Formúluráðstefna í Færeyjum 6 apríl 2018

Formúluráðstefna í Færeyjum 6 apríl 2018


Þann 6 apríl mættu fullrúar frá Umdæmisstjórn til Færeyja og var tilefnið að fara með formúluráðstefnuna sem haldin var í lok janúar á Íslandi til félaga okkar í Færeyjum. Ráðstefnan hófst kl.20.00 á því að Eyþór Einarsson bauð gesti velkomna og fór yfir dagskrá kvöldsins og byrjaði síðan sína yfirferð yfir Stefnumótun Umdæmissins sem unnið verður eftir til ársins 2022. Konráð Umdæmisstjóri lagði til á fundi að leyfi yrði fengið fyrir Ernest Scmith okkar ráðgjafa til að mæta til Fæeyja eins og hann gerði þegar ráðstefnan var á Íslandi og var það leyfi veitt og var Ernest næstur á dagskrá með sitt erindi sem hann flutti á líflegan hátt eins og honum er von og vísa. Næst var komið að aðalerindi kvöldsins en það flutti Hjördís Harðardóttir formaður fjölgunarnefndar en það var um Formúluna  og var Jón Ásgerisson henni til halds og trausts við að túlka erindið. Að erindi Hjördísar loknu var tekið stutt kaffi hlé og fundi síðan haldið áfram. Formaður móttökunefndar frá Kiwanisklúbbnum Tórshavn tók til máls og kallaði eftir meiri upplýsingum frá Kiwanis á Íslandi og t.d með þessa ráðstefnu þá vissu ekki margri af þessu og kallaði hann eftir meira samstarfi og upplýsingaflæði við Umdæmið á Íslandi. Eyþór svaraði þessu með samskiptin við Færeyjar og sagði að þessar upplýsingar hafi verið sendar fyrir tveimur mánuðum síðan og 

væri það í höndum Svæðisstjóra í Færeyjasvæði að koma þessu út í klúbbana en Svæðisstjóri væri fulltúi Umdæmisstjórnar í hverju svæði fyrir sig .Góðar umræður spruttu af þessu málefni.
Að þessum umræðum loknum var komið að því að skipta fundargestum niður í þrjá vinnuhópa til að ráð hvað væri best að gera til að styrkja starfið og fá nýja félaga til liðs við hreyfingun. Að loknu stari vinnuhópa var komið að því að fara yfir niðurstöður, sem voru athyglisverðar, Petur Olivar talaði og var skeleggur í sýnum framflutningi og talaði um vinarbæjarsambönd eins og hann hefur áður gert, talaði fyrir hóp þrjú, og Dóra túlkaði fyrir hana yfir á Íslensku, og kom margt athyglisvert frá þessum hópi. Sámal tók til máls og sagðist hreykinn af því að vera Kiwanismaður og sagði frá því sem hann telur vandamál  í Kiwanis, en Ernest svaraði þessu og sagðist geta útvegað honum allt það efni sem hann þyrfti til að kynna Kiwanis betur. 
Þetta var hinn ánægjulegasti fundur og var ekki að heyra annað en vinir okkar hér í Færeyjum væru ánægðir með fundinn.

TS.

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR