Umdæmisstjórnarfundur 23 febrúar 2019

Umdæmisstjórnarfundur 23 febrúar 2019


Umdæmisstjóri Eyþór K. Einarsson setti fund kl 10.00, en þetta er annar umdæmisstjórnarfundurinn á þessu starfsári og fór Eyþór yfir dagskrá fundarins og hóf síðan yfirferð á sinni skýrslur og um það sem Eyþór er búinn að vera að gera það sem af er starfsárinu. Eyþór á þá von að geta lagt fram á Evrópuþingi að okkar umdæmi leggi fram 10 þúsund evrur í Happy Child verkefnið og hefur fulla trú á því að það sé hægt. Eyþór fór einnig í fjölda félaga hjá okkur og þar þurfum við að taka okkur á og algjör forgangur að reyna að stofna nýja klúbba. Þá vill Umdæmisstjóri  koma þessum skilaboðum inn á Svæðisráðstefnur sem eru á döfinni og þaðan inn í klúbbanna. Líney umdæmisritari kom næst með sina skýrslu og fór yfir stöðu félagatals og dreifingu á hvítubókinni. Líney ýtrekar til ritara og umsjónamanna gagnagrunns að uppfæra og halda félagatalinu réttu því það sparar mikla vinnu bæði ritara og féhirðis. Líney óskaði eftir tilnefningum til auðkennisverkefnis en aðeins tveir klúbbar hafa skilað verkefni inn til stjórnar en lokafrestur er til 2 mars n.k.
Svavar Umdæmisféhirðir kom næstur og fór yfir fjármálin og sagði frá því sem væri í vinnslu um þessar mundir, og er þessi málaflokkur í góðum höndum hjá Svavari. Tómas Kjörumdæmisstjóri kom næstur og stiklaði á stóru í sinum undirbúningi fyrir Umdæmisstjórnastarfið. Verðandi kjörumdæmisstjóri Petur Olivar í Hoyvik kom næstur í pontun og sagði frá

starfi í Færeyjum og kynningarfundi sem haldinn var með Skátum í Færeyjum til kynningar á Kiwanis. Petur talaði einnig um samskipt við Ísland og verkefni sem væru í gangi, og t.d Kiwanisdúkku verkefnið sem þeir eru með í Færeyjum, en Skátarnir vissu ekki að þessi dúkka væri frá Kiwanis.
Þá var komið að Svæðisstjórunum og fór Guðlaugur Kristjánsson Svæðisstjóri Ægissvæðis  yfir sína skýrslu, en mikið líf er í Svæðinu undir dyggri stjórn Guðlaugs og er t.d fjölgun í svæðinu. Karl Sigmar Sögusvæði kom næstur og fór yfir starfð í Sögusvæði. Oddvör kom næst fyrir Færeyjasvæði og sagði frá starfi klúbbanna í Færeyjum og það sem verið er að gera í Svæðinu um þessar mundir en það er mikið fjáröflunarstarf og góð vinna í svæðinu en vantar að fjölga. Þórhildur frá Freyjusvæði kom næst og fór yfir skýrslu og starfið í svæðinu og sagði að Þórhildur að starfið væri með ágætum en kom jafnframt inná það að vantar að fá svör við tölvupósti og þurfa menn að taka sig á í þeim efnum. Einnig sagði Þórhildur frá fræðslu hennar ritara sem haldin var 9 febrúar til að kenna skýrslugerð í gagnagrunni, en Þórhildur fór fram á þetta við Umdæmisstjóra og Fræðslustjóra og þakkaði góð viðbrögð. Ómar Hauksson svæðisstjóri Óðinssvæðis var fjarverandi og skilaði góðum kveðjum en Ómar skilaði góðri skýrslu um öflugt og gott starf í Óðinssvæði Í umræðum um skýrslur umdæmisstjórnar, tóku til máls Konráð, og Karl Sigmar, og við þetta tækifæri afhenti Konráð viðurkenningu frá KI vegna auðkennisverkefnis sem Eysturoy hlaut fyrir Kiwanisdukkuna á síðasta starfsári  og tóku Oddvör Svæðisstjóri og Petur Olivar verðandi kjörumdæmisstjóri við þessari viðurkennigu. Til hamingju Kiwanisklúbburinn Eysturoy. Sigurður Einar kom næstur í pontu og lýsti ánægju yfir Færeyjum og þessari kynningu sem haldinn var með Skátunum. Guðlaugur kom næstur og talaði um sameiginlega vinnu við umhverfismál, sem er að fara í gang og verða allir í vestum merktum Kiwanis við þetta verkefni, þetta skiptir klúbba miklu máli að vinna saman til eflingar í starfi.
Eftir matarhlé var komið af nefndarformönnum og Gunnsteinn Björnsson formaður Kynningar og markaðsnefndar og sagði frá tækifærum og því sem væru í gangi til kynningar fyrir hreyfinguna, en m.a liggja tækifærin í K-degi og Evrópuþingi í maí.  Þyrí formaður þingnefndar kom næsta og sagði frá undirbúningi á umdæmisþingi í Hafnarfirði í september og nánast allt orðið fast í hendi hjá Þingnefnd og vildi Þyrí koma á framfæri þakklæti til samnefndarfólki sínu. Þyrí fór í lokin aðeins í fjárhagsáætlun þingsins í fjarveru Kristjáns Jóhannssonar formanns fjárhagsnefndar. Eyþór bar fjárhagsáætlun upp til samþykkis og var hún samþykkt samhljóð. Sigurður Einar kom næstur upp með skýrslu Gagnagrunnstengiliðs og einnig flutti hann skýrslu Formúlunefndar í fjarveru Hauks Sveinbjörnssonar. Sigurður talaði um m.a því verkefni að fá gagnagrunninn þýddann á íslensku og er stanslaust verið að vinna og ýta á KI til að fá þetta í gegn. Sigurður Pétursson var með skýrslu Styrktarsjóðs, sjóðurinn gengur vel og er staðann góð. Sjóðurinn er einnig búinn að veita nokkura veglega styrki til samfélagsins. Sigurður talaði einnig um að það þufi að koma einhverjar nýjungar inn í vöruval og fleira hjá sjóðnum og vill hann hvetja Kiwanismenn til frekari verka í verslun við sjóðinn. Næstur á dagskrá var K-dagurinn og kom Gylfi Ingvarsson upp með skýrslu og sagði frá starfi K-dagsnefndar og undirbúningi við K-daginn sem er á miklu skriði. Fjörutíu ár síðan sala hófst og er þetta í fimmtánda skipti sem lykilinn er seldur. Dröfn kom upp og skýrði frá starfi Fræðlunefndar sem er búið að vera frekar rólegt á fyrrihuta starfsárs, en það er mikið starf framundan hjá nefndinni sem hefst laugardaginn 16 mars með fræðslu Svæðisstjóra. Jóhanna Einarsdóttir fór yfir starf og innheimtur Tryggingasjóðs, og vill Jóhanna gera kynningarbæklin um sjóðinn til upplýsinga bæði sögu sjóðsins og verkefni. Tómas kom fyrir Upplýsinga og tækninefnd og talaði um svörun á pósti Kiwanisfélaga sem er alls ekki nógu góðar. Eyþór sagði frá Uppstyllingarnefnd sem skipa Gunnsteinn Björnsson, Dröfn Sveinsdóttir og Haukur Sveinbjörnsson, en verkefni þessarar nefndar er að finna kandídat í verðandi kjörumdæmisstjóra.
Fyrirmyndar viðmið þessa starfsárs Eyþór eru tvö no 1 raunfjölgun í klúbbnum no2. Taka þátt í K-deginum.
Umræður um skýrslur nefndarformanna, Gunnsteinn kom og talaði um opnun á pósti sem kom fram hjá Tómasi, og einnig sagði Gunnsteinn að við þurfum að nota K-daginn vel til að styrkja okkar ímynd og virkja Kiwanisfélaga til sölu lykilsins. Þórhildur talaði um að það væri ekki hægt að selja K-lykil með því að ganga í hús á höfuðborgarsvæðinu eins og gert er úti á landi. Eyþór sagði að opið hús verður á Bíldshöfðanum helgina sem lykilinn verður seldur til að menn geti komið spjallað og tekið þátt og eflt Kiwanisandann. Dröfn talaði um að það þurfi meiri stelpuvörur í Styrktarsjóðslagerinn, Dröfn talið um fleiri atriði úr skýrslum nefndarformanna og kom með ýmsa góða punkta. Gylfi vakti áhuga á því að það yrði ekki keyptir fleiri lyklar til að selja en  það væru bæði til lykla og pinnar. Gulli, Sigurður P, Dröfn, Jóhanna tóku einnig til máls undir liðnum umræður um skýrslur nefndarformanna. Næstur til að ávarpa fundinn var Óskar Guðjónsson Evrópuforseti Kiwanis, og fór hann yfir áherslur í Evrópumálum, sagði frá fundum sem haldnir hafa verið í Evrópustjórn og þau miklu málefni sem eru í gangi þar á bæ. Staðan í fjölgunarmálum í Evrópu er að fjölgað hefur um 240 félaga og stofnaðir hafa verið nokkurir nýjir klúbbar.
Næst var komið að fjölgunarplani 2018-2019 og fór Eyþór yfir þessa áætlun sem verið er að vinna að í samvinnu við gott Kiwanisfólk og reyna á að stofna fjóra nýja klúbba sem eru á þessu góða plani og þar af tveir kvennaklúbbar. Þetta plan er lifandi og verður endurskoðað á næsta ári. Eyþór Umdæmisstjóri fór aðeins yfir stöðu Happy Child og vill 10 þúsund evrur í verkefnið frá ca 30 klúbbum og jafnvel kæmi styrktarsjóður að þessu líka, en talað er um 10 evrur á hvern félaga.
Childrens fund kom næst og fór Eyþór yfir það mál og þurfum við að bæta okkur í hér en þessi sjóður hefur styrkt á aðra miljón evra bara í Evrópu en við erum neðarlega á blaði með framlag í þennann sjóð, en framlög í þetta koma úr styrktarsjóði klúbbanna, en í þennann sjóð er hægt að sækja framlög á móti til styrktarverkefna heima í héraði. Undir liðnum önnur mál,
Petur Olivar talaði um sinn klúbb Eysturoy sem telur bara 8 félaga , og sagði Pétur það sé betra að vera fáir og vinna vel saman, ena að vera  margir  latir.  Einnig töluðu Óskar Guðjónsson, Sigurður Pétursson og Tómas Sveinsson undir þessum lið önnur mál, og að því loknu sleit Umdæmisstjóri fundi kl 14.32.

 

 

 

Fleiri myndir HÉR