Hvað er Kiwanis ?

Hvað er Kiwanis ?

Kiwanis er alheimssamtök sjálfboðaliða sem hafa að markmiði að bæta heiminn með þjónustu í þágu barna
 
Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða.  Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir. Frjálst samstarf gerir þeim kleift að vinna að alþjóðlegum verkefnum innan hinnar alþjóðlegu hreyfingar.

Þeir vinna einnig að umbótum á landsvísu.  Ekki síst vinna þeir að mannúðar og framfaramálum sem horfa til heilla fyrir bæjarfélag þeirra, sem opinberir aðilar annað hvort vilja ekki eða geta ekki sinnt.  Þannig verða þeir leiðandi aðilar í sínu byggðarlagi.

Sem dæmi má nefna aðstoð við ungt fólk eða aldrað, náttúruvernd, þróun félagslegrar aðstöðu og eflingu vináttu og skilnings milli manna og þjóða.  En hvert svo sem markmið Kiwanisfélaga er, er þeim öllum sameiginlegur þjónustuviljinn og löngunin til að eignast góða félaga innan klúbbsins síns og Kiwanishreyfingarinnar.

Nýjustu færslur

Blog Message

Fræðsla Embættismanna í Færeyjum !

Fræðsla verðandi embættismanna í Færeyjum fór fram þann 6. apríl síðastliðinn í Kiwanishúsinu í Tórshavn. Tókst vel til en fræðslan..
Blog Message

30 ára afmæli Sólborgar !

Kæru Kiwanisfélagar Í tilefni 30 ára afmælis boðar Kiwanisklúbburinn Sólborg til afmælisfundar 4. maí nk. kl. 16.00-18.00 og er fundurinn h..
Blog Message

Apríl, frá Umdæmisstjóra

Apríl er mikilvægur mánuður í Kiwanisstarfinu, vorið er á næsta leyti og það glittir í sumarfrí en fyrst þurfum við að halda einbeiting..
Blog Message

Saga Skjálfanda í 50 ár !

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 50 ára Á haustdögum 1973 komu nokkrir menn saman að tilstuðlan Stefáns Benediktssonar Húsavík og Hilmars Dan..
Blog Message

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 50 ára !

Skjálfandafélagar verða með opið hús í Kiwanishúsinu að Garðarsbraut 27 sunnudaginn 24 mars n.k. Kl.15:00 Þar verður boðið uppá kaffi o..
Meira...