Umdæmisstjórnarfundur 18 febrúar

Umdæmisstjórnarfundur 18 febrúar


Umdæmisstjóri setti fund kl 10.00 og bað fundarmenn um að kynna sig og kynnti síðan Petrínu Rögnu sem nýjan húsvörð hér á Bíldshöfðanum, að þessu loknu var gegnið til dagskrá og hóf Umdæmisstjóri dagskránna með því að fara yfir skýrslu sína en mikið hefur verið að gerast hjá Hauki síðan síðasti Umdæmisstjórnarfundur var haldinn. Sigurður Einar Umdæmisritari flutti næst sína skýrslu og sagði frá heimtum á mánaðarskýrslum klúbbana og að skilin væru alltaf að verða betri. Magnús Umdæmisféhirðir fór aðeins yfir það sem gerst hefur í fjármálum Umdæmisins frá síðasta fundi og er ekki annað að sjá en allt sé í góðu jafnvægi i rekstir Umdæmisins. Konráð kom næstur með skýrslu kjörumdæmisstjóra og sagði m.a frá stefnumótunarvinnu sem er í gangi og hefur nefndin sett á vinnudag til að ganga frá stefnumótun sem yrði lögð fram á þingi í haust. Benedikt spurði út í vinnu frá stefnumótunarráðstefnu í Hafnarfirði og væntanlegar framkvæmd og umfjöllun í grasrótinni. Óskar Guðjónsson talaði einnig um þetta mál og þá þýðingar o.fl fyrir Færeyjar. Óskar fjallaði einnig um starf Umdæmisstjóra og kallaði eftir stöðunni í Umdæminu í sambandi við fjölgun og fleiri liði sem vantar að gera sýnilegri. Haukur þakkaði Óskari fyrir ábendingarnar og þetta yrði lagað. Svæðisstjórar komu næstir með sýnar skýrslur og byrjaði Sámal svæðisstjóri Færeyjasvæðis, og ræddi um þau verkefni sem hann hefur verið að

vinna að í Færeyjum og er greinilegt  Sámal kraftmikill og áhugasamur Kiwanismaður. Benedikt Svæðisstjóri Óðinssvæðis kom næstur og lýsti yfir ánægju með Sámal hanns starf í Færeyjum. Benedikt fór síðan yfir starfið í Óðinssvæðis sem er gott, en mismikil eftir klúbbum, erindi Benna var skemmtileg enda ekki við öðru að búast þegar Benni messar yfir mannskapinn. Jóhannes kom næstur fyrir Freyjusvæði  og fór aðeins yfir félagafjölda í svæðinu í samanburði við árið 2012. Jóhannes vill kynna starf Kiwanis fyrir JC   en þar eru menn félagar til fertugs, og er því grundvöllur fyrir JC félaga að ganga í Kiwanis að loknu starfi í JC, en nú þegar eru Kiwanis og JC með samstarfsverkefni víða um heim. Jóhann Svæðisstjóri Sögu kom næstu með skýrslu sína og sagði frá starfi og fjáröflun í svæðinu, Jóhann lýsti yfir ánægju með B-skýrslur og sagði þær góð tæki fyrir Svæðisstjóra til upplýsinga. Emelía Dóra kom næst fyrir Ægissvæði og fór yfir starfið sem er gott, Emelía hefur verið með örfyrirlestra um Kiwanis sem hefur reynst vel. Guðlaugur formaður fræðslunefndar kom með gott innlegg um kiwanis og samlíkingu við hjónaband og að stundum þarf að fá krydd í sambandið til að lífga uppá það, Guðlaugur er með margar góðar hugmyndir til að koma í starfið í stað krydds. Óskar þakkaði góðar skýrslur og margt gott sem lagt er fram sem notast má við stefnumótun o.fl. Nú var gert hlé á fundinum vegna styrkveitina sem hefur verið gerð skil hér á heimasíðunni.
Eftir hlé hóf Gylfi Ingvarsson formaður K-dagsnefndar erindi sitt um skýrslur nefndarinnar. Andrés Hjaltason kom næstur með kynningu á Tryggingasjóði Umdæmissins, skýrslu og stöðu en 630 félagar eru í sjóðnum í dag og 15 miljónir rúmar til í sjóðnum núna. Góðar um ræður komu uppá borðið í sambandi við sjóðinn . Haraldur Finnsson kom næstu í pontu í forföllum Ólafs Jónssonar, en Ólafur var forfallaður og bað fyrir góðar kveðjur til fundarinns, Haraldur fór yfir nokkur atriði sem gera má betur hjá klúbbum og svæðum í sambandi við öflun upplýsinga frá klúbbunum, og finnst vantar meiri stemmingu í verkefnið. Haraldur vill síðan brýna fyrir Kiwanismönnum að allir hjálmar komist til skila. Sigurður Pétursson kom næstur fyrir styrktarsjóðinn og sagði að verið væri að klára reikninga sjóðsins, en rúmar níu miljónir eru í sjóðnum núna. Óskar Guðjónsson kom næstur og fór yfir sín mál en Óskar er Kjörforseti Evrópu og sagði frá breytingum á sérstöku Evrópuþingi sem fram fór í janúar. Út frá þessu verður Evrópa sjálfstæðari innan hreyfingarinnar. Nokkurar spurningar og umræður spunnust um þennann lið og útskýrði Óskar þessi mál af röggsemi. Tómas kom næstur fyrir Internetnefnd og fór yfir stöðu mála og vinnu við Microsoft Office sem er í fullum gangi núna. Gunnsteinn Björnsson kom næstur fyrir Kynningar og markaðsnefnd og fór yfir skýrslu sína og talaði um samfélagsmiðla og mikilvægi þess að kynna hreyfinguna og okkar starf. Björn Baldursson kom næstur fyrir ferðanefnd en þar er allt klárt og beðið eftir brottför. Guðlaugur formaður fræðslunefndar flutti næstur sína skýrslur og sagði frá því sem væri á döfinni .
Undir liðunum önnur mál tóku nokkurir til máls, Gylfi sagði styrkþega hafa lýst yfir ánægju sinni með móttöku og styrki og líkað vel að koma á húsnæði okkar.
Haukur Umdæmisstjóri tilkynnti að það verður dresskvóti á galaballinu á þinginu á Akureyri og allt sé í góðum gír við undirbúnings þingsins á Akureyri.
Benedikt  sagði okkura brandara og lýsti sig ánægðan með dresskvóta á galaballinu. Björn Baldursson var ánægður með þá ákvörðun að hafa dresskvóta því fallegur klæðnaður gerir meiri virðingu og eins við sjórnarskipti Óskar lagði fram spurningu um hver er framtíð Kiwanisfrétta? Óskar beindi því  umdæmisstjórnar að stofnaðu yrði vinnuhópur í sambandi við Svæðin, starfsemi og reglur. Umdæmisstjórn velti fyrir sér spunrningu um að umdæmisféhirðir ætti að eiga sæti í fjárhagsnefnd umdæmissins. Andrés Hjaltason saknar þess að fá ekki allavega smá pistla frá umdæmisstjórn á kiwanis.is Umdæmisstjórn tekur þessar athugasemdir og tillögur til umfjöllunar. Sigurður Pétursson sagði Kiwanisfréttir stóran hluta af sér en hann á útkomnar Kiwanisfréttir frá upphafi. Sámal sagði í gamansömum tón um dresskvóta í sambandi við bindi þá væri það bara konur sem notuðu bindi í Færeyjum Sámal  talaði um að gera endurskinsmerki merkt Kiwanis sme er góð hugmynd. Að þessu loknu sleit Umdæmisstjóri fundi þegar klukkan var farinn að ganga fjögur.

Myndir má nálgast HÉR