Umdæmisstjórnarfundur 22 apríl 2017

Umdæmisstjórnarfundur 22 apríl 2017


Haukur umdæmisstjóri setti fund kl 10.05 og bað fundarmenn um að kynna sig, að því loknu fór umdæmisstjóri yfir sína skýrslu , og sagði m.a frá veitingu styrkja vegna afraksturs landssöfnunar K-dags og þá miklu umfjöllun sem hreyfingin hefur fengið í framhaldi af þessari athöfn. Verið er að gara samstarfssamning við JC og er málið í höndum framkvæmdaráðs og stendur til að undirrita hann á þinginu í haust. Haukur fór yfir heimsókir og annað sem á daga hanns hafa drifið í Kiwanisstarfinu. Pieta samtökin hafa áhuga á að gera samstarfssamning við hreyfinguna til kynningar á þessu samtökum fyrir almenningi. Haukur opnaði umræður um sína skýrslu, og í kjöfarið Tómas spurði um heimsókn Umdæmisstjórnarmanna í Helgafell, og bætti Haukur þeirri ferðasögu við, og skýrði Haukur frá góðum fundi sem Umdæmisstjórnarmenn áttu í Eyjum. Umdæmisritar kom næstur í pontu með sína skýrslu, Sigurður fór yfir stöðu félaga 1 mars og erum við með einn í plús. Sigurður útskýrði þetta á 

