Afhending styrks frá Styrktarsjóði Kiwanisumdæmisins Ísland – Færeyjar

Afhending styrks frá Styrktarsjóði Kiwanisumdæmisins Ísland – Færeyjar


Miðvikudaginn 24 október sl fór fram afhending styrks, frá Styrktarsjóði Kiwanisumdæmisins
Ísland – Færeyjar, í söfnun JCI Ísland “Gefðu von - Indónesía “.
Söfnunin er til styrktar íbúum Indónesíu eftir náttúruhamfarir sem þar urðu þann 29. september síðastliðinn.
Athöfnin fór fram í húsnæði Kiwanisumdæmisins að Bíldshöfða þar sem stjórn styrktarsjóðsins, framkvæmdastjórn Kiwanisumdæmisins, fulltrúar frá JCI auk annara gesta voru saman komin.
Eins og kemur fram á

vefsíðu verkefnisins https://gefduvon.jci.is/  þá er eyðileggingin gríðarleg eftir þessar náttúruhamfarir og þörf fyrir aðstoð mikil.
Yfir 200.000 manns þurfa á bráðri neyðaraðstoð að halda og er það markmið þessarar söfnunar að safna fyrir vatni sem fer til þeirra svæða sem komu verst út úr hamförunum.
Borgirnar Palu og Donggala eru báðar í sárri þörf á hreinu vatni. Talið er að lífsskilyrði verði dræm og fjöldi látinna aukist áfram ef ekkert verður að gert. Við Íslendingar höfum sem betur fer aldrei þekkt vatnsskort, en það þýðir samt ekki að hann komi okkur ekki við.
Þess þá heldur kemur hann okkur enn frekar við.
Tökum höndum saman og gefum vatn, gefum fólki von og gefum fólki tækifæri á að byggja upp líf sitt.
Það var formaður styrktarsjóðsins Sigurður R. Pétursson auk umdæmisstjóra Kiwanisumdæmisins Eyþórs K. Einarssonar sem afhentu Þorkeli Péturssyni landsforseta JCI Ísland styrkinn.
Framlag Kiwanishreyfingarinnar í þetta verkefni gerir JCI kleyft að kaupa, að minnsta kosti, fjögur tonn af vatni handa íbúum Indónesíu og vonum við að fleiri fylgi í kjölfarið og gefi framlag fyrir vatn.
GEFÐU VON
 
 
Með Kiwaniskveðju,
Eyþór K. Einarsson
Umdæmisstjóri 2018 – 2019
Kiwanisumdæmið K39 Ísland Færeyjar