Fréttir

Umdæmisstjórnarfundur

  • 19.04.2009

Umdæmisstjórnarfundur Í gær var haldinn umdæmisstjórnarfundur í Kiwanishúsinu við Engjateig. Meðal þess sem fram kom var að aðeins hefur fjölgað í umdæminu og er það
vel, en raunfjölgun er um 15 félagar, Hjálmaafhending verður 14 maí en þetta hefur dregist vegna ástandsins í þjóðfélaginu og voru menn
hvattir til að koma tilkynningum í fjölmiðla þess efnis þannig að foreldrar fyrstu bekkinga fari ekki að kaupa hjálma á börnin.

Síldarfundur Skjaldar

  • 05.04.2009

Síldarfundur Skjaldar Kæru Kiwanisfélagar,
Kiwanisklúbburinn Skjöldur  heldur sinn árlega Síldarfund laugardaginn 2. Maí  í Bátahúsi Síldarminjafns Íslands Siglufirði.  Boðið verður upp á fjölbreytta síldarrétti og meðlæti.  Það verður létt stemning með lifandi tónlist og gamanmáli í einstöku umhverfi Bátahússins. 

Kötlu klukkan

  • 05.04.2009

Kötlu klukkan Klukkan á lækjartorgi, sú sem stendur fyrir framan dómshúsið er hluti miðbæjarins eins og rennusteinarnir, pósthúsið, gamla Hressó og Apotekið. Rennusteinarnir og klukkan standa enn fyrir sínu þó hitt allt annað hafi skipt um hlutverk í miðbænum.

Kötlufrétt

  • 04.04.2009

Kötlufrétt Eins og vitað er hefur Kiwansiklúbburinn Katla gefið í ára raðir Barnaspítalanum dúkkur fyrir sjúklinga sína. Þessi frétt barst okkur um daginn.

Fræðsluráðstefna

  • 01.04.2009

Fræðsluráðstefna Um helgina var hadin fræðsluráðstefna og forsetafræðsla í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi. Matthías G Pétursson umdæmisstjóri
setti ráðstefnuna kl 9.30 og að setningu lokinni fór Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri 2009-2010 yfir markmið sín og kjörorð sem er
Efling, kraftur, áræði - Ábyrgðin er okkar.

Nýir bangsar á slökkvistöðina.

  • 27.03.2009

Nýir bangsar á slökkvistöðina. Bangsabirðir Slökkistöðvarinnar í Reykjavík hafa nú verið endurnýjaðar og er því enginn skortur af böngsum á þeim bænum. Það var Kiwanisklúbburinn KATLA sem kom færandi hendi með bangsafjölda til sjúkrafluttingsmanna, en þeir eru ekki ætlaðir til starfsmanna.

Kúrekaball

  • 27.03.2009

Kúrekaball

Kiwanisklúbburinn Sólborg heldur kúrekaball þann 28.mars i Skarfinum við Skarfagarða 8 við Viðeyjarferjuna.Húsið opnar kl.19:00
Vegna forfalla er eithvað til af miðum svo það er um að gera að skella sér á ballið.
Borðhald hefst kl.20:00
Boðið verður upp á
Íslenskt lambalæri og Kalkún
Kaffi og konfekt á eftir.

Kynningarfundur

  • 21.03.2009

Kynningarfundur

Ertu í leit að skemmtilegum félagsskap? Hvað veist þú um Kiwanis?
• 
Vissir þú að Kiwanis er bæði fyrir konur og karla?
• 
Vissir þú að Kiwanis styrkir góð málefni,
sem snúa að börnum,  geðsjúkum og ýmsum þeim sem minna mega sín?
• 
Nú er loksins komið að því sem margir hafa beðið eftir.

Kynningarfundur um Kiwanishreyfinguna og það sem hún stendur fyrir
verður haldinn í: Valaskjálf, mánudaginn 23. mars kl. 20:00
       

Skjöldur styrkir 10.bekk

  • 11.03.2009

Skjöldur styrkir 10.bekk Kiwanisklúbburinn Skjöldur afhenti í dag 10. bekk grunnskóla Siglufjarðar styrk að upphæð 50.000,- kr í ferðasjóð bekkjarins.  Af þessu tilefni var 10. bekk boðið til pizzuveislu í Kiwanishúsinu. 

Dansleikur og fjör

  • 11.03.2009

Dansleikur og fjör

Dansleikur og fjör í Kiwanishúsinu við Engjateig

Vertarnir bjóða Kiwanisfólki til gleði.
Laugardagur 14.03.2009

Fordrykkur
Kalt – aftökuborð
Kaffi og konfekt

Dansleikur frá kl.22:00
Hljómsveitin Hafrót
Gestir. Ragnar Bjarnason, (með hangandi hendi)
Og Þorgeir Ástvaldsson með sprell og spé
Verð: 3.500 kr.