exelskjali á tjaldinu og sagði að til að þessar upplýsingar séu réttar verða ritarar að standa sig í starfi. Þessar upplýsingar eru teknar af gagnagrunni KI og væri þessi grunnur alltaf í vinslu og kæmu fram breytingar endrum og eins og þar á meðal Member login. Haraldur Finnsson spurði hvernig ætti að færa Hjálmaverkefnið í grunninum og veðmæti þess. Nokkurar umræður komu í framhaldi af þessu í sambandi við Hjálmaverkefnið. Magnús Umdæmisféhirðir kom næstur í pontu og fór yfir fjármál umdæmisins og sagði m.a að  flest allir liðir í rekstrinum er á áætlun. Lagður var fram undirskrifaður  Ársreikningur 2015 - 2016 og fór Magnús yfir reikninginn. Opnaðar voru umræður um reikninginn  í kjölfarið, og var kallað eftir skýringum á tveimur liðum sem bæði Magnús og Gylfi Ingvarsson útskýrðu. Reikningurinn var síðan samþykktur og verður því lagður fram á næsta þingi. Konráð kjörumdæmisstjóri kom næstur og byrjaði á að skýra frá kjörorði næsta starfsárs sem verður  "Úr vörn í sókn" og skýrði jafnframt frá sýnum markmiðum og þar er fyrst að nefna fjölga klúbbum, markaðssetning á faglegu nótum. Konráð sagði m.a frá  fræðslu Svæðisstjóra og vinnu við stefnumótun, og m.a verðu stefnumótunar fundur í Færeyjum að viku liðinni. Konráð sagði jafnframt frá því sem á döfinni eru hjá kjörumdæmisstjóra. Benedikt sagði að stefnumótunarefni hefði þurft að koma fyrr til klúbba svo þeir  hefðu meiri tíma til að fara yfir þetta. Og skýrði Konráð frá þessari tímasetningu og ástæðum þess að plaggið væri ekki tilbúið fyrr. Plaggið verður lagt fram á þinginu og þá er hægt að koma með athugasemdir.
Næst var komið að skýrlum svæðisstjóra og reið Sámal á vaðið fyrir Færeyjsvæði og fór yfir það sem er að gerast í hanns svæði ásamt öðrum Kiwanismálum. Jóhann svæðisstjóri Sögusvæði kom næstur með sýna skýrslu og m.a kallaði eftir að fá fleiri B-skýrslur en þær gæfu meiri yfirsýn yfir starfið í klúbbunum heldur en hinar hefðbundnu mánaðarskýrslur. Emelía Dóra kom næst fyrir Ægissvæði og fór yfir sína skýrslu um starfið í klúbbunum í svæðinu sem er öflugt og sagði Dóra jafnfram að við þurfum að ota Kiwanis meira að fólki til að fá það til liðs við okkur.
Benedikt kom næstur fyrir Óðinssvæði og stiklaði á stóru yfir starfið í klúbbunum fyrir norðan sem er öflugt og margt gott og spennandi framundan, og er Benedikt bjartsýnn á framhaldið. Jóhannes kom upp fyrir Freyjusvæði með sína skýrslu og þar á meðal samstarfsfund við JC sem haldinn var eins og áður hefur komið fram. Óskar þakkaði Jóhannesi fyrir að koma þessum fundi á með JC þar sem um sjötíu manns mættu.
Óskar Guðjónsson formaður laga og ályktunarnefndar kom næstur í ræðustól og sagði frá tillögum um breytingum á lögum sem þarf að fara yfir, einn tillagan er frá Umdæmisféhirði í sambandi við ársreikninga og verður Magnúsi falið að útfæra tillöguna. ,Breytingar á fjárhagsnefnd sem þarf að skerpa á  og sér Gunnsteinn  um þá hlið, þriðja tillagan er um kosningar sem enda á jöfnum atkvæðum, en þetta er ekki til hjá heimsstórn og leysa þeir þetta með því að kjósa aftur. Óskar fór yfir fleiri tillögur sem á um heimsstjórn. Magnús umdæmisféhirðir kom í framhaldi og skýrði frá þessari tillögum að breytingu á lögum um ársreikning. Gunnsteinn kom í sambandi við breytingu á reglum um fjárhagsnefnd. Samþykt var að láta nefndina vinna áfram við þessar tillögur til að koma þeim í búning fyrir þingið í haust.
Matarhlé.
Hjámanefnd byrjaði eftir matarhlé og sá Haraldur Finnsson um það í forföllum Ólafs og þess vegna las Haraldur skýrsluna í heild sinni, en okkur er mikill sómi af þessu verkefni og er nefndin að standa sig með afbrigðum vel í öllum sínum aðgerðum. Gunnsteinn lýsti ánægju sinni með bréf sem sumir klúbbar hafa sett með í hjálmakassana þar sem verkefnið er kynnt, og vill Gunnsteinn gera smávægilegar breytingar á þvi. Gylfi Ingvarsson  talaði um nýtt útlit hjálmanna en þeir virðast hafa komi í small í ár í stað medium, Gylfi sagði jafnfram að í Hafnarfirði eru send út gjafabréf vegna hjálmanna. Guðlaugur sagði frá afhendingu hjálm í Eldey Kópavogi og sagði að þetta væri vorboði í Kópavogi. Beneditkt fannst þetta bréf brjáðsnjalt, en það þarf að útbúa staðlað form sem allir klúbbar nota. Óskar talaði um að áður fyrr hefði verið bréf frá umdæmisstjóra sjálfum sem var afhent með. Hjálmanefnd var síðan falið að útfæra þetta.
Næstur kom Gylfi fyrir K-dagsnefnd og flutti sína skýrslu í máli og myndum og sagði m.a frá styrkveitingunni í viðurvist Guðna Th. Jóhannessonar forseta og frú en forsetinn var verndari söfnunarinnar. Gylfi fór yfir styrktaraðila og aðra sem komu að þessari landssöfnun  og  Kiwanisfélaga og ekki síður almenningur fyrir góðar viðtökur. Gylfi sagði að lokaskýrsla kæmi á þinginu í haust og einnig sagðist Gylfi hafa samþykkt  að stýra næsta K-dagsverkefni líka. Tómas kom upp fyrir Internetnefnd og sagðir frá þeirri vinnu sem nú er í gangi og þá sérstaklega með Microsoft Office 365.
Kynningar og markaðsnefnd, Gunnsteinn sagði frá undirbúningi þingblaðs og einnig vinnur nefndin sín verk við stefnumótun, og annað kynningarefni fyrir hreyfingun. Benedikt gagrýnir þessa facebook siðu og vill frekar nota kiwanis.is Gunnsteinn svarað þessu og vill að þessir tveir miðlar styðji hvorn annann og vinni saman. Konráð sagði að þessir tveir miðlar væru mjög ólíkir, miklar umræður spunnust um þessi málefni sem er vel, og gott að fá skoðanir upp á borðið.
Konráð kom upp næstur fyrir stefnumótunarnefnd og fór yfir stefnmótun 
umdæmissins 2017 - 2022 sem nefndin hefur unni í framhaldi af stefnumótunarþinginu,  og tók nefndin niðurstöðurnar saman og setti inn í þetta plagg. En plaggið er langt og stiklaði Konráð á helstu markmiðum, sem byggis á 4 hornsteinum, en þessi stefnumótun verður lögð fram á þinginu á Akureyri í haust. Umræður um stefnumótun , Emelía Dóra vill senda plaggið á alla Kiwanisfélaga svo hægt sé að kynna sér þetta fyrir þing og einnig að hafa þetta í Þingblaðinu líka. Benedikt  talaði um lykilverkefni í stefnumótum og hvernig á að skilgreina það, og einnig talaði Benedikt um fjáraflanir og kom hann með hugmynd að gefa út dagatal með gömlu mánaðarnöfnum í nanfni Kiwanis. Gylfi var ánægður með stefnumótunina og vill koma okkar frábæru verkefnum meira á framfæri, eins og Joð verkefni og Stífkrampaverkefninu. Samþykkt var að veita heimild til að halda áfram með þessa stefnumótunarvinnu.
Kristján Jóhannsson kom næstur fyrir fjárhagsnefnd og flutti sína skýrslu og sagði frá starfi nefndarinnar en fundir hafa verið nokkurir bæði formlegir og á netinu og í framhaldi var lögð fram fjárhagsáætlun umdæmisstjórnar starfsárið 2017-2018 Kristján fór yfir áætlunina og útskýrði á tjaldinu. Fjárhagsáætlun var samþykkt til framsetnigar á næst Umdæmisþingi.
Haukur las næst skýrslu styrktarnefndar í forföllum Sigurðar Péturssonar. Formaður þingnefndar Kristinn Örn kom næstu og sagði frá undirbúningi þingsins sem hefst 22 september og allt er á góðu skriði. Kristján sagði að búið væri að leggja fram fjárhagsáætlun þingsins fyrir fjárhagsnefnd og á eftir að klára nokkur smáatriði.
Diðrik kom næstu fyrir ferðanefnd og tilkynnti að búið væri að skrá alla á Evrópuþingið sem í ferðina ættu bókað og allir búnir að greiða fyrirframgreiðslur, allt er á góðu skriði enda styttist í þessa frábæru ferð til Parísar og verður lagt af stað með 38 manns  frá 16 klúbbum. úr þessum hópi er 23 atkvæði til þings og 6 frá þessum tveimur klúbbum sem eru á eigin vegum. Gylfi lýsti yfir ánægju með ferðanefnd og þeirra störf,  einnig tók Óskar til máls og gaf þessum ferðum gott orð.
Kristin Örn kom næstur og fór yfir fjárhagsáætlun umdæmisþing 2017 og var hún samþykkt til áframhaldandi vinnu.
Fræðslunefnd Guðlaukur Kristjánsson flutti fundinum sína skýrslu og fór m.a yfir fyrirkomulag fræðslu á komandi þingi, Guðlaugur er búinn að fara í nokkura klúbba með erindi fræðslumála og þá verið á ferð með Hauki umdæmisstjóra. Benedikt kom aðeins inná fræðslu Svæðisstjóra á léttu nótunum.
Undir liðnum önnur má kom  Björn Baldvinsson upp og talað um Tryggingasjóð og að eldri félögum sem eru búnir að vera í sjóðnum í 15 - 20 ár og þurfa að hætta vegn heilsubrests að sækja fundi, að slíkir félagar fengju að borga áfram í Tryggingasjóð og þyrftu ekki að hætta. Hjördís sagði slíka tillögu hafa komið fram á þinginu í Vestmanneyjum.
Tómas Sveinsson kom næstur og þakkaði góðann stuðning við framboð til kjörumdæmisstjórar og fór síðan yfir 50 ára afmæli Helgafells og hvatti Kiwanisfélaga til að heils uppá Helgafell 7 október á þessum merku tímamótum.
Emelía Dóra kom upp og sagði að hún vildi  ekki  að ávalt sé talað alltaf um Kiwanismenn heldur nota frekar Kiwanisfélagar þar sem konur væru líka í hreyfingunni.
Óskar Guðjónsson kom næstur með innlegg fyrir umræðuna sem fer fram í Færeyjum á næstunni um stefnjumótun eins og áður hefur komið fram og fór yfir ýmiss atriði um hreyfinguna sem gott er að nota í Færeyjum þegar stefnumótunarfundurinn fer þar fram. Óskar sagði jafnframt að fyrirmyndarviðmiðin til klúbba væru ekki rétt og úr því þyrftu að bæta.
Kristinn Örn kom að sagði frá húsnæðisskiptum hjá Kaldbaksfélögum en þeir félagar hafa fest kaup á nýju húsnæði á Óseyri sem þeir eru að gera upp og mun húsnæðið taka 70 manns í sæti , varpaði Kristinn þeirri hugmynd fram að umdæmisstjórnarfundirnn sem haldinn er á þinginu yrði í nýja húsnæðinu.
Sámal kom og sagði að Færeyingar vildu frekar nota ensku í samskiptum því tungumálaerfiðleikar væru þröskuldur í samstarfi Færeyinga við Umdæmið.
Kristján Jóhannsson kom og kallaði eftir þinggerð síðasta umdæmisþings.
Benedikt kom næstur og talaði um reglugerðir heimsstjórnar og hvað þeir væru að bralla.
Guðlaugur kom næstur og sagði frá tölupósti sem hann fékk frá færeyjum  og hver skrýtin sum orðin væru samanborið við íslensku.

Haukur Sveinbjörnsson Umdæmisstjóri sleit síðan góðum og gagnlegur fundi þegar klukkan var að verða fjögur.

TS.

Myndir má nálgast HÉR

Skýrslur birtast síðan á innri vef eftir helgina.