum Oliver (2) í Danmörku.
Óskar er lærður bókasafnsfræðingur frá HÍ (BA)og Rutgers University í Bandaríkjunum (MLS) og starfaði frá 2004  hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur sem safnstjóri í Sólheima- og Ársafni, en hefur nú um nokkuð skeið starfað sem forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar. Áður starfaði hann um 18 ára skeið hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli sem forstöðumaður almenningsbókasafns og deildarstjóri Tómstundadeildar. Þar gengdi hann einnig stöðu formanns FÍSK (Félags íslenskra stjórnunarstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli) um 8 ára skeið. Þegar vallarvistinni lauk lá leiðin í stjórn SBU (Stéttarfélag bókasafns og upplýsingafræðinga), þar sem hann er formaður í dag. Á faghliðinni settist hann í stjórn Upplýsingar fyrir 4 árum en hvarf þaðan á vordögum. Mjög skemmtilegt og ögrandi starf með frábæru og gefandi fólki.  Einnig hefur Óskar reglulega kennt námskeið við BSU-skor HÍ og kenndi einnig við útibú University of Maryland á Keflavíkurflugvelli.
Óskar gekk til liðs við Kiwanishreyfinguna 1992, er hann gekk í Kiwanisklúbbinn Brú á Keflavíkurflugvelli. Þetta var fjölþjóðaklúbbur, sem átti sér fáa líka, vikulegir fundir fóru fram á ensku, og mikið var um að íslenskir klúbbar heimsóttu Brú, hvort sem það var vegna félagskaparins eða þess sem til skamms tíma var einungs veitt á vallarsvæðinu? Þar gengdi Óskar flestum störfum og var forseti klúbbsins 1994-1995.
Þegar Brú hætti starfsemi árið 2003 lá leiðin í Kiwanisklúbbinn Eldey í Kópavogi þar sem Óskar var forseti 2007-2008. Óskar var kallaður til ábyrgðarstarfa á vegum umdæmisins árið 2000 og hefur verið viðloðandi umdæmisstjórnun síðan þá, m.a. gengt störfum formanns stefnumótunar-, golf- og Internetnefndar, verið umsjónarmaður gagnagrunns, og erlendur ritari og umdæmisritari. Þegar áskorun um að takast á við æðstu stöðu hreyfingarinnar lá fyrir var ekki skorast undan og slagurinn tekinn. Hann hlaut brautargengi og tók við starfi umdæmisstjóra 1. okt. 2009 og vegna óviðráðanlegra aðstæðna gegndi Óskar því Embætti í tvö starfsár. EInnig hefur Óskar verið fulltrúi í heimstjórn sem 

trustee.

 

Við óskum Óskari og Konný og hreyfingunni í heild til hamingju með þessa frábæru kosningu og hann á eftir að hrista aðeins upp í þessu og standa sig með sóma.

 

TS.