Það var líf og fjör á verkstæði jólasveinsins í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum þegar pökkun hófst á jólasælgæti klúbbsins, en þar koma margar hendur að, stórar sem smáar. Félagar mæta með börn og barnabörn, vini og kunningja og taka til hendinni við pökkun á sælgæti í jólaöskjur sem síðan eru seldar til bæjarbúa til fjáröflunar fyrir góð verkefni í þágu samfélagsins hér í Eyjum. Jólasælgætið er aðalfjáröflun klúbbsins og með góðum stuðningi bæjarbúa og
Í dag komum við saman á HSU í Vestmannaeyjum fulltrúar frá
Kiwanisklúbburinn Helgafelli, Kvenfélaginu Líkn, og Oddfellow Rbst. nr. 3 Vilborg og Oddfellow St. nr. 4, Herjólfur. Tilefnið var að afhenda Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum guluteppi en slíkt teppi kostar 1.066.400 kr og er mjög mikilvægt til meðferðar á gulu hjá nýfæddum börnum, í stað þess að ungbarnið fari ekki í svokallaðann gulukassa. Foreldrar geta þess í stað haldið á barninu umvafið teppinu, en slík
Látinn er góður vinur og samstarfsfélagi innan Kiwanishreyfingarinna til margra ára, en Svavar varð bráðkvaddur langt um aldur fram, að Skálm í Álftaveri en þar líkaði honum lífið vel og dvaldi þar við öll tækifæri við veiðar og uppbyggingu á húsi sínu og nærumhverfi, en Svavar var mikill útivistarmaður og afrekaði það m.a að hjóla umhverfis landið ásamt því að fara á fjöll og stunda allskyns veiðar. Svavar var viðskiptafræðingur að mennt og vann störf tengd þeirri mentun en seinni ár tók hann að sér smíðakennslu í Hraunvallarskóla í Hafnarfirði og ekki leiddist honum að vera innan um börnin og fólk almennt enda mikill öðlingur og félagsvera.
Svavar var mikill Kiwanismaður og var
Forseti Kiwanis í Tórshavn, Karlot Hergeirsson, afhenti umboðsmanni fyrir Javna peningagjöfina upp á 50.000 kr á samkomu í Kiwanishúsinu miðvikukvöldið 11. október.
Fía Petersen, formaður (forkona) í Javna þakkaði innilega fyrir þessa stóru gjöf og sagði nokkur orð um verkefni Javna.
Javni er félag fyrir þau, sem eru þroskaskert og aðstandendur þeirra og er aðal verkefni félagsins að vinna að betri aðstæðum fyrir þau.
Gjöfin frá Kiwanis er ekki eyrnamerkt ákveðnu verkefni, en verður notuð fyrir börn og ungt fólk og er þetta í anda Kiwanis. Til dæmis finnum við hjá Javna að það er
Umdæmisstjóri setti fund á Teams frá sínu heimili þar sem hann er að jafna sig eftir aðgerð og byrjaði á því að biðja fundarmenn að rísa úr sætum og minnast Svavars Svavarssonar með mínútu þögn.
Björn hóf síðan dagskrá með því að flytja sína skýrslu. Jóhanna María fór yfir skýrslu umdæmisritara í forföllum Líneyjar sem er lasin og sá Sigurður Einar Sigurðsson um að rita fundagerð fundarinns. Umdæmisféhirðir Benedikt var næstur á mælendaskrá og flutti sína skýrslu. Og talaði góða íslensku eins og honum er von og vísa. Guðlaugur kjörumdæmisstjóri var næstur undir þessum skýrslulið. Jóhanna María f.v umdæmisstjóri ávarpaði fundinn og þakkaði samstarfið. Svæðisstjórarnir komu því næst og fóru yfir málefni svæðanna en Ingólfur svæðisstjóri Óðinns var á Teams og engin kom frá Færeyjum og engin skýrsla heldur sem er miður. Næst var komið að umræðum um skýrslur og bað Gunnsteinn um orðið fyrstur en kappinn er kjör Evrópuforseti. Stefán Brandur tók næstur til máls og útskýrði hvernig netföng til að panta húsið og gera