Heklufélagar afhenda hjálma í Nuuk á Grænlandi.

Heklufélagar afhenda hjálma í Nuuk á Grænlandi.


Tveir Heklufélagar þeir Hrafn Jökulsson og Stefán Herbertsson, en þeir eru einnig félagar í Hróknum og í stjórn Kalak vinafélags Grænlendinga á Íslandi, fóru til Grænlands til að halda upp á 15 ára starfsafmæli Hróksins á Grænlandi. Þeir höfðu með sér 100 reiðhjólahjálma, Kiwanis/Eimskips hjálmana. Þar afhentu þeir 6 ára krökkum úr tveimur skólum í Nuuk hjálmana og var vel tekið á móti þeim og mikil ánægja hjá krökkunum eins 

og sést á meðfylgjandi myndum. Heklu félagar vilja þakka þeim Hrafni og Stefáni fyrir það góða starf sem þeir hafa gert á Grænlandi.