52 Evrópuþing laugardagur.

52 Evrópuþing laugardagur.


Laugardagurinn hófst kl 10.00 með vinnustofum, og var frábær þáttaka í þeim en efnið var Happy Child og Kiwanis á íslandi í 50 ár og sá Guðlaugur Kristjánsson um þá málstofu og fór á kostum gaf m.a fundargestum hákarl og brennivín og voru gestir ánægðir með þetta atriði en starfsfólk Hilton Nordica ljómuðu nú ekki af ánægju , því það lá við að það þyrfti slökkviliðið til að reykræsta fundarsalinn á eftir.

Klukkan tvö hófst siðan þingfundurinn og 
Setti Ástbjörn Egilsson  þingfundinn kl 14.00 í forföllum Óskars Evrópuforseta en  byrjað var á því að Óskar Guðjónsson Evrópuforseti flutti ávarp frá Spítalanum sem varpað var upp á  tjald í fundarsalnum við góðar undirtektir. Að þessum lið loknum var risið úr sætum og minnst látinna félaga með einnar mínútu þögn. Daniel Vigneron KI President Elect ávarpaði því næst þingfundinn. K.I. Executive Director  Stan D. Soderstrom ávarpaði fundinn og þakkaði öllum Kiwanisfélögum vel unnin störf í þágu 

hreyfingarinnar K.C.F President-elect Ann Wilkins óskaði félögum til hamingju með afmæli Childrens fund. Pierro Grasso f.v Evrópuforseti var næstur á mælendaskrá og kynnti kjörnefnd og bar hana upp til samþykkis ásamt öðrum atriðum sem þurfti að bera upp til atkvæðis vegna kosningu á embættismönnum. Ævar Breiðfjörð gaf upp hvað margir væru á kjörskrá, og síðan voru fluttar skýrslur frá ráðgjöfum o.fl. Kosið var um breytingar á lögum á þessu þingi og farið yfir ársreikning 2017 – 2018. Næst var komið að kosningu ráðgjafa í heimsstjórn þar sem Gunnsteinn Björnsson okkar maður var í framboði á móti Martien van der Meer frambjóðanda frá Hollandi. Það er skemmst frá því að segja að Gunnsteinn sigraði nokkuð örugglega þess kosningu. Næst var komið að staðfesingu á kjöri embættismanna. Stjórn síðasta starfsárs var þökkuð vel unnin störf á starfsárinu. Farið var yfir fjárhagsáætlun næsta starfsárs. Sýnt var kynningarmyndband um næsta Evrópuþing sem verður í Brugge í Belgíu í júní á næsta ári. Og stjórn næsta starfsárs kölluð upp og kynnt og að því loknu  var komið að lokum þessara fundar.
Þinginu lauk síðan um kvöldið með glæsilegu galakvöldi þar sem öllu var tjaldað til, fyrst var forsalurinn opinn og þar var boðið uppá glæsilegt forréttarhlaðborð með kjúklingi, sushi og alskonar góðgæti, og síðan var aðalsalur opnaður og þar var borin fram steik og eftirréttur ásamt kaffi, glæsilegar veitingar. Kvöldið var síðan með hefðbundu sniði með ávörpum viðurkenningum og síðan tróðu þeir félagar Friðrik Ómar og Jógvan upp við mikinn fögnuð samkomugesta sem m.a tóku snúning á dansgólfinu við tónlist þeirra félaga. Petur Olivar stjórnaði Færeyskum dansi og voru menn og konur misfótafim í þeim gjörningi. Það var svo Diskótekið Dísa sem sá um að halda fólki á dansgólfinu inn í nóttina. Þar með lauk frábæru Evrópuþingi og byrjuðu þingfulltrúar að týnast til síns heima starax á sunnudegin en aðrir ætla að stoppa lengur og skoða okkar fallega land.
TS.

MYNDIR FRÁ EVRÓPUÞINGI HÉR