Fréttir

Jörfafundur 754 20.febrúar 2017

  • 03.03.2017

Jörfafundur 754 20.febrúar 2017

  Forseti setti fund kl. 19: og bauð félaga velkomna. 23 félagar mættir. Guðjón frá afmælisnefnd sagði tvo félaga hafa bætt ári við aldur sinn frá síðasta fundi.  Hafsteinn Elíasson hefði orðið 38 ára og Haraldur Finnsson 75 ára. Böðvar forseti fjallaði um gagnavörslu á rafrænu formi og gerði tilraun til að kenna félögum hvernig það gengi fyrir sig.  Niðurstaðan að með æfingu og leiðbeiningum ættu allir, sem á annað borð nota tölvu, að geta komist upp á lag með að nota þessa rafrænu gagnageymslu bæði til að setja inn í hana og leita að gögnum.

Tveir nýjir félagar í Eldey !

  • 02.03.2017

Tveir nýjir félagar í Eldey !

Tveir nýir félagar þeir Ásgeir Sæmundsson og Einar Ársæll Hrafnsson voru teknir inn í Kiwanisklúbbinn Eldey á fundi s.l miðvikudag.Eru Eldeyjafélagar nú orðnir 66.

Two new members joined Kc Eldey Iceland last wedensday. I had the privledge of doing the ceremonies. Now our member count is 66 members

 

Sameiginlegur fundur Kiwanis klúbbanna í Freyjusvæði

  • 02.03.2017

Sameiginlegur fundur Kiwanis klúbbanna í Freyjusvæði

Sameiginlegur fundur Kiwanis klúbbanna í Freyjusvæði  var haldinn í Glæsibæ á öskudegi. 
Forsetar eða fulltrúar klúbba og félagar komu frá Dyngju, Elliða, Esju, Geysi, Höfða, Jörfa, Kötlu og Þyrli. Umdæmisstjóri kom einnig og enn fremur Óskar Guðjónsson Kl EF. Og Mosfell félagar Rúmlega sjötíu manns mættu.  
Nokkrir klúbbar höfðu þennan fund sem númeraðan fund hjá sér, sem er gott því nauðsynlegt er að félagar klúbbanna komi saman einu sinni á ári. Ég vona að næstu svæðisstjórar stuðli að því.
Frá  JCI á Íslandi kom núverandi landforseti Svava Arnardóttir og fyrrum landforseti Elizes Low. Þau kynntu starf JCI og báðu félagið um að 

Árshátíð Óðinssvæðis 2017 á Húsavík

  • 28.02.2017

Árshátíð Óðinssvæðis 2017 á Húsavík

Húsið opnar kl. 19:00 en dagskrá byrjar klukkan 20:00
Árshátíðin verður haldin á veitingastaðnum Fjörunni
LÁGMARKSFJÖLDI ER 60 MANNS TIL ÞESS AÐ ÁRSHÁTÍÐ VERÐI.

1.    Setning – Karl Halldórsson
2.    Styrkveitingar Skjálfanda
3.    Veislustjóri – Stefán Óskarsson
4.    Skemmtidagskrá undir borðhaldi
-    Yfir borðið
-    Uppistandari
-    Atriði frá klúbbum æskileg
5.    Frímann kokkur sér um dansiball ásamt fleirum

Fyrirlestur um mergæxli !

  • 25.02.2017

Á almennumfundi þann 23 febrúar fengum við góða heimsókn, en Magnú Benónýsson fyrrum Helgafellsfélagi og forseti klúbbsins, eb Magnús er búsettur á Hvolsvelli í dag. Magnús hefur átt við erfið veikindi að strýða en hann greindist með mergæxli og hefur gengið í gegnum erfiða meðferð og aðgerð. Magnús flutti okkur erindi um þennann skæð sjúkdóm og sýni m.a skýringarmyndband. Flestir landsmenn kannast við fjólubláa umslagið sem dreift var á öll heimili en  þetta er þjóðarátak gegn mergæxlum í formi blóðskimunar og hvetur Magnús alla sem vetlingi geta valdið að taka þátt í þessu átaki. Magnúsi var afhent smá gjöf frá klúbbnum og þökkum við honum kærlega fyrir gott erindi og óskum Magnúsi góðs bata. Myndband um átakið er hér

Eldri fréttir