Fyrsti K-lykill afhentur að Bessastöðum !

Fyrsti K-lykill afhentur að Bessastöðum !


Mánudaginn 29. apríl bauð forseti Íslands og verndari K-dags til móttöku að Bessastöðum þar sem Eyþór K. Einarsson umdæmisstjóri og Gylfi Ingvarsson formaður K-dagsnefndar
afhentu honum fyrsta K-lykilinn í landssöfnun okkar til styrkar BUGL og Píeta. 
Forsetinn minnist á síðasta K-dag sem líka var til styrktar BUGL og Pieta og þeim breytingum á geðverndarmálum sem Kiwanishreyfingin hefur stuðlað að. 
Nánar um starfsemi BUGL og Pieta.
BUGL hefur undanfarin ár unnið að því að auka fjölskyldumiðaða þjónustu í samstarfi við Heilsugæslur á landsbyggðinni.


Vestfjarðaverkefni styrkti K-dagur bæði 2011 og 2016.
Pieta samtökin komust í gang eftir framlag K-dags 2016 en starfsemi samtakana er þríþætt.
Að vinna með einstaklingum sem eru í sjálfsvígshættu eða eru að skaða sig og einnig að styða við fjölskyldur sem hafa misst aðstandanda úr sjálfsvígi.         

Söfnunin stendur 1. til 10 maí. 
Allan maí verður hægt að hringja í símasöfnunarnúmer 908 1550 og þá leggst inn í söfnunina kr. 2000