Kiwanisklúbburinn Hekla 55.ára !

Kiwanisklúbburinn Hekla 55.ára !


Forseti setur fundinn kl. 19:30 og bíður alla velkomna. Til fundarins voru boðnir Kiwanisfélagar og makar, fulltrúar Íþróttafélags fatlaðra sem er styrkþegi  að þessu sinni og forseti Kiwanis Evrópu Óskar Guðjónsson og frú. 76 gestir voru mættir og 13 Heklu félagar.
Forseti tilkynnti um andlát Þorsteins Sigurðssonar en hann lést laugardaginn 12. janúar. Síðan bað hann Ólaf G. Karlsson að flytja minningarorð um Þorstein, Ólafur fór yfir störf Þorsteins hjá Heklu og þakkaði honum fyrir hans framlag til Kiwanishreyfingarinnar. Þorsteinn var mikill Kiwanismaður. Síðan bað hann fundargesti að rísa úr sætum og

minnast hans með mínútu þögn.
Þá gerði forseti matarhlé. Boðið var upp á súpu, steikt lambalæri, kaffi og köku í eftirrétt.
Hrafn Jökulsson bað um orðið og þakkaði Kiwanismönnum m.a. framlag þeirra til hjálmaverkefnisins á Grænlandi.
Forseti sagði frá tilefni fundarins og rakti síðan 55 ára sögu Heklu og þar með líka umdæmisins í stuttu máli. Hann sagði frá helstu styrktarverkefnum klúbbsins og sagði frá sameiningu klúbba og að Heklufélagar hefðu komið að fjölda sofnum klúbba. 


Björn Pálsson formaður heiðursgjafanefndar kallaði upp til sín þá félaga sem hafa verið í klúbbnum frá stofnun og eru það , Eyjólfur Sigurðsson, Magnús R. Jónsson, Þorgeir Skaftfell, Garðar Hinriksson og Ólafur K. Karlsson.  Björn fékk Ingólf forseta til að aðstoða sig við að hafhenda þeim skjal og 55 ára merkið. Þeim var þakkað allt það góða starf sem þeir hafa gert fyrir klúbbinn og Kiwanishreyfinguna í  55 ár.

 


Þá var komið að veitingu heiðursviðurkenninga, það er gullstjarna með rúbínsteini, merki og skjöldur æðsta viðurkenning Kiwanis og var það Sigurður R. Pétursson sem það gerði og hann kallaði upp til sín, Ólaf G. Karlsson, Magnús R. Jónsson, Þorgeir Skaftfell, Garðar Hinriksson og Björn Pálsson.  Sigurður bað síðan forseta Kiwnis Evrópu  Óskar Guðjónsson að  aðstoða sig við að afhenda stjörnurnar.  Sigurður rakti aðeins störf þeirra innan klúbbsins og þakkaði  síðan þessum heiðursmönnum fyrir allt það góða starf sem þeir hafa gert fyrir klúbbinn og Kiwanishreyfinguna.
Nú var komið að skemmtiratliði  kvöldsins og það var Örn Árnason . hann fór á kostum og fékk salinn með sé í sínum frábærum skemmtiatriðum.

 

Nú var komið að styrkveitingu Heklu og Esju félaga. Forseti  bað Ólaf G. Karlsson formann styrktarnefndar Heklu að koma og afhenda styrkinn. Ólafur kallaði til fulltrúa íþróttasambands fatlaðra þá Þórð Hjaltested  og Ólaf Magnússon og afhenti þeim gjafabréf að verðmæti 1.000.000,-. Þórður þakkaði síðan fyrir og sagði að þessi styrkur kæmi sér mjög vel því að, síðar á þessu ári væri heimsmeistaramót í frjálsumíþróttum í Dubai og færi þangað hópur barna og unglinga. Þórður þakkaði samstarfið undanfarandi trúleg 30 ára.
Afmæliskveðjur og ávörp fluttu eftirfarandi: Inga Þórunn Halldórsdóttir forseti Dyngju. Ólafur Sveinsson forseti  Kötlu. Stefán Pálsson forseti Þyrils. Svavar Svavarsson forseti Hraunborgar. Guðmundur Pétursson forseti Esju og Þórhildur Svanbergsdóttir svæðisstjóri Freyjusvæðis.
Að lokum fluttu ræður forseti Kiwanis Evrópu Óskar Guðjónsson og flutti kveðju frá Evrópu skrifstofunni og umdæmisstjóri Eyþór Einarsson og flutti kveðju umdæmisins Ísland-Færeyjar.
Ingólfur Friðgeirsson forseti Heklu þakkaði gestum fyrir komuna og sagðist vera mjög ánægður með mætinguna  á fundinn, hann óskaði mönnum góðrar heimkomu.