Umdæmisstjórnarfundur 22.febrúar 2020

Umdæmisstjórnarfundur 22.febrúar 2020


Umdæmisstjórnarfundur var haldinn á Bíldshöfða 12 laugardaginn 22 febrúar og var mæting með ágætum þrátt fyrir risjótta tíð en ávalt eru einhver forföll. Umdæmisstjóri Tómas Sveinsson setti fundinn kl 10.30 og bauð alla velkomna til fundar og færði hann konum fundarins rós í tilefni konudagsins. Fundurinn hófst á skýrlum stjórnar ein og ávalt en sá háttur er á núna að skýrslur Svæðisstjóra og nefndarmanna eru sendar út tímanlega rafrænt og opnaðar eru umræður um þær á sjálfum fundinu ,en þetta spara tíma sem hægt er að nýta á annann hátt í fundarstöfrum. Skýrslur og fundagerð mun síðan birtast hér á Innri vef innan skamms. Umdæmisstjóri hvatti Svæðisstjóra til að vera duglegir að heimsækja klúbba og kynna og nota Einn + einn spjöldin til fjölgunar, en heldur hefur tíðin verið að stríða mönnum þannig að það hefur verið erfitt að komast á milli staða í

sumum svæðum.  Það virðist vera vakning í klúbbunum með að fjölga og eru við núna með 6 félaga í plús en við höfum verið að missa félaga sem er ekki gott og oft talað um að það þurfi að loka bakdyrunum, en síðan eru félagar á yfirgefa þennann heim, en meðalaldur okkar í Kiwanis er mjög hár. Góðar Umræður urðu um skýrslur á fundinum og tóku margir til máls og að sjálfsögðu báður menn um orðið til að koma fram efni sem ekki voru í skýrslum. Hjálmaverkefnið er á góðu róli og sagði Ólafur Jónsson formaður nefndarinnar að búið væri að skipta um fólk í brúnni hjá Eimskupum og væri verið að funda með nýju fólki. Sigurður Pétursson fráfarandi formaður Styrktarsjóðs lagði fram reikninga og skilaði af sér og þökkum við Sigurði fyrir vel unnin störf fyrir Styrktarsjóðinn til fjölda ára og kom fram að sjóðurinn stendur vel. Í skýrslur Kynningar og markaðsnefndar kom fram að nýja verkefnið okkar ¨Hvatningardagur Kiwanis¨er nánast fullklárað og verður því startað í Varmárskóla í Mosfellsbæ og er beðið eftir dagsetningu frá skólayfirvöldum. En verkefninu er ætlað að hvetja börn í 9 og 10 bekk til náms og hreifingar, Hjálti Árnason formaður Kynningar og markaðsnefndar hefur stýrt þessu af miklum myndarskap. Umdæmið sótti um fjölgunarstyrk sem er upp á 4 þúsund evrur og á Evrópustjórnarfundi í Mílanó á dögunum fékk Umdæmisstjóri að vita að styrkurinn hefði verið samþykktur til okkar. Óskar Guðjónsson fráfarandi Evrópuforseti hélt pistil um Evrópumálin , áherslur og það sem er á döfinni á þeim bænum og að erindi Óskars loknu var komið að liðnum önnur mál þar sem m.a Gunnsteinn Björnsson ráðgjafi í heimstjórn og sagði frá fjölgun í hreyfingunni og önnur málefni heimsstjórnar. Umdæmisstjóri skýrði frá því að verkefni Dyngju um Vinarsetrið hefði verið valið til þáttökur í Auðkennisverkefnasamkeppni KI en aðeins þrír klúbbar skiluðu inn verkefni, þannig að klúbbar sækja þá bara um að ári. Húsmál Bíldshöfðans voru aðeins tekin fyrir og þá helst að skipta þurfi um teppi á stigaganfi en þau eru orðin vægast sagt léleg. Umræður voru góðar undir þessum lið sem má sjá nánar í fundagerð. Umdæmisstjóri þakkaði góða fundarsetu og sleit fundi kl 14.00 og þá tók við fræðsla í notkun Teams kerfisins til fjarfundar en það hefur verið erfitt hjá sumum að tengjast fjarfundum og var meiningin að hafa þennann umdæmisstjórnarfund á Teams að hluta en það frestast þangað til í apríl, en það er mikill sparnaður af því að nota fjarfundarkerfi fyrir þá sem lengst eru í burtu frá fundarstað.

TS.