Húsið opnað 19:00; Allir velkomnir

Síldarkvöld Skjaldar og Svæðisráðsfundur

  • 08.03.2009

Síldarkvöld Skjaldar og Svæðisráðsfundur

Vegna fyrirhugaðra Alþingiskosninga þann 25. apríl nk. hefur verið ákveðið að fresta Síldarkvöldi Kiwanisklúbbsins Skjaldar og svæðisráðsfundi Grettissvæðis Siglufirði, til laugardagsins 2. maí.

Helgafell gefur hljóðkerfi.

  • 06.03.2009

Helgafell gefur hljóðkerfi. 19. Febrúar síðastliðin Gáfu félagar úr  Kiwaniklúbbnum Helgafell í Vestmannaeyjum,
Hljóðkerfi eina stofu í grunnskóla Vestmannaeyja.
Styrkurinn er tilkomin vegna Bergþóru Sigurðardóttir sem er átta ára eyjapæja sem fæddist með

Kjör íþróttamanns ársins í Siglufirði 2008

  • 26.02.2009

Kjör íþróttamanns ársins í Siglufirði 2008 Fimmtudaginn 19. febrúar stóð Kiwanisklúbburinn Skjöldur fyrir vali íþróttamanns ársins í Siglufirði fyrir árið 2008 í hófi á Allanum. Valinn var íþróttamaður fyrir hverja íþróttagrein í tveimur aldursflokkum 13-16 ára og 17 ára og eldri.

Helgafell gefur sjúkrarúm

  • 20.02.2009

Helgafell gefur sjúkrarúm Þann 13 febrúar s.l afhentu félagar úr Kiwanisklúbbnum Helgafelli Stefáni Valtýssyni sérútbúið rafknúið sjúkrarúm til eignar.  Valtýr faðir Stefáns kvað þetta vera mikla byltingu fyrir drengin. Það var síðan Kristleifur Guðmundsson forseti Helgafells sem afhenti rúmið ásamt gjafabréfi, og vonum við Helgafellsfélagar að rúmið og eiginleikar þess megi koma að góðum notum í framtíðinni.

Fjölgun í klúbbnum

  • 20.02.2009

Fjölgun í klúbbnum Loksins, loksins er farið að fjölga á ný í  klúbbnum .  Í haust  bættist okkur liðsauki  er félagi, sem  lengi var í Drangey Ingimar Hólm fluttist hingað á Akranes og  gekk í okkar raðir.  

Flugeldasala Þyrils

  • 20.02.2009

Flugeldasala Þyrils Flugeldasala um áramótin er  framundan og undirbúningurinn löngu hafinn með kaupum á vörunni.    Innkaupsverðið tiltölulega hagstætt í ár miðað við aðstæður.   Klúbburinn hefur á að skipta harðsnúnu liði á þessu sviði með áratuga reynslu að baki.   Síðustu ár hefur flugeldasalan verið í  ágætu samstarfi við Knattsprynufélag ÍA, sem hefur skilað báðum aðilum  góðum ávinningi.   Þetta er eina fjáröflun  í styrktarsjóð

KIEF flash febrúar

  • 19.02.2009

KIEF flash febrúar Nýtt KIEFlash er komið inn á vefinn en þetta er fréttabréf fyrir febrúarmánuð. Þarna er talað um þingið og sömuleiðis er búið að opna á vefskráningu, og er vilju fyrir að allt sér klárt fyrir 15 apríl.

Konudagsblóm Jörfa uppseld

  • 18.02.2009

Konudagsblóm Jörfa uppseld Jörfi vill þakka frábærar undirtektir vegna konudagsblómasölu, en sú staða er kominn upp að þau eru uppseld. Blómasala Jörfa á konudaginn ár hvert er ein af helstu fjáröflun klúbbsins en allur ágóði fer í styrktarsjóð.

Kiwanisfréttir

  • 17.02.2009

Kiwanisfréttir

Kiwanisfréttir 2. tölublað 2009

Næsta blað af Kiwanisfréttum kemur út um miðjan apríl og er það annað blaðið á þessu starfsári.  Það hefur verið mikið um að vera hjá klúbbunum frá því að síðasta blað kom út í byrjun desember. 

Bjarni B. Ágeirssson-Minningarorð

  • 13.02.2009

Bjarni B. Ágeirssson-Minningarorð Það verður vandfyllt skarðið sem Bjarni B. Ágeirsson skilur eftir í röðum Kiwanisfélaga. Dugnaðarforkur, eldhugi,foringi eru orð sem koma í hugann þegar litið er yfir starf hans á vettvangi Kiwanishreyfingarinnar.  Hann var með í hópnum sem Einar A Jónsson og samherjar hans fengu til liðs við Kiwanisklúbbinn Heklu þegar hann var stofnaður 1964. Bjarni var þá ungur maður og  var fljótt  kallaður til ábyrgðar.