Kynning á Gunnsteini Björnsyni frambjóðanda til KI trustee

Kynning á Gunnsteini Björnsyni frambjóðanda til KI trustee


Það var fyrir bráðum  2 áratugum að Hallur Sigurðsson heitinn þáverandi forseti Kiwanisklúbbsins Drangeyjar  bauð mér og fleirum á kynningar fund klúbbsins, ég fann strax að ég tengdi við þau gildi sem Kiwanis stendur fyrir og fannst félagskapurinn spennandi svo að stuttu seinna var ég orðinn félagi í Kiwanisklúbbnum Drangey.
Ég er fæddur 2 maí 1967, ólst upp á Ketu í Skagafirði  sem þá var mjög einangruð sveit, t.d. koma ekki rafmagn heim fyrr en ég var 8 ára  og var margt í uppvextinum  sem var öðruvísi hjá mér en öðrum jafnöldrum mínum að því leitinu til að að gamli tíminn var enn á skaganum. Að lokinni grunnskólagöngu fór ég í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan 1986  sem búfræðingur, á næstu árum vann ég ýmis störf til sjós og lands, árið 1991 réði ég mig í það sem í mínum huga 

var tímabundið starf hjá sútunarverksmiðjunni á Króknum sem þá hét Loðskinn hf en heitir nú Atlantic Leather ehf  en einhverra hluta vegna er ég þar enn og hef verið framkvæmdastjóri þar síðan 1999,  verksmiðjan er nú sérhæfð í að súta fiskroð og  hefur verið verkefnið undafarin  20 ár að skapa vörumerki á alþjóða markaði úr nafninu Atlantic Leather.  Ég er giftur Sigríði Káradóttur og eigum við fjögur börn og fjögur barnabörn. Sigga hefur verið virk í kiwanisstarfinu á undanförnum árum og er núvernadi forseti Kiwanisklúbbsins Freyju.
Ég gekk eins og áður sagði í Kiwanisklúbbinn Drangey í desember árið 2000   og hef verið forseti tvisvar svar sinnum og ritari margoft,  ég var svo Svæðisstjóri Óðinssvæðis  2012-2013  og umdæmisstjóri 2015-2016.  Kiwanisstarfið hefur gefið mér mikið í lífinu  og  vil ég því bjóða fram krafta mína til að vinna áfram að þjónustu við börn heimsins, Kiwanis hefur líka orðið til þess að ég hef kynnst fólki í mínum klúbb, öðrum klúbbum á Íslandi og á heimsvísu sem ég hefði aldrei kynnst annars sem er gífurlega mikils virði.
Kiwanis félögum hefur fækkað á heimsvísu undanfarin ár ein ástæða þess er að við kiwanis félagar höfum ekki tekist að skapa nógu sterka ímynd af því góða starfi sem unnið er um allan heim. Ég  tel að grunngildi  okkar „Hjálpum börnum heims“ vera  sterkasta grunngildi sem er í boði í flóru sambærilegra samtaka og Kiwanis er og ættu allir að geta tengt við að hjálpa börnum heims, en einhverra hluta vegna  hefur  þessi ímynd ekki komist nóg vel til skila út í samfélagið, en reynsla mín af markaðs málum mun hjálpa í þessum efnum.  Kiwanis þarf að þróast  og fylgja nútímanum  við þurfum að stofna nýja klúbba sem henta ungu fólki og þeirra hugmyndum og löngunum í slíkan félagskap  og jafnframt styðja við eldri klúbba í umdæmunum  ég er samfærður um að ungir sem gamlir geta sameinast undir kjörorðunum  „Hjálpum börnum heims“
Ég tel líka nauðsynlegt að sjónarmið umdæmisins Ísland-Færeyjar heyrist í heimssjórn með reglulegu millibili og ég mun gera mitta besta til að koma okkar sjónarmiðum sem og sjónarmiðum félaga okkar í Evrópu  til skila inní heimstjórn. 
Kæri Kiwanisfélagi ég þarf á ykkar stuðningi að halda á Evrópuþinginu 24-25 maí næstkomanadi það er mikilvægt til að tryggja að ég nái kosningu að  allir klúbbar  sendi 3 fulltrúa á þingið  en þingi sjálft er frítt fyrir félaga   skráning fer fram á http://www.kiwanis.eu/52nd-european-convention/ þar má einning finna kjörbréf sem þarf að fylla út þá fulltrúa sem fara og staðfesta af forseta klúbbs og  ritara að þeir fulltrúar  séu réttir fulltrúar klúbbsins því kjörbréfi þarf að skila fyrir  24 apríl n.k. 
Með von um að sjá sem flesta fulltrúa á evrópuþinginu í Reykjavík  24-25 maí næst komandi 


Með Kiwanis Kveðju 
Gunnsteinn Björnsson  Kiwanisklúbbnum Drangey á Sauðárkróki