Helgafell afhendir tölvugjöf til Barnaskóla Vestmannaeyja.

Helgafell afhendir tölvugjöf til Barnaskóla Vestmannaeyja.


Í hádeginu komu saman félaga úr Kiwanisklúbbnum Helgafelli í Barnaskóla Vestmannaeyja og var tilefnið að afhenda skólanum tölvubúnað að gjöf. Í þessum gjafapakka voru 25 lap top tölvur til vinnslu á netinu aða skýinu til náms og verkena og 20 spjaldtölvur til notkunar við námið. Að þessu tilefni flutti Erlingur Richardsson skólastóri ávarp og útskýrði notkunargildi þessarar gjafar og kom á framfæri þakklæti til 

klúbbfélaga í Helgafelli fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Það var síðan fulltrúi nemenda sem veitti gjöfinni viðtöku frá Jónatani Guðna forseta Helgafells. Viðstaddir afhendingu voru kennarar og hópur nemenda skólanns, ásamt Helfgafellsfélögum.

Já það er gaman í Kiwanis “Börnin fyrst og femst”

 

MYNDIR HÉR