Umdæmisstjórnarfundur.

Umdæmisstjórnarfundur.


Umdæmisstjórnarfundur 26 nóvember 2016

Haukur umdæmisstjóri setti fund kl 10.oo og tilkynnti að hann myndi keyra fundinn áfram og í stað þess að taka matarhlé yrði borðað eftir fundinn vegna þess að menn þurfa að komast til síns heima .  Fundurinn hófst á kynningu fundarmanna sem koma víða að. Haukur hóf síðan skýrsluliðinn á sinni skýrslu og stiklaði á stóru yfir starfið og það sem búið er verið að gerast hjá honum síðan hann tók við embætti Umdæmisstjóra. Sigurður Einar Umdæmisritari kom næstur með úrdrátt úr sinni skýrslu, en þess er vert að geta að allar skýrslur stjórnar og nefndarmanna munu birtast hér á vefnum um leið og fundagerðin er klár. Magnús Umdæmisféhirðir kom næstur og sagði að ársreinkningur síðasta starfsárs fylgir hanns skýrslu og er búið að senda hann til endurskoðunar, Magnús fór lauslegar yfir fjármálin og hanns starf og er ekki að sjá annað en 

allt sé á réttri leið. Magnús þakkað einnig fyrir vel heppnaðr breytingar á húsnæðinu hér á Bíldshöfðanum eftir það vatnstjón sem við lentum í, en félagar í Höfða hafa séð um þessar framkvæmdir. Konráð kjörumdæmisstjóri kom næstu með skýrslu sýna og fór yfir sitt starf það sem af er starfsárinu og hanns undirbúning til að taka við embættin. Konráð sagði m.a að það hafi orðið viðsnúningur í íslenska umdæminu þar sem fjölgun hefur átt sér stað. Næst var komið að skýrslum svæðisstjóra og reið Sámal svæðisstjóri Færeyjasvæðis á vaðið með sýna skýrslu. Sámal er að standa sig vel, er áhugasamur og er að gera góða hluti og sagði hann frá því sem frændur okkar í Færeyjum eru að gera um þessar mundir. Emelía Dóra kom næst fyrir Ægissvæði og fór yfir sín störf en mikið og gott starf er verið að vinna í svæðinu og lýsti Emelía ánægju sinni með Stefnumótunarþingið sem haldið var í Hafnarfirði fyrr í mánuðnum, Emelía sagði jafnframt að riturum finnst formið á skýrslum í gagnagrunninum flókið en að Sigurðu Einar Umdæmisritari væri búinn að bæta úr þessu mað að gera leiðbeiningar fyrir skýrslugerðina sem eru komnar inn á kiwanis.is. Jóhannes svæðisstjóri Freyjusvæðis kom næstur  og fór lauslega yfir sín störf og það sem er að gerast í svæðinu, Jóhannes sagði m.a að K- lykillinn sem húslykill væri barn  síns tíma þar sem miklar breytingar væru á læsingarkerfum í heimahúsum og varpaði því fram hvort ekki væri hægt að nota minnislykil USB í staðinn svona til að fylgja þróuninni. Benedikt kom næstur fyrir Óðinssvæði og fór yfir sitt starf og sagði m.a að hann vildi hafa stjórnarskipt í klúbbunum í sínu svæði sameiginleg og sendi í framhaldi spurningar út í klúbbana til svara og yrði efnið notað á Svæðisráðsfundi. Benedikt er búinn að heimsækja alla klúbba nema Grím í Grímsey  en hann ætlar að heimsækja þá í apríl. Benedikt hélt góða tölu yfir fundarmönnum í restina um fundarsköp og virðingu í hreyfingunni. Sigurður Einar umdæmisritari fór yfir skýrslu Sögusvæði í forföllum Jóhanns svæðisstjór og sagði m.a frá netfundi sem haldinn var í svæðinu s.l laugardag sem tókst með ágætum en verið var að prufa Skype for buisness sem við erum komnir með aðgang að í gegnum Microsoft Office 365. Næstur í pontu kom Gylfi Ingvarsson formaður K-dagsnefndar og fór yfir undirbúning og verklag K-lykilssölunar og allt það mikla starf sem nefndin er búin að skila í þessu mikla verkefni sem er okkar hreyfingu til mikils sóma. Gylfi skilaði þakklæti frá þeim samtökum sem við höfum verið að styrkja og sagði jafnframt í sambandi við að selja USB lykla að það væri hreinlega of dýrt. Gylfi vill hafa K-dag aftur eftir tvö ár og í framhaldi af því þarf að skoða hvort breytt verði um lykla eða merki en ekki fyrr því það væri enn til góður lager. Gunnsteinn  sagði að hann tæki að sér kynna þetta verkefni og koma því á heimasíðu Kiwanis í Evrópu. Kristinn Örn sagði frá framkvæmd sölu K- lykils á Akureyri og bætti við að það þarf fleiri posa í umferð við svona sölu til að skila betri árangri. Sigurður Pétursson talað um að reyna að koma þessari sölu í sjónvarp því það hefur sýnt sig að það er að skila miklum árangri samanber Stígamótarsöfnunin um daginn.  Gylfi sagði í framhaldi að í sambandi við sjónvarpsöfnun það hefði farið út af borðinu vegna mikils kostnaðar. Nokkurar umræður urðu um þetta mál og skiptust menn á skoðunum um þennann kostnað  við sjónvarpsútsendingar, en sjálfsagt er að skoða þessi mál í hvert skipti. Ragna kom næst í pontu fyrir Hjálmanefnd í forföllum Ólafs og er öll vinna í góðum málum við undirbúning hjálmadags í vor og Ragna sagði jafnframt að undirbúningur og framkvæmd hjá Ólafi Jónssyni væri til mikillar fyrimyndar. Næst var tekið smá hlé og bauð Sámal svæðistjóri Færeyja uppá góðgæti frá Færeyjum þurkað kjöt og spik ásamt harðfiski og kunnu men vel að meta veitingarnar (allavega sumir) Sigurður Pétursson kom næstur fyrir Styrktarsjóð og sagði að búið væri að selja fyrir eina og hálfa miljón af Kiwanislagernum og þá aðalega stjörnur, og eru nú til ca sjö miljónir í styrktarsjóðnum. Tómas kom næstur internetnefnd og var ánægður með þær fréttir sem hafa borist á vefinn ásamt nýjum eyðublöðum og fleira efni. Nú væri að hefjast vinna við Office 365 sem verið er að taka í notun og býður uppá mikla möguleika fyrir okkur. Gunnsteinn kom næstur fyrir Kynningar og markaðsnefnd og sagði frá undirbúningi við stefnumótunarþingið , hann fór einnig yfir logonotkun o.fl sem er í gangi hjá nefndinni. Gunnsteinn hvatti félaga til að halda merki Kiwanis á lofti og tala um þessi frábæru verkefni sem við erum að ynna af hendi eins og K-lykil, Hjálma o.fl. Kristinn Örn Jónsson kom næstur fyrir þingnefnd, enn allt er á fullu hjá þeim félögum fyrir norðan við undirbúning þingsins sem verður á Akureyri næsta haust í íþróttahöllinni, en nánari upplýsingar eru um þetta hér á heimasíðunni. Björn Baldursson kom næstur fyrir ferðanefnd og sagði frá væntanlegri ferð á þingið í París næsta sumar og þá ferðatilhögun sem verður í þessari ferð en,nánari upplýsingar eru á heimasíðunni. Sigurður Einar las skýrslu fræðlunefndar í forföllum Guðlaugs sem er staddur erlendis í fræðsluerindum.

Önnur mál Magnús umdæmisféhirðir og sagði frá tilboði í þýðingu á lögunum yfir á Færeysku ,Gunnsteinn bar upp ályktun sem fundurinn tók fyrir en þetta varðar breytingar í heimsstjórn sem okkur er ekki að skapi og er það mat manna að svona breytingar eiga að fara út í umdæmin, og var þessi tillaga samþykkt. Kynnt voru ný fyrirmyndarviðmið sem verða komin inn á heimasíðuna í dag. Eyþór Einarsson tók smá kynning á Office 365. Nokkurar umræður urðu undir liðnum önnur mál sem koma nánar fram í fundagerð Umdæmisritar, en að þessu loknu sleit Haukur Umdæmisstjóri fundi rétt fyrir klukkan tvö.

TS. 

MYNDIR HÉR