Svæðisráðstefna og 30 ára afmæli Ós.

Svæðisráðstefna og 30 ára afmæli Ós.


Laugardaginn 5 maí var haldin Svæðisráðstefna Sögusvæðis á Höfn í Hornafirði að viðstöddum 22 Kiwanisfélögum úr Helgafelli, Ölver, Búrfelli, Mosfelli, Ós og Eldey úr Kópavogi. Fundurinn var haldinn í Pakkhúsinu sem eru glæsileg húsakynni og hýsa veitingahús með sama nafni. Fundurinn hófst kl 13.00 á kynningu fundarmanna og lestir fundargerðar, og að því loknu var tekið til við flutning og fyrirspurnir á skýrslum embættismanna. Margt var rætt á þessum góða fundi m.a Hjálmaverkefni og K-dagur, erindi frá Umdæmisstjórn, kynning á verðandi kjörsvæðisstjóra en Ólafur Friðriksson félagi úr Helgafelli mun gegna því embætti. Góðar umræður urðu undir liðnum önnur mál og Guðlaugur fræðslustjóri Umdæmisins sló botnin í fundinn með góðu erindi og setti mönnum verkefni til að leysa.
Margir Kiwanifélagar mættu með maka sína og 

gistu í sumarbústöðum að Lóni, og mætt var með maka í fordrykk hjá Sigurði EInari og konu hanns Hjördísi kl 18.00 og þar fengum við höfðinglegar móttökur og þökkum við þeim hjónum fyrir höfðingskapinn. Síðan var haldið í Pakkhúsið aftur þar sem haldið var uppá 30 ára afmæli Ós með glæsilegri veislu, frábærum mat, gamanmáli og veittar voru viðurkenningar til Ós félaga sem Haukur fráfarandi Umdæmisstjóri og Tómas Sveinsson verðandi kjörumdæmisstjóri sáu um. Sigurður Einar stýrði veisluhödunum af röggsemi og héldu allir ánægði heim að frábærri heimsókn til Ósfélaga lokinni.

TS.

MYNDIR HÉR