Kiwaniskonur afhentu Velferðarsjóði Suðurnesja styrk

Kiwaniskonur afhentu Velferðarsjóði Suðurnesja styrk


Kiwanisklúbburinn Varða afhenti Velferðarsjóði Suðurnesja styrk nú fyrir jólin.  Kiwaniskonur afla fjárins með Vinkonukvöldi sem haldið  er árlega og verður næsta Vinkonukvöld 1. febrúar nk.
Frá stofnun hefur Varða styrkt einstaklinga og félög í samfélaginu eins og Velferðarsjóðinn.  Nú í ár var ákveðið í samráði við forráðamenn sjóðsins að kaupa bíómiða fyrir skjólstæðinga sjóðsins því það  síðasta sem skjólstæðingarnir leyfa sér og

börnum  sínum er að kaupa afþreyingu.  Vörðukonum er það mikil ánægja að geta aðstoðað þá sem minna mega sín við að fara í bíó og fá pop og kók.