Við þjónuum samfélaginu með sérstakan fókus á þarfir barna. Markmið Kiwanis er meðal annars að bæta líf barna.
Kiwanis er með klúbba um land allt. Með því að ganga í Kiwanis kynnist þú alls kyns fólki á allskyns stöðum.
Um leið og það kallar fram vellíðan að vinna að góðu málefni, þá eflir þú mannsandann um alla framtíð.
Við vinnum forvarnarverkefni, vekjum athygli og komum af stað umræðu sem skilar árangri.
Eitt af því sem aldrei fæst nóg af eru peningar. Við öflum fjár til góðra verkefna og komum þeim í réttar hendur.
Félagar í Kiwanis búa saman yfir gríðarlegri þekkingu og reynslu. Þessari reynslu komum við áfram með kennslu og þjálfun.
Við hjálpum börnum og ungu fólki að ná lengra með kennslu, þjálfun og opnum þannig fyrir ný tækifæri.
Með hjálmagjöf til allra sex ára barna í landinu verndum við börnin í umferðinni.
Langveik börn hafa ekki mörg tækifæri. Það er okkar markmið að gefa þeim tækifæri til að njóta.
Markmiðið er ekki síður að vekja athygli fullorðinna á börnum í umferðinni og koma í veg fyrir slys.
Við viljum leggja til einstaklings miðaðar leiðir til að gefa langveikum börnum ógleymanlega upplifun.
+354 898 6855
No products in the cart.