Stjórnarskipti hjá Sólborgu í Hafnarfirði.

Stjórnarskipti hjá Sólborgu í Hafnarfirði.


Stjórnarskipti hjá Kiwanisklúbbnum Sólborg voru haldin 7.okt. sl. Ný stjórn tók við völdum undir stjórn Vilborgar Andrésdóttur, en með henni í stjórn eru Petrína Ragna Pétursdóttir kjörforseti, Karlotta Líndal ritari, Þorbjörg Lilja Óskarsdóttir féhirðir, meðstjórnendur Hafdís Ólafsdóttir, Dröfn Sveinsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir og fráfarandi forseti Hjördís Harðardóttir.

Fráfarandi forseti veitti nokkrar viðurkenningar og má þar nefna að 4 félagar fengu viðurkenningu vegna 100% mætinga en það voru

Petrína Ragna Pétursdóttir, Hafdís Hlöðversdóttir, Vilborg Andrésdóttir og Þorbjörg Lilja Óskarsdóttir. Einnig fengu 4 félagar útnefningu frábærir félagar en það voru Petrína Ragna Pétursdóttir, Hafdís Hlöðversdóttir, Þorbjörg Lilja Óskarsdóttir og Dröfn Sveinsdóttir.

Hjördís Harðardóttir fráfarandi forseti veitti síðan tveimur konum gullstjörnu Kiwanis og voru þær Þyrí Marta Baldursdóttir og Petrína Ragna Pétursdóttir skrýddar gullstjörnunni.

Mikið og öflugt starf hefur verið í klúbbnum í undir stjórn Hjördísar og alltaf mikið hlegið og gaman á fundum og má segja að mikill léttleiki hefur fylgt klúbbnum. Nú tekur nýr forseti við og veit ég að hún kemur til með að halda áfram með þetta öfluga starf í klúbbnum